Hjálpum stríðshrjáðu fólki Solveig Lára Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Laugardagsmorguninn 5. september lögðum við hjónin af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Stokkhólms og Uppsala þar sem við vorum boðin að vera viðstödd biskupsvígslu. Þennan sama dag voru stórir atburðir að gerast sunnar í álfunni Evrópu. Flóttafólk frá Sýrlandi var að leggja af stað fótgangandi frá Búdapest og áleiðis til Austurríkis og Þýskalands. Sögulegur viðburður sem hefur hrært hjörtu okkar allra. Og ekki bara núna heldur marga mánuði aftur í tímann. Varðskipin okkar hafa verið að bjarga fólki á Miðjarðarhafi, en miklu fleiri hafa týnt lífi og drukknað vegna hörmulegra aðstæðna um borð í bátum sem ekki eru gerðir fyrir sjóferðir. En af hverju vaknar fólk einmitt núna til meðvitundar? Mynd af þriggja ára dreng sem liggur dáinn á ströndinni hrærði hjörtu heimsbyggðarinnar. Við getum öll tengt við þessa mynd. Ég á til dæmis þriggja ára barnabarn sem ég sé fyrir mér í þessum hræðilegu aðstæðum. Sunnudaginn 6. september vorum við viðstödd áhrifamikla messu í Uppsaladómkirkju, þar sem tveir biskupar voru vígðir. Við athöfnina flutti erkibiskup Svía, Antje Jackelin, eina bestu ræðu sem ég hef heyrt í kirkjunni. Hún byrjaði á því að mála fallega mynd af litla drengnum á ströndinni og endaði predikunina á því þegar lærisveinar Jesú sáu Jesú á ströndinni við Tíberíasvatn. Þessa predikun má lesa á vef svenska kyrkan. Svíar hafa staðið sig frábærlega vel í því að bregðast við flóttafólksvandanum. Þeir hafa sýnt náungakærleika í verki. Þennan sama dag birtust í Svenska dagbladet tölur um fjölda flóttafólks í 32 Evrópulöndum. Árið 2014 tóku Svíar á móti 8.432 flóttamönnum á hverja milljón íbúa, en Svíar eru tæplega 10 milljónir. Það þýðir að á þessu eina ári tóku þeir á móti 84.320 manns. Og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 290.000 manns. þar af 23.290 börnum sem komu til landsins ein sins liðs. Þjóðverjar hafa líka staðið sig mjög vel, en þeir hafa tekið á móti 2.511 á hverja milljón íbúa, en þeir eru nú rúmlega 80.000.000 sem þýðir að á árinu 2014 tóku þeir á móti 200.880 manns og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 569.000 manns, þar af 15.120 börnum sem komu ein síns liðs.Fólk eins og við Við hér á Íslandi erum rík þjóð, þó hér búi fólk undir fátæktarmörkum eins og í öllum öðrum ríkum Evrópulöndum. Ef við gerðum eins vel og Þjóðverjar myndum við taka á móti 837 manns á ári og ef við gerðum eins vel og Svíar myndum við taka á móti 2.810 manns. Flóttafólkið sem nú streymir inn í Evrópu er fólk eins og við. Þau eiga sínar ástir og sína harma. Mörg þeirra eru vel menntuð og vel efnuð. Þau hafa verið hrakin af heimilum sínum í burtu frá öllum sem ekki komust með. Getum við ímyndað okkur ef værum í þeirra sporum: að verða að fara burt úr heimalandinu til að leitast við að bjarga sínu eigin lífi og lífi barna sinna. Sagan af miskunnsama Samverjanum kennir okkur margt. Hún kennir okkur að við eigum að hjálpa fólki í neyð skilyrðislaust. Samverjinn spurði ekki hinn særða hver hefði lamið hann. Hann spurði ekki hverrar þjóðar hinn særði var. Hann spurði ekki af hverju einhver annar gæti ekki hjálpað honum. Hann gekk hreint til verks. Hann bjó um sár. Hann tók í fang sér og hann kom honum í öruggt húsaskjól. Við sem manneskjur finnum til með þeim sem þjást. Nú skulum við öll sem eitt leggja okkar af mörkum til að koma stríðsþjáðu fólki til hjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Laugardagsmorguninn 5. september lögðum við hjónin af stað frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Stokkhólms og Uppsala þar sem við vorum boðin að vera viðstödd biskupsvígslu. Þennan sama dag voru stórir atburðir að gerast sunnar í álfunni Evrópu. Flóttafólk frá Sýrlandi var að leggja af stað fótgangandi frá Búdapest og áleiðis til Austurríkis og Þýskalands. Sögulegur viðburður sem hefur hrært hjörtu okkar allra. Og ekki bara núna heldur marga mánuði aftur í tímann. Varðskipin okkar hafa verið að bjarga fólki á Miðjarðarhafi, en miklu fleiri hafa týnt lífi og drukknað vegna hörmulegra aðstæðna um borð í bátum sem ekki eru gerðir fyrir sjóferðir. En af hverju vaknar fólk einmitt núna til meðvitundar? Mynd af þriggja ára dreng sem liggur dáinn á ströndinni hrærði hjörtu heimsbyggðarinnar. Við getum öll tengt við þessa mynd. Ég á til dæmis þriggja ára barnabarn sem ég sé fyrir mér í þessum hræðilegu aðstæðum. Sunnudaginn 6. september vorum við viðstödd áhrifamikla messu í Uppsaladómkirkju, þar sem tveir biskupar voru vígðir. Við athöfnina flutti erkibiskup Svía, Antje Jackelin, eina bestu ræðu sem ég hef heyrt í kirkjunni. Hún byrjaði á því að mála fallega mynd af litla drengnum á ströndinni og endaði predikunina á því þegar lærisveinar Jesú sáu Jesú á ströndinni við Tíberíasvatn. Þessa predikun má lesa á vef svenska kyrkan. Svíar hafa staðið sig frábærlega vel í því að bregðast við flóttafólksvandanum. Þeir hafa sýnt náungakærleika í verki. Þennan sama dag birtust í Svenska dagbladet tölur um fjölda flóttafólks í 32 Evrópulöndum. Árið 2014 tóku Svíar á móti 8.432 flóttamönnum á hverja milljón íbúa, en Svíar eru tæplega 10 milljónir. Það þýðir að á þessu eina ári tóku þeir á móti 84.320 manns. Og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 290.000 manns. þar af 23.290 börnum sem komu til landsins ein sins liðs. Þjóðverjar hafa líka staðið sig mjög vel, en þeir hafa tekið á móti 2.511 á hverja milljón íbúa, en þeir eru nú rúmlega 80.000.000 sem þýðir að á árinu 2014 tóku þeir á móti 200.880 manns og frá árinu 2008 hafa þeir tekið á móti 569.000 manns, þar af 15.120 börnum sem komu ein síns liðs.Fólk eins og við Við hér á Íslandi erum rík þjóð, þó hér búi fólk undir fátæktarmörkum eins og í öllum öðrum ríkum Evrópulöndum. Ef við gerðum eins vel og Þjóðverjar myndum við taka á móti 837 manns á ári og ef við gerðum eins vel og Svíar myndum við taka á móti 2.810 manns. Flóttafólkið sem nú streymir inn í Evrópu er fólk eins og við. Þau eiga sínar ástir og sína harma. Mörg þeirra eru vel menntuð og vel efnuð. Þau hafa verið hrakin af heimilum sínum í burtu frá öllum sem ekki komust með. Getum við ímyndað okkur ef værum í þeirra sporum: að verða að fara burt úr heimalandinu til að leitast við að bjarga sínu eigin lífi og lífi barna sinna. Sagan af miskunnsama Samverjanum kennir okkur margt. Hún kennir okkur að við eigum að hjálpa fólki í neyð skilyrðislaust. Samverjinn spurði ekki hinn særða hver hefði lamið hann. Hann spurði ekki hverrar þjóðar hinn særði var. Hann spurði ekki af hverju einhver annar gæti ekki hjálpað honum. Hann gekk hreint til verks. Hann bjó um sár. Hann tók í fang sér og hann kom honum í öruggt húsaskjól. Við sem manneskjur finnum til með þeim sem þjást. Nú skulum við öll sem eitt leggja okkar af mörkum til að koma stríðsþjáðu fólki til hjálpar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun