Staðsetning Landspítala Birgir Guðjónsson skrifar 22. júní 2015 10:30 Staðsetning nýs Landspítala mun undirritaðan engu skipta varðandi vinnu og vonandi ekki þjónustu en ekki verður komist hjá því að heyra umræðuna og finnst undirrituðum sem skattborgara alveg dæmalaus rök þeirra sem verja áframhaldandi staðsetningu við Hringbraut. Haldið hefur verið fram að ráðgjafar hafi víða verið leitað og ráðlagt að best væri að vera um kyrrt á Hringbraut, endurnýta og endurnýja sem mesta af eldri byggingum. Það væri ódýrast og hagkvæmast. Þess hefur greinilega verið vel gætt að leita ekki til Svía í þetta skiptið varðandi ráðgjöf en þeir eru nú að endurbyggja Karolinska háskólasjúkrahúsið, það fremsta í Svíþjóð og eitt af þeim fremstu í Evrópu. Í boðsferð til Karolinska árið 2010 var mér bent á hvar upphaflega sjúkrahúsið hefði verið inni í borginni, en starfsemi var einnig í Solna. Eins og fram kemur á vefsíðum Karolinska hefur meginháskólasjúkrahúsið verið í Huddinge talsvert fyrir sunnan Stokkhólm frá 1972, en byggja ætti nýtt í Solna norðvestur af Stokkhólmi. Í boðsferð aftur sl. haust til Karolinska í Huddinge mátti sjá upplýsingar um hversu byggingu nýja sjúkrahússins í Solna miðar og að stefnt sé að því að það verði opnað í haust. Á vefsíðu þess „nyakarolinskasolna.se“ má sjá að meginrökin fyrir byggingu nýja sjúkrahússins séu að hagkvæmara hafi þótt að reisa nýjan spítala fremur en að endurbyggja og endurnýja núverandi byggingu í Huddinge, eða á ensku, „…more cost effective, compared to renovating and refurbishing the present facilities“.Hvenær fara íslensk stjórnvöld að segja rétt frá? Í núverandi umræðum hefur því einnig verið haldið fram að núverandi staðsetning sé hagkvæm vegna almenningssamgangna! Hafa þessir ráðmenn virkilega aldrei verið á ferðinni á Kringlumýrar- eða Miklubraut á morgnana eða síðdegis þegar menn eru á leið í vinnu eða heim? Fótgangandi maður er oft fljótari en bílar. Gæði sjúkrahúss ráðast ekki af staðsetningu, nýbyggingu og nýjasta tækjakosti, heldur miklu fremur af starfsmannavali og mikilvægasti mælikvarðinn er aðsókn unglækna þangað til sérnáms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Staðsetning nýs Landspítala mun undirritaðan engu skipta varðandi vinnu og vonandi ekki þjónustu en ekki verður komist hjá því að heyra umræðuna og finnst undirrituðum sem skattborgara alveg dæmalaus rök þeirra sem verja áframhaldandi staðsetningu við Hringbraut. Haldið hefur verið fram að ráðgjafar hafi víða verið leitað og ráðlagt að best væri að vera um kyrrt á Hringbraut, endurnýta og endurnýja sem mesta af eldri byggingum. Það væri ódýrast og hagkvæmast. Þess hefur greinilega verið vel gætt að leita ekki til Svía í þetta skiptið varðandi ráðgjöf en þeir eru nú að endurbyggja Karolinska háskólasjúkrahúsið, það fremsta í Svíþjóð og eitt af þeim fremstu í Evrópu. Í boðsferð til Karolinska árið 2010 var mér bent á hvar upphaflega sjúkrahúsið hefði verið inni í borginni, en starfsemi var einnig í Solna. Eins og fram kemur á vefsíðum Karolinska hefur meginháskólasjúkrahúsið verið í Huddinge talsvert fyrir sunnan Stokkhólm frá 1972, en byggja ætti nýtt í Solna norðvestur af Stokkhólmi. Í boðsferð aftur sl. haust til Karolinska í Huddinge mátti sjá upplýsingar um hversu byggingu nýja sjúkrahússins í Solna miðar og að stefnt sé að því að það verði opnað í haust. Á vefsíðu þess „nyakarolinskasolna.se“ má sjá að meginrökin fyrir byggingu nýja sjúkrahússins séu að hagkvæmara hafi þótt að reisa nýjan spítala fremur en að endurbyggja og endurnýja núverandi byggingu í Huddinge, eða á ensku, „…more cost effective, compared to renovating and refurbishing the present facilities“.Hvenær fara íslensk stjórnvöld að segja rétt frá? Í núverandi umræðum hefur því einnig verið haldið fram að núverandi staðsetning sé hagkvæm vegna almenningssamgangna! Hafa þessir ráðmenn virkilega aldrei verið á ferðinni á Kringlumýrar- eða Miklubraut á morgnana eða síðdegis þegar menn eru á leið í vinnu eða heim? Fótgangandi maður er oft fljótari en bílar. Gæði sjúkrahúss ráðast ekki af staðsetningu, nýbyggingu og nýjasta tækjakosti, heldur miklu fremur af starfsmannavali og mikilvægasti mælikvarðinn er aðsókn unglækna þangað til sérnáms.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar