Jöfn tækifæri fólks og fyrirtækja Páll Valur Björnsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Mér finnst að stjórnmál í lýðræðisríki eigi að snúast fyrst og síðast um jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fyrirtækja. Mér finnst að jöfn tækifæri séu sá mælikvarði sem eigi að leggja á allar gerðir stjórnvalda; lög og reglur sem þau setja, ákvarðanir sem þau taka, afskipti þeirra og afskiptaleysi. Áhugi minn á stjórnmálum byggist á þessari sannfæringu. Hvernig komum við til móts við þau börn sem þurfa stuðning vegna fötlunar eða skerðinga, félagslegra aðstæðna eða bágs efnahags aðstandenda þeirra? Hvernig tryggjum við að þau fái tækifæri til að fara vel nestuð út í lífið? Hvernig komum við í veg fyrir að fólk einangrist og dæmist úr leik vegna örorku og fátæktar og hafi úr svo litlu að spila að það hafi ekki tækifæri til að taka þátt í einu eða neinu en geti bara dregið fram lífið og varla það? Samfélag án aðgreiningar. Hvernig sköpum við rekstrarumhverfi sem einkennist af jöfnum tækifærum fyrirtækja þar sem leikreglurnar eru sanngjarnar, einfaldar og gagnsæjar, samkeppnin virk og árangurinn ræðst af hugviti, dugnaði og ráðdeild en ekki af greiðvikni valdhafa og útsjónarsemi við að stytta sér leiðir, fara á svig við reglur og troða sér fremst í raðirnar? Hvernig byggjum við upp stjórnsýslu sem þjónar fólki og lagar sig að þörfum þess en hefur ekki ranghugmyndir um að fólkið eigi að laga sig að stjórnkerfunum? Samfélag þar sem kerfin eru til fyrir fólkið og virka jafnt fyrir allt fólk í öllum þess fagra margbreytileika. Og hvernig tryggjum við að nýting takmarkaðra og verðmætra gæða sem við eigum saman ráðist af hagsmunum almennings en ekki af sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og annarri spillingu? Jöfn tækifæri og jöfnuður er alls ekki það sama því að auðvitað nota sumir tækifærin sín betur en aðrir. Leggja meira á sig og hafa meiri metnað. En þó að jöfn tækifæri séu ekki það sama og jöfnuður draga jöfn tækifæri úr ójöfnuði. Það er sýnt og sannað og það er gott. En ójöfnuður sem byggist á ójöfnum tækifærum er ósiðlegur og ömurlegur. Og hvernig stenst ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar prófið um jöfn tækifæri? Hvað finnst þér? Mér finnst hún hafa skítfallið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst að stjórnmál í lýðræðisríki eigi að snúast fyrst og síðast um jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fyrirtækja. Mér finnst að jöfn tækifæri séu sá mælikvarði sem eigi að leggja á allar gerðir stjórnvalda; lög og reglur sem þau setja, ákvarðanir sem þau taka, afskipti þeirra og afskiptaleysi. Áhugi minn á stjórnmálum byggist á þessari sannfæringu. Hvernig komum við til móts við þau börn sem þurfa stuðning vegna fötlunar eða skerðinga, félagslegra aðstæðna eða bágs efnahags aðstandenda þeirra? Hvernig tryggjum við að þau fái tækifæri til að fara vel nestuð út í lífið? Hvernig komum við í veg fyrir að fólk einangrist og dæmist úr leik vegna örorku og fátæktar og hafi úr svo litlu að spila að það hafi ekki tækifæri til að taka þátt í einu eða neinu en geti bara dregið fram lífið og varla það? Samfélag án aðgreiningar. Hvernig sköpum við rekstrarumhverfi sem einkennist af jöfnum tækifærum fyrirtækja þar sem leikreglurnar eru sanngjarnar, einfaldar og gagnsæjar, samkeppnin virk og árangurinn ræðst af hugviti, dugnaði og ráðdeild en ekki af greiðvikni valdhafa og útsjónarsemi við að stytta sér leiðir, fara á svig við reglur og troða sér fremst í raðirnar? Hvernig byggjum við upp stjórnsýslu sem þjónar fólki og lagar sig að þörfum þess en hefur ekki ranghugmyndir um að fólkið eigi að laga sig að stjórnkerfunum? Samfélag þar sem kerfin eru til fyrir fólkið og virka jafnt fyrir allt fólk í öllum þess fagra margbreytileika. Og hvernig tryggjum við að nýting takmarkaðra og verðmætra gæða sem við eigum saman ráðist af hagsmunum almennings en ekki af sérhagsmunagæslu, einkavinavæðingu og annarri spillingu? Jöfn tækifæri og jöfnuður er alls ekki það sama því að auðvitað nota sumir tækifærin sín betur en aðrir. Leggja meira á sig og hafa meiri metnað. En þó að jöfn tækifæri séu ekki það sama og jöfnuður draga jöfn tækifæri úr ójöfnuði. Það er sýnt og sannað og það er gott. En ójöfnuður sem byggist á ójöfnum tækifærum er ósiðlegur og ömurlegur. Og hvernig stenst ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar prófið um jöfn tækifæri? Hvað finnst þér? Mér finnst hún hafa skítfallið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar