Hver á að bera áhættuna? Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að það verði ekki gengið mikið lengra í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Andvirði sölu á hlut í Landsbankanum megi aftur á móti nota til að greiða niður skuldir. Viðskiptaráð Íslands er algerlega ósammála því að ekki sé hægt að ganga lengra við hagræðingu í ríkisrekstri. Aftur á móti deilir Viðskiptaráð þeirri hugmynd með ráðherra að stefna beri að sölu eigna. Málið krefst umræðu enda liggur fyrir að ríkið greiðir um 80 milljarða króna í vexti árlega. Svimandi háar upphæðir sem væru betur nýttar með því að styrkja innviði samfélagsins. Hugmyndir Viðskiptaráðs voru kynntar á Viðskiptaþingi í síðustu viku og eru vægast sagt róttækar. Viðskiptaráð telur að hið opinbera eigi eignir fyrir 800 milljarða króna sem megi selja til að greiða niður skuldir. Þar undir er meðal annars allur hluturinn í Landsbankanum og allur hlutur ríkisins í Landsvirkjun líka og stórar eignir sveitarfélaga eins og Orkuveitan. Að auki eru minni eignir eins og Íslandspóstur og Vínbúðirnar. Viðbrögð við hugmyndunum létu ekki á sér standa. Sá mælski þingmaður, Ögmundur Jónasson, reið á vaðið og mótmælti kröftuglega í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, gekk skrefi lengra og kallaði hugmyndir Viðskiptaráðs vitfirrtar í grein sem hann skrifaði á Eyjuna. Báðir vísa þeir til hruns bankanna sem rök gegn einkavæðingu. Mér finnst eins og þeir horfi fram hjá nokkrum mikilvægum staðreyndum í málflutningi sínum og legg því nokkur orð í belg. Undir öllum kringumstæðum þurfa stjórnendur einkarekinna fyrirtækja að sýna ráðdeild í rekstri. Ef ekki þá fer fyrirtækið í þrot og hluthafar tapa sínu. Hið sama á ekki við um ríkisrekin fyrirtæki. Stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á fyrirtækjunum, geta seilst ofan í vasa skattgreiðenda til þess að rétta úr kútnum ef illa fer. Nokkur dæmi eru um þetta. Til að mynda árið 1993 þegar ríkissjóður veitti Landsbanka Íslands víkjandi lán eftir óábyrgar lánveitingar bankans til Sambandsins. Landsbankinn uppfyllti ekki alþjóðlegar reglur um lágmarks eigið fé og fékk peninga til að koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Og bankinn fór vissulega ekki í þrot. En hann kostaði skattgreiðendur peninga sem ellegar hefðu verið nýttir í annað. Og það á líka við um Íbúðalánasjóð í dag. Ríkisrekna lánastofnun sem hefur fengið 53 milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2009. Upphæðin slagar hátt í byggingu nýs Landspítala, en þetta fjármagn hefði líka verið hægt að nýta til þess að styrkja rekstur heilbrigðiskerfisins almennt eða menntastofnana. Og þótt Landsbankinn skili ríkissjóði góðum arði núna þá er ekkert sjálfgefið að hann muni alltaf gera það. Bankastarfsemi er áhættusamur rekstur og það er hreint ekkert sjálfgefið að skattgreiðendur eigi að bera áhættuna. En hitt þarf svo að vera alveg klárt að ef einkaaðilar reka banka og njóta ábatans af rekstrinum þegar vel gengur, þá er ekkert sem réttlætir að eigendur þeirra geti seilst ofan í ríkissjóð ef illa fer að ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að það verði ekki gengið mikið lengra í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Andvirði sölu á hlut í Landsbankanum megi aftur á móti nota til að greiða niður skuldir. Viðskiptaráð Íslands er algerlega ósammála því að ekki sé hægt að ganga lengra við hagræðingu í ríkisrekstri. Aftur á móti deilir Viðskiptaráð þeirri hugmynd með ráðherra að stefna beri að sölu eigna. Málið krefst umræðu enda liggur fyrir að ríkið greiðir um 80 milljarða króna í vexti árlega. Svimandi háar upphæðir sem væru betur nýttar með því að styrkja innviði samfélagsins. Hugmyndir Viðskiptaráðs voru kynntar á Viðskiptaþingi í síðustu viku og eru vægast sagt róttækar. Viðskiptaráð telur að hið opinbera eigi eignir fyrir 800 milljarða króna sem megi selja til að greiða niður skuldir. Þar undir er meðal annars allur hluturinn í Landsbankanum og allur hlutur ríkisins í Landsvirkjun líka og stórar eignir sveitarfélaga eins og Orkuveitan. Að auki eru minni eignir eins og Íslandspóstur og Vínbúðirnar. Viðbrögð við hugmyndunum létu ekki á sér standa. Sá mælski þingmaður, Ögmundur Jónasson, reið á vaðið og mótmælti kröftuglega í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, gekk skrefi lengra og kallaði hugmyndir Viðskiptaráðs vitfirrtar í grein sem hann skrifaði á Eyjuna. Báðir vísa þeir til hruns bankanna sem rök gegn einkavæðingu. Mér finnst eins og þeir horfi fram hjá nokkrum mikilvægum staðreyndum í málflutningi sínum og legg því nokkur orð í belg. Undir öllum kringumstæðum þurfa stjórnendur einkarekinna fyrirtækja að sýna ráðdeild í rekstri. Ef ekki þá fer fyrirtækið í þrot og hluthafar tapa sínu. Hið sama á ekki við um ríkisrekin fyrirtæki. Stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á fyrirtækjunum, geta seilst ofan í vasa skattgreiðenda til þess að rétta úr kútnum ef illa fer. Nokkur dæmi eru um þetta. Til að mynda árið 1993 þegar ríkissjóður veitti Landsbanka Íslands víkjandi lán eftir óábyrgar lánveitingar bankans til Sambandsins. Landsbankinn uppfyllti ekki alþjóðlegar reglur um lágmarks eigið fé og fékk peninga til að koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Og bankinn fór vissulega ekki í þrot. En hann kostaði skattgreiðendur peninga sem ellegar hefðu verið nýttir í annað. Og það á líka við um Íbúðalánasjóð í dag. Ríkisrekna lánastofnun sem hefur fengið 53 milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2009. Upphæðin slagar hátt í byggingu nýs Landspítala, en þetta fjármagn hefði líka verið hægt að nýta til þess að styrkja rekstur heilbrigðiskerfisins almennt eða menntastofnana. Og þótt Landsbankinn skili ríkissjóði góðum arði núna þá er ekkert sjálfgefið að hann muni alltaf gera það. Bankastarfsemi er áhættusamur rekstur og það er hreint ekkert sjálfgefið að skattgreiðendur eigi að bera áhættuna. En hitt þarf svo að vera alveg klárt að ef einkaaðilar reka banka og njóta ábatans af rekstrinum þegar vel gengur, þá er ekkert sem réttlætir að eigendur þeirra geti seilst ofan í ríkissjóð ef illa fer að ára.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun