Jafnrétti er viðskiptatækifæri Birna Bragadóttir og Sunna Valgerðardóttir skrifar 29. júní 2015 07:00 Stundum er augljóst hverju jafnréttisbarátta á að skila. Það er augljóst af hverju það á að segja frá kynferðisofbeldi. Af hverju konur eiga að fá jafnhá laun og karlar fyrir sömu vinnu. Og það er augljóst af hverju sömu tækifærin eigi að gilda um bæði kynin. Það er jafnrétti. Það er nauðsynlegt að minna sig á, til að missa ekki sjónar á tilganginum.Sóun á hæfileikum Hvers vegna þarf að fjölga kvenkyns stjórnendum? Hvers vegna þarf að jafna kynjahlutföllin í atvinnugreinunum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Það er hægt að færa rök fyrir því að hlutirnir hafi gengið ágætlega hingað til. Fiskur kemur úr sjónum þó að hann sé bara veiddur af körlum. Börnin koma í heiminn og rölta fín út af leikskólunum þó að þau hafi nær alfarið verið í höndum kvenna. Rafmagnið kemur í húsin þó að lagnirnar séu lagðar af körlum. Ferðamenn fá þjónustu um borð þó að fáir séu flugþjónarnir. Og fyrirtækin skila hagnaði þó að í framkvæmdastjórnum sitji oftast karlar. Til hvers að breyta þessu? Vegna þess að skortur á aðgangi að hæfu fólki er vandamál í mörgum atvinnugreinum og staðalmyndir og kynskiptur vinnumarkaður eykur þann vanda um helming. Ungt fólk þarf að sjá þá möguleika sem standa til boða og velja nám og starf út frá áhuga og styrkleikum en ekki kyni.Blandað er betra Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að auka jafnrétti á vinnustaðnum. Kynbundnum launamun hefur verið eytt, hlutfall kvenkyns stjórnenda er komið í 42% og markvisst átak var sett af stað til að fjölga stelpum í iðnnámi. Starfræktar eru jafnréttisnefndir innan allra dótturfyrirtækja OR. Einungis 12% grunnskólanema fara í starfsnám og þar af eru stelpur lítið brot. Atvinnulífið þarf að ávarpa þann vanda sem blasir við og breyta ímynd atvinnugreinanna til að auka áhuga beggja kynja. Jafnrétti næst ekki nema þeir sem ráða taki af skarið. Þeir þurfa að forgangsraða og framkvæma. Blandaðir vinnustaðir eru betri og skemmtilegri. Kynferðisleg áreitni og einelti er mun minna og umræðan heiðarlegri. Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri. Það er viðskiptatækifæri í jafnréttinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Stundum er augljóst hverju jafnréttisbarátta á að skila. Það er augljóst af hverju það á að segja frá kynferðisofbeldi. Af hverju konur eiga að fá jafnhá laun og karlar fyrir sömu vinnu. Og það er augljóst af hverju sömu tækifærin eigi að gilda um bæði kynin. Það er jafnrétti. Það er nauðsynlegt að minna sig á, til að missa ekki sjónar á tilganginum.Sóun á hæfileikum Hvers vegna þarf að fjölga kvenkyns stjórnendum? Hvers vegna þarf að jafna kynjahlutföllin í atvinnugreinunum? Þetta eru eðlilegar spurningar. Það er hægt að færa rök fyrir því að hlutirnir hafi gengið ágætlega hingað til. Fiskur kemur úr sjónum þó að hann sé bara veiddur af körlum. Börnin koma í heiminn og rölta fín út af leikskólunum þó að þau hafi nær alfarið verið í höndum kvenna. Rafmagnið kemur í húsin þó að lagnirnar séu lagðar af körlum. Ferðamenn fá þjónustu um borð þó að fáir séu flugþjónarnir. Og fyrirtækin skila hagnaði þó að í framkvæmdastjórnum sitji oftast karlar. Til hvers að breyta þessu? Vegna þess að skortur á aðgangi að hæfu fólki er vandamál í mörgum atvinnugreinum og staðalmyndir og kynskiptur vinnumarkaður eykur þann vanda um helming. Ungt fólk þarf að sjá þá möguleika sem standa til boða og velja nám og starf út frá áhuga og styrkleikum en ekki kyni.Blandað er betra Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið markvisst að því að auka jafnrétti á vinnustaðnum. Kynbundnum launamun hefur verið eytt, hlutfall kvenkyns stjórnenda er komið í 42% og markvisst átak var sett af stað til að fjölga stelpum í iðnnámi. Starfræktar eru jafnréttisnefndir innan allra dótturfyrirtækja OR. Einungis 12% grunnskólanema fara í starfsnám og þar af eru stelpur lítið brot. Atvinnulífið þarf að ávarpa þann vanda sem blasir við og breyta ímynd atvinnugreinanna til að auka áhuga beggja kynja. Jafnrétti næst ekki nema þeir sem ráða taki af skarið. Þeir þurfa að forgangsraða og framkvæma. Blandaðir vinnustaðir eru betri og skemmtilegri. Kynferðisleg áreitni og einelti er mun minna og umræðan heiðarlegri. Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri. Það er viðskiptatækifæri í jafnréttinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar