Hver á að bera áhættuna? Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að það verði ekki gengið mikið lengra í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Andvirði sölu á hlut í Landsbankanum megi aftur á móti nota til að greiða niður skuldir. Viðskiptaráð Íslands er algerlega ósammála því að ekki sé hægt að ganga lengra við hagræðingu í ríkisrekstri. Aftur á móti deilir Viðskiptaráð þeirri hugmynd með ráðherra að stefna beri að sölu eigna. Málið krefst umræðu enda liggur fyrir að ríkið greiðir um 80 milljarða króna í vexti árlega. Svimandi háar upphæðir sem væru betur nýttar með því að styrkja innviði samfélagsins. Hugmyndir Viðskiptaráðs voru kynntar á Viðskiptaþingi í síðustu viku og eru vægast sagt róttækar. Viðskiptaráð telur að hið opinbera eigi eignir fyrir 800 milljarða króna sem megi selja til að greiða niður skuldir. Þar undir er meðal annars allur hluturinn í Landsbankanum og allur hlutur ríkisins í Landsvirkjun líka og stórar eignir sveitarfélaga eins og Orkuveitan. Að auki eru minni eignir eins og Íslandspóstur og Vínbúðirnar. Viðbrögð við hugmyndunum létu ekki á sér standa. Sá mælski þingmaður, Ögmundur Jónasson, reið á vaðið og mótmælti kröftuglega í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, gekk skrefi lengra og kallaði hugmyndir Viðskiptaráðs vitfirrtar í grein sem hann skrifaði á Eyjuna. Báðir vísa þeir til hruns bankanna sem rök gegn einkavæðingu. Mér finnst eins og þeir horfi fram hjá nokkrum mikilvægum staðreyndum í málflutningi sínum og legg því nokkur orð í belg. Undir öllum kringumstæðum þurfa stjórnendur einkarekinna fyrirtækja að sýna ráðdeild í rekstri. Ef ekki þá fer fyrirtækið í þrot og hluthafar tapa sínu. Hið sama á ekki við um ríkisrekin fyrirtæki. Stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á fyrirtækjunum, geta seilst ofan í vasa skattgreiðenda til þess að rétta úr kútnum ef illa fer. Nokkur dæmi eru um þetta. Til að mynda árið 1993 þegar ríkissjóður veitti Landsbanka Íslands víkjandi lán eftir óábyrgar lánveitingar bankans til Sambandsins. Landsbankinn uppfyllti ekki alþjóðlegar reglur um lágmarks eigið fé og fékk peninga til að koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Og bankinn fór vissulega ekki í þrot. En hann kostaði skattgreiðendur peninga sem ellegar hefðu verið nýttir í annað. Og það á líka við um Íbúðalánasjóð í dag. Ríkisrekna lánastofnun sem hefur fengið 53 milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2009. Upphæðin slagar hátt í byggingu nýs Landspítala, en þetta fjármagn hefði líka verið hægt að nýta til þess að styrkja rekstur heilbrigðiskerfisins almennt eða menntastofnana. Og þótt Landsbankinn skili ríkissjóði góðum arði núna þá er ekkert sjálfgefið að hann muni alltaf gera það. Bankastarfsemi er áhættusamur rekstur og það er hreint ekkert sjálfgefið að skattgreiðendur eigi að bera áhættuna. En hitt þarf svo að vera alveg klárt að ef einkaaðilar reka banka og njóta ábatans af rekstrinum þegar vel gengur, þá er ekkert sem réttlætir að eigendur þeirra geti seilst ofan í ríkissjóð ef illa fer að ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að það verði ekki gengið mikið lengra í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Andvirði sölu á hlut í Landsbankanum megi aftur á móti nota til að greiða niður skuldir. Viðskiptaráð Íslands er algerlega ósammála því að ekki sé hægt að ganga lengra við hagræðingu í ríkisrekstri. Aftur á móti deilir Viðskiptaráð þeirri hugmynd með ráðherra að stefna beri að sölu eigna. Málið krefst umræðu enda liggur fyrir að ríkið greiðir um 80 milljarða króna í vexti árlega. Svimandi háar upphæðir sem væru betur nýttar með því að styrkja innviði samfélagsins. Hugmyndir Viðskiptaráðs voru kynntar á Viðskiptaþingi í síðustu viku og eru vægast sagt róttækar. Viðskiptaráð telur að hið opinbera eigi eignir fyrir 800 milljarða króna sem megi selja til að greiða niður skuldir. Þar undir er meðal annars allur hluturinn í Landsbankanum og allur hlutur ríkisins í Landsvirkjun líka og stórar eignir sveitarfélaga eins og Orkuveitan. Að auki eru minni eignir eins og Íslandspóstur og Vínbúðirnar. Viðbrögð við hugmyndunum létu ekki á sér standa. Sá mælski þingmaður, Ögmundur Jónasson, reið á vaðið og mótmælti kröftuglega í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, gekk skrefi lengra og kallaði hugmyndir Viðskiptaráðs vitfirrtar í grein sem hann skrifaði á Eyjuna. Báðir vísa þeir til hruns bankanna sem rök gegn einkavæðingu. Mér finnst eins og þeir horfi fram hjá nokkrum mikilvægum staðreyndum í málflutningi sínum og legg því nokkur orð í belg. Undir öllum kringumstæðum þurfa stjórnendur einkarekinna fyrirtækja að sýna ráðdeild í rekstri. Ef ekki þá fer fyrirtækið í þrot og hluthafar tapa sínu. Hið sama á ekki við um ríkisrekin fyrirtæki. Stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á fyrirtækjunum, geta seilst ofan í vasa skattgreiðenda til þess að rétta úr kútnum ef illa fer. Nokkur dæmi eru um þetta. Til að mynda árið 1993 þegar ríkissjóður veitti Landsbanka Íslands víkjandi lán eftir óábyrgar lánveitingar bankans til Sambandsins. Landsbankinn uppfyllti ekki alþjóðlegar reglur um lágmarks eigið fé og fékk peninga til að koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Og bankinn fór vissulega ekki í þrot. En hann kostaði skattgreiðendur peninga sem ellegar hefðu verið nýttir í annað. Og það á líka við um Íbúðalánasjóð í dag. Ríkisrekna lánastofnun sem hefur fengið 53 milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2009. Upphæðin slagar hátt í byggingu nýs Landspítala, en þetta fjármagn hefði líka verið hægt að nýta til þess að styrkja rekstur heilbrigðiskerfisins almennt eða menntastofnana. Og þótt Landsbankinn skili ríkissjóði góðum arði núna þá er ekkert sjálfgefið að hann muni alltaf gera það. Bankastarfsemi er áhættusamur rekstur og það er hreint ekkert sjálfgefið að skattgreiðendur eigi að bera áhættuna. En hitt þarf svo að vera alveg klárt að ef einkaaðilar reka banka og njóta ábatans af rekstrinum þegar vel gengur, þá er ekkert sem réttlætir að eigendur þeirra geti seilst ofan í ríkissjóð ef illa fer að ára.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun