Hjólað fyrir betri geðheilsu María Einisdóttir skrifar 29. júní 2015 07:00 Um 1.000 manns hjóluðu hringinn í kringum landið til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á Kleppi í Wow Cyclothoni. Þetta er ómetanlegt framtak hjá Wow sem mun auka lífsgæði fjölda einstaklinga með geðsjúkdóma hér á landi. Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing hefur mikil áhrif á andlega heilsu og lífsgæði fólks almennt. Því miður á fólk með geðsjúkdóma oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu samfara því að glíma við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Fyrir nokkru gerðum við rannsókn á gildi hreyfingar sem viðbót við hefðbundna meðferð. Sautján einstaklingar með geðrofssjúkdóma tóku þátt í 20 vikna rannsókn sem miðaði að því að fá hreyfingu inn í þeirra daglegu rútínu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ótrúlegan árangur. Lífsgæði allra einstaklinganna jukust verulega en þeir áttu auðveldara með að stýra einkennum sjúkdómanna sem eru t.a.m. skortur á frumkvæði, félagsleg einangrun, kvíði, ranghugmyndir og ofskynjanir. Nær 90% þátttakenda voru á geðrofslyfjum en mjög algeng aukaverkun þeirra lyfja er mikil þyngdaraukning. Ekkert þeirra þyngdist þó á þessum tíma. Við höfum góða reynslu af því að nota hreyfingu sem hluta af meðferð geðsjúkra. Okkur hefur hins vegar skort fjármagn til að bjóða upp á þann möguleika að staðaldri. Söfnunarféð mun nú gera okkur kleift að bjóða upp á heilsueflingu sem meðferðarúrræði á Batamiðstöðinni. Á Kleppsspítala eru 50 legurými sem munu nýta aðstöðuna en að auki munu einstaklingar á dag- og göngudeildum sækja þangað þjónustu.Risastórt afrek Markmið Batamiðstöðvar er að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín, lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir alvarleg sjúkdómseinkenni. Í sumum tilvikum er lækning ekki möguleg og þá snýst þetta fyrst og fremst um að auka lífsgæði þrátt fyrir veikindin. Áherslan er á að hjálpa fólki að finna þau verkfæri sem það getur notað til að lágmarka sjúkdómseinkennin. Batamiðstöðin mun styðja fólk til að taka sjálft ábyrgð og stjórn á eigin lífi þrátt fyrir mikla erfiðleika og ekki síður að gefa því von um aukin lífsgæði hvað sem einkennum sjúkdóma þess líður. Fólk með geðsjúkdóma hefur alla tíð mætt fordómum. Með átaki sem þessu og einnig þegar Á allra vörum safnaði fyrir nýrri bráðageðdeild erum við að opna umræðuna og vekja athygli á málaflokknum. Það er erfiðara að vera fordómafullur þegar maður er upplýstur og því er fræðsla og umræða öflugasta vopnið gegn fordómum. Þessi stóri viðburður vinnur ekki síður á fordómum og verður slíkt aldrei metið til fjár. Fyrir hönd Geðsviðs Landspítala þakka ég af alhug Wow, öllum hjólreiðaköppunum sem lögðu á sig þetta erfiði og þeim sem styrktu söfnunina. Þið hjóluðuð fyrir betri geðheilsu landsmanna og minni fordómum í samfélagi okkar. Það er risastórt afrek. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Um 1.000 manns hjóluðu hringinn í kringum landið til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á Kleppi í Wow Cyclothoni. Þetta er ómetanlegt framtak hjá Wow sem mun auka lífsgæði fjölda einstaklinga með geðsjúkdóma hér á landi. Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing hefur mikil áhrif á andlega heilsu og lífsgæði fólks almennt. Því miður á fólk með geðsjúkdóma oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu samfara því að glíma við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Fyrir nokkru gerðum við rannsókn á gildi hreyfingar sem viðbót við hefðbundna meðferð. Sautján einstaklingar með geðrofssjúkdóma tóku þátt í 20 vikna rannsókn sem miðaði að því að fá hreyfingu inn í þeirra daglegu rútínu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ótrúlegan árangur. Lífsgæði allra einstaklinganna jukust verulega en þeir áttu auðveldara með að stýra einkennum sjúkdómanna sem eru t.a.m. skortur á frumkvæði, félagsleg einangrun, kvíði, ranghugmyndir og ofskynjanir. Nær 90% þátttakenda voru á geðrofslyfjum en mjög algeng aukaverkun þeirra lyfja er mikil þyngdaraukning. Ekkert þeirra þyngdist þó á þessum tíma. Við höfum góða reynslu af því að nota hreyfingu sem hluta af meðferð geðsjúkra. Okkur hefur hins vegar skort fjármagn til að bjóða upp á þann möguleika að staðaldri. Söfnunarféð mun nú gera okkur kleift að bjóða upp á heilsueflingu sem meðferðarúrræði á Batamiðstöðinni. Á Kleppsspítala eru 50 legurými sem munu nýta aðstöðuna en að auki munu einstaklingar á dag- og göngudeildum sækja þangað þjónustu.Risastórt afrek Markmið Batamiðstöðvar er að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín, lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir alvarleg sjúkdómseinkenni. Í sumum tilvikum er lækning ekki möguleg og þá snýst þetta fyrst og fremst um að auka lífsgæði þrátt fyrir veikindin. Áherslan er á að hjálpa fólki að finna þau verkfæri sem það getur notað til að lágmarka sjúkdómseinkennin. Batamiðstöðin mun styðja fólk til að taka sjálft ábyrgð og stjórn á eigin lífi þrátt fyrir mikla erfiðleika og ekki síður að gefa því von um aukin lífsgæði hvað sem einkennum sjúkdóma þess líður. Fólk með geðsjúkdóma hefur alla tíð mætt fordómum. Með átaki sem þessu og einnig þegar Á allra vörum safnaði fyrir nýrri bráðageðdeild erum við að opna umræðuna og vekja athygli á málaflokknum. Það er erfiðara að vera fordómafullur þegar maður er upplýstur og því er fræðsla og umræða öflugasta vopnið gegn fordómum. Þessi stóri viðburður vinnur ekki síður á fordómum og verður slíkt aldrei metið til fjár. Fyrir hönd Geðsviðs Landspítala þakka ég af alhug Wow, öllum hjólreiðaköppunum sem lögðu á sig þetta erfiði og þeim sem styrktu söfnunina. Þið hjóluðuð fyrir betri geðheilsu landsmanna og minni fordómum í samfélagi okkar. Það er risastórt afrek.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar