Föstudaginn 23. október kl. 23.00 verður haldin íslensk útgáfa af „open mic" kvöldi, undir heitinu „Orðið er laust".
Slík kvöld eru ætluð bæði fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í uppistandi og einnig lengra komna grínista sem vilja prófa og fínpússa nýtt efni fyrir framan fullan sal af fólki.
Allir fá tækifæri til að taka þátt og þeir sem hafa áhuga á að komast á mælendaskrá munu geta skráð sig hér á Vísi.
