Innlent

Auglýsir eftir svalafernu í óskilum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernan fannst í Garðabæ.
Fernan fannst í Garðabæ.
Nokkuð sérstök auglýsing vakti athygli lesenda Fréttablaðsins í dag en þar var auglýst eftir fernu í óskilum.

Umrædd auglýsing birtist í smáauglýsingakafla blaðsins en þar segir; „Svalaferna fannst á gatnamótum Hraunáss og Eyktaráss. Eigandi er beðinn að sækja hana hið fyrsta. Af hverju er rusl í Reykjavík?“. 

Fernan fannst því í Garðabæ og er eiganda hennar nú leitað. 

Mynd fylgir auglýsingunni en á Facebook-hópnum Rusl í Reykjavík hefur skapast umræða um málið og þykir auglýsingin nokkuð vel heppnuð.

Vek athygli á þessari auglýsingu í Fréttablaðinu í dag.

Posted by Rusl í Reykjavík on 8. maí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×