Fótbolti

Cavani og Zlatan í stuði með PSG í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maxwell og Zlatan Ibrahimovic fagna einu af sex mörkum PSG.
Maxwell og Zlatan Ibrahimovic fagna einu af sex mörkum PSG. Vísir/EPA
Edinson Cavani og Zlatan Ibrahimovic voru allt í öllu þegar Paris Saint-Germain styrkti stöðu sína á toppi frönsku deildarinnar með 6-0 stórsigri á Guingamp.

Paris Saint-Germain náði sex stiga forystu á Lyon með þessum góða heimasigri en Lyon-liðið á leik inni um helgina.

Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani skoraði þrennu í leiknum og Zlatan Ibrahimovic átti þátt í fjórum mörkum, skoraði tvö og lagði upp tvö.

Zlatan Ibrahimovic skoraði annað mark Paris Saint-Germain á 18. mínútu og lagði síðan upp þriðja markið fyrir Edinson Cavani á 52. mínútu og fjórða markið fyrir Maxwell á 56. mínútu. Zlatan innsiglaði síðan sigurinn með marki úr víti í lok leiksins.

Paris Saint-Germain er komið á mikið skrið en þetta var sjöundi deildarsigur liðsins í röð. Paris Saint-Germain er því á góðri leið með að vinna frönsku deildina þriðja árið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×