Innlent

Sakna muna fyrir hundruð þúsunda eftir innbrot

Bjarki Ármannsson skrifar
Brotist var inn í íbúð í Salahverfi í Kópavogi í gær.
Brotist var inn í íbúð í Salahverfi í Kópavogi í gær. Vísir/Vilhelm
Brotist var inn í íbúð í Salahverfi í Kópavogi í gær. Lögregla var kölluð út um ellefuleytið í gærkvöldi eftir að íbúi kom að heimili sínu og varð þess var að brotin hefði verið rúða. 

Að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var allt á tjá og tundri innandyra. Heimilisfólk sagðist alls sakna muna fyrir mörg hundruð þúsund krónur.

Í miðborginni skarst karlmaður í andliti í nótt þegar hann var sleginn með flösku á skemmtistað við Bankastræti. Gerandinn var honum ókunnugur og hafði sig á brott. Þá var annar maður handtekinn í vesturborginni á fyrsta tímanum í nótt eftir að hann ók ölvaður á kyrrstæða bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×