Gleymum ekki gleðinni Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í tiltölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skólabókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lindgren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþreying, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skólastarfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endilega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratugagömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðarinnar eiga að koma og hvort mánaðarleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagnrýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nintendo þegar farið að éta upp dýrmætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolinmóðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurningum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lestur er algjör tímaþjófur. Við sem erum svo heppin eða óheppin að hafa alist upp í tiltölulega skjálausu umhverfi, með enga farsíma eða iPad-a, gátum fátt annað leitað en í bókina þegar foreldrarnir slökktu á sjónvarpinu og ráku okkur upp í rúm. Reyndar er alveg öruggt að margir krakkar í dag vaka fram eftir við lestur á skemmtilegum ævintýrabókum, sumir eyða jafnvel verðmætum tíma sem ætti að fara í að leika úti með félögum, eða klára dæmin í skólabókunum, í að lesa einhverja vitleysu á borð við Andra Snæ eða Astrid Lindgren. Lestur, eins praktískur og hann er, hefur nefnilega alltaf verið afþreying, og það er auðveldast að læra að lesa þegar það er gaman. Það vekur hjá okkur ugg ef auka á vægi prófa á kostnað sköpunar í skólastarfi. Það er auðvitað alltaf hægt að troða krökkum í ákveðið mót og þjálfa nógu marga í að taka próf sem síðan hækka þá ákveðin meðaltöl, en lestur er meira en bara lesskilningur. Besta leiðin til að tryggja að krakkar haldi áfram að lesa, og auki þar með læsi sitt, hlýtur að vera að gefa þeim rými til að skemmta sér og skapa. Ef lestrargleðin grípur krakka er ansi snúið að koma í veg fyrir að þau lesi sér til yndisauka. Síðan má líta til efnahagslegra raka, ef það þarf endilega að byggja þetta á slíku. Veltið fyrir ykkur hvernig krakkar það eru sem verða að frumkvöðlum framtíðarinnar. Í Kína var áratugagömlu banni á vísindaskáldskap aflétt í von um að ungir lesendur yrðu að eldri frumkvöðlum. Ef þið viljið menningarleg rök veltið þá fyrir ykkur hvaðan rithöfundar framtíðarinnar eiga að koma og hvort mánaðarleg próftaka verði til að auka áhuga krakka á bókmenntum eða ekki. Ef þið viljið mannleg rök, veltið þá fyrir ykkur hvort rétt sé að ræna einhvern ánægjuna af lestri. Aukin próftaka mun ekki skila betri nemendum út í lífið þótt niðurstöður í Pisa-prófum kunni að lagast örlítið. Aukið listrænt starf í skólum, auk öflugri skólabókasafna og aukins sjálfstæðis kennara mun til lengri tíma litið skila meiri árangri. Gagnrýn og skapandi hugsun vegur þyngra en 0,02 hærra meðaltal á stöðluðum samanburðarlista. Lestur á undir högg að sækja. Við búum ekki í skjálausum heimi, og meira að segja þegar við vorum ungir menn var Gameboy og Nintendo þegar farið að éta upp dýrmætan lestrartíma. Við vorum heppnir að hafa góðar bækur nálægt okkur sem biðu þolinmóðar. Þótt framboð á afþreyingu sé meira enn nokkurn tíma áður þá eru þessar bækur og fleiri þarna enn þá. Það er mikilvægt að skrifa nýjar og fjölbreyttar íslenskar bækur fyrir ungt fólk,og að hvetja ungt fólk til að skrifta. Ekki til að svara prófspurningum heldur til ánægju. Þeim sem finnst skemmtilegt að lesa og skrifa ná á endanum öllu hinu. Líka prófunum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar