Lager af leikmunum fyrir matarmyndir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2015 10:30 Gerir tilraunir Aldís Athitaya hefur gaman af því að elda og baka og er óhrædd við að gera tilraunir í eldhúsinu.fréttablaðið/Valli „Ég fæ eldamennskuáhugann frá mömmu og svo er eldri systir mín rosaleg flink í kökugerð þannig að þetta er í fjölskyldunni,“ segir Aldís Athitaya Gísladóttir sem heldur úti matarblogginu Aldisathitaya.com. Taílensk matargerð veitir Aldísi innblástur og hefur hún meðal annars sótt matreiðslunámskeið þar í landi og stefnir á að fara á fleiri þegar hún flytur til Taílands í lok árs. „Mamma mín er taílensk og þess vegna er ég svolítið í taílenskri matargerð sem hún kenndi mér frá unga aldri,“ en hún segir taílenska matargerð einkennast af fersk- og einfaldleika og þess vegna reyni hún eftir fremsta megni að hafa uppskriftirnar einfaldar. Flestar uppskriftirnar býr Aldís sjálf til og segir það ekki vera mikið mál. „Það er bara eins og ég hafi þetta í mér, ég hef alveg gott vit á því hvað passar saman og ég smakka bara til þegar ég er að elda eða baka.“ Einnig segir hún snefil af tilraunamennsku og innblæstri ekki koma að sök við uppskriftagerð. „Ég er svolítið mikill fiktari og geri ýmsar tilraunir, svo fær maður auðvitað innblástur frá ýmsum uppskriftum og bókum.“ Aldís leggur talsverða vinnu í myndirnar á blogginu og reynir að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. „Mér finnst mjög gaman að reyna á sköpunargáfu mína og ég fer til dæmis mjög mikið í Góða hirðinn og finn mér bakgrunna, glös og diska og svona. Svo er ég bara með lager af bakgrunnum sem ég er búin að mála, pússa og steypa,“ segir hún hress og bætir við að stundum vinni hún í umhverfinu fyrir myndatökuna áður en hún hugar að eldamennskunni og reyni að fá uppskriftirnar til þess að passa við það. Það fer talsverður tími í að halda úti matarbloggi og Aldís eyðir megninu af frítíma sínum í að vinna í blogginu en hún situr ekki ein að kræsingunum að bakstri og eldamennsku lokinni. „Við erum líka mjög dugleg að keyra út kökurnar til vina eða ættingja eða bara bjóðum þeim í heimsókn. Það er mjög sjaldan sem ég er að gæða mér á öllum þessum kökum sjálf, það væri bara mjög óhollt fyrir mig,“ segir hún hlæjandi að lokum.Hefðbundinn eftirréttur að hætti Taílendinga sem er hvort tveggja bragðgóður og auðvelt að matreiða.Mynd/AldísKlístruð hrísgrjón með kókoshnetu og mangói Fyrir 2-4 manns100 g Sticky rice*150 ml kókosmjólk¼ tsk. salt2 msk. sykurAðferð: 1. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. 2. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. 3. Á meðan grjónin sjóða, hitið kókosmjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldan. 4. Berið fram með fersku mangói.*Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur-Asíu. Grjónin innihalda lítið eitt af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð við eldun. Grjónin fást í asískum matvöruverslunum.Uppskrift fengin af Aldisathitaya.com Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Ég fæ eldamennskuáhugann frá mömmu og svo er eldri systir mín rosaleg flink í kökugerð þannig að þetta er í fjölskyldunni,“ segir Aldís Athitaya Gísladóttir sem heldur úti matarblogginu Aldisathitaya.com. Taílensk matargerð veitir Aldísi innblástur og hefur hún meðal annars sótt matreiðslunámskeið þar í landi og stefnir á að fara á fleiri þegar hún flytur til Taílands í lok árs. „Mamma mín er taílensk og þess vegna er ég svolítið í taílenskri matargerð sem hún kenndi mér frá unga aldri,“ en hún segir taílenska matargerð einkennast af fersk- og einfaldleika og þess vegna reyni hún eftir fremsta megni að hafa uppskriftirnar einfaldar. Flestar uppskriftirnar býr Aldís sjálf til og segir það ekki vera mikið mál. „Það er bara eins og ég hafi þetta í mér, ég hef alveg gott vit á því hvað passar saman og ég smakka bara til þegar ég er að elda eða baka.“ Einnig segir hún snefil af tilraunamennsku og innblæstri ekki koma að sök við uppskriftagerð. „Ég er svolítið mikill fiktari og geri ýmsar tilraunir, svo fær maður auðvitað innblástur frá ýmsum uppskriftum og bókum.“ Aldís leggur talsverða vinnu í myndirnar á blogginu og reynir að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. „Mér finnst mjög gaman að reyna á sköpunargáfu mína og ég fer til dæmis mjög mikið í Góða hirðinn og finn mér bakgrunna, glös og diska og svona. Svo er ég bara með lager af bakgrunnum sem ég er búin að mála, pússa og steypa,“ segir hún hress og bætir við að stundum vinni hún í umhverfinu fyrir myndatökuna áður en hún hugar að eldamennskunni og reyni að fá uppskriftirnar til þess að passa við það. Það fer talsverður tími í að halda úti matarbloggi og Aldís eyðir megninu af frítíma sínum í að vinna í blogginu en hún situr ekki ein að kræsingunum að bakstri og eldamennsku lokinni. „Við erum líka mjög dugleg að keyra út kökurnar til vina eða ættingja eða bara bjóðum þeim í heimsókn. Það er mjög sjaldan sem ég er að gæða mér á öllum þessum kökum sjálf, það væri bara mjög óhollt fyrir mig,“ segir hún hlæjandi að lokum.Hefðbundinn eftirréttur að hætti Taílendinga sem er hvort tveggja bragðgóður og auðvelt að matreiða.Mynd/AldísKlístruð hrísgrjón með kókoshnetu og mangói Fyrir 2-4 manns100 g Sticky rice*150 ml kókosmjólk¼ tsk. salt2 msk. sykurAðferð: 1. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. 2. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. 3. Á meðan grjónin sjóða, hitið kókosmjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldan. 4. Berið fram með fersku mangói.*Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur-Asíu. Grjónin innihalda lítið eitt af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð við eldun. Grjónin fást í asískum matvöruverslunum.Uppskrift fengin af Aldisathitaya.com
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira