Jólaguðspjall og flóttafólk Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Jólaguðspjallið sem landsmenn lesa venjulega er úr Lúkasarguðspjalli 2.1–14. Stundum vill það gleymast, en það er annar texti í Nýja testamentinu sem einnig inniheldur jólaguðspjall, Matteusarguðspjall 1–2. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu jólaguðspjalli? Frásögnin greinir frá því að Jesús hafi fæðst á dögum Heródesar konungs og að vitringar hafi komið að austan með þau skilaboð að nú væri fæddur nýr konungur Gyðinga. Heródes varð skelkaður við þessar fréttir, hræddur við að missa völd sín sem einræðisherra. Fullur af bræði sendi hann út hersveitir til að myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni, börn sem voru tveggja ára og yngri. Fjölskyldunni litlu, Jósef, Maríu og Jesú, tókst hins vegar að flýja úr landinu áður en hersveitir Heródesar náðu til þeirra. Þau gátu síðan dvalið í landinu sem þau flúðu til þar til Heródes var allur. Egyptaland tók á móti þessu flóttafólki, á meðan einræðisherra heimalandsins, harðstjóri og fjöldamorðingi, murkaði lífið úr ungum þegnum sínum. Hljómar þetta kunnuglega? Svo milljónum skiptir er fólk að flýja stríðsátökin í Sýrlandi, sem hófust með uppreisn gegn harðstjórn einræðisherrans Bashar al-Assad, sem brást við með skipulögðum fjöldamorðum á þegnum sínum. Mismunandi er hvernig tekið er á móti sýrlenskum flóttamönnum í öðrum löndum, enda um óheyrilegan fjölda af fólki að ræða. Þjóðverjar hafa lýst því yfir að þeir ætli að taka á móti 800.000 manns á þessu ári. Svíar hafa líka nú þegar tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi, svo mörgum að þeir þurftu að lokum að takmarka aðgengi fólksins að landinu. Að maður tali nú ekki um nágrannaríki Sýrlands; Tyrkland, Líbanon og Jórdaníu, þar sem sýrlenskir flóttamenn eru nú samanlagt yfir 4 milljónir.Rými fyrir miklu fleiri Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld hreykt sér af því að þau ætli á næstu misserum að taka á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi. Fimmtíu og fimm. Fleiri flóttamenn fylgja væntanlega í kjölfarið á næstu árum, en það er núna sem þörfin er mest, ekki eftir tvö til þrjú ár – eða öllu heldur: þörfin var mest fyrir nokkrum mánuðum. Það er satt að íslenska þjóðin sé lítil, en óhætt er að fullyrða að á Íslandi sé rými fyrir miklu fleiri flóttamenn en fimmtíu og fimm – og það núna. Það er líka óhætt að fullyrða að rými sé fyrir marga af þeim einstaklingum og margar af þeim fjölskyldum sem sótt hafa um hæli á undanförnum vikum og mánuðum. Á sama tíma og íslensk stjórnvöld eru að hreykja sér af því afreki að taka á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi og á sama tíma og margar þjóðir heimsins eru að taka á móti öllum þessum fjölda af flóttafólki eru íslensk stjórnvöld önnum kafin við að vísa fólki úr landi, einkum fólki frá Albaníu – en einnig Sýrlandi – sem hefur sótt um hæli hér á landi vegna bágra aðstæðna heima fyrir. Oft liggja þessar aðstæður fyrir. Og oft eru þær einfaldlega hunsaðar á grunni lagabókstafs sem segir að senda skuli fólk til baka þaðan sem það kom ríki ekki styrjöld í viðkomandi landi. Þetta fólk er sent heim án tillits til þess hvaða aðstæður bíða þess í gamla heimalandinu. Þetta eru litlar fjölskyldur, lítil börn, sum veik, sum nýbyrjuð í skóla hér á landi, fólk sem þegar er byrjað að aðlagast aðstæðum á landinu. Á sama tíma er uppgangur í íslensku samfélagi og rými nægilegt fyrir fólk úr öðrum heimshlutum, fólk sem gerir ekkert annað en að glæða samfélag okkar lífi og fallegum litum.Sameiginlegt átak Hvað getum við gert? Við getum mundað pennann, tekið þátt í friðsamlegum mótmælum eða þrýst á stjórnvöld með öðrum hætti. Með sameiginlegu átaki er hægt að hafa áhrif á ráðamenn þjóðarinnar, því mikill fjöldi af fólki sem er einhuga í vilja sínum er sterkt afl. Atburðir síðustu daga í málefnum tveggja fjölskyldna frá Albaníu eru góð dæmi um það hverju er hægt að áorka með sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld. Því það var eingöngu fyrir tilstilli almennings í landinu sem stjórnvöld kúventu í þessum málum og sýndu um leið að flest er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta sýnir okkur líka að almenningur getur ekki sofið á verði sínum þegar kemur að því að veita stjórnvöldum aðhald og minna þau á gildi samúðar og mannréttinda. Þetta væri einn lærdómur sem við getum dregið af jólaguðspjalli Matteusar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jólaguðspjallið sem landsmenn lesa venjulega er úr Lúkasarguðspjalli 2.1–14. Stundum vill það gleymast, en það er annar texti í Nýja testamentinu sem einnig inniheldur jólaguðspjall, Matteusarguðspjall 1–2. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu jólaguðspjalli? Frásögnin greinir frá því að Jesús hafi fæðst á dögum Heródesar konungs og að vitringar hafi komið að austan með þau skilaboð að nú væri fæddur nýr konungur Gyðinga. Heródes varð skelkaður við þessar fréttir, hræddur við að missa völd sín sem einræðisherra. Fullur af bræði sendi hann út hersveitir til að myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni, börn sem voru tveggja ára og yngri. Fjölskyldunni litlu, Jósef, Maríu og Jesú, tókst hins vegar að flýja úr landinu áður en hersveitir Heródesar náðu til þeirra. Þau gátu síðan dvalið í landinu sem þau flúðu til þar til Heródes var allur. Egyptaland tók á móti þessu flóttafólki, á meðan einræðisherra heimalandsins, harðstjóri og fjöldamorðingi, murkaði lífið úr ungum þegnum sínum. Hljómar þetta kunnuglega? Svo milljónum skiptir er fólk að flýja stríðsátökin í Sýrlandi, sem hófust með uppreisn gegn harðstjórn einræðisherrans Bashar al-Assad, sem brást við með skipulögðum fjöldamorðum á þegnum sínum. Mismunandi er hvernig tekið er á móti sýrlenskum flóttamönnum í öðrum löndum, enda um óheyrilegan fjölda af fólki að ræða. Þjóðverjar hafa lýst því yfir að þeir ætli að taka á móti 800.000 manns á þessu ári. Svíar hafa líka nú þegar tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi, svo mörgum að þeir þurftu að lokum að takmarka aðgengi fólksins að landinu. Að maður tali nú ekki um nágrannaríki Sýrlands; Tyrkland, Líbanon og Jórdaníu, þar sem sýrlenskir flóttamenn eru nú samanlagt yfir 4 milljónir.Rými fyrir miklu fleiri Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld hreykt sér af því að þau ætli á næstu misserum að taka á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi. Fimmtíu og fimm. Fleiri flóttamenn fylgja væntanlega í kjölfarið á næstu árum, en það er núna sem þörfin er mest, ekki eftir tvö til þrjú ár – eða öllu heldur: þörfin var mest fyrir nokkrum mánuðum. Það er satt að íslenska þjóðin sé lítil, en óhætt er að fullyrða að á Íslandi sé rými fyrir miklu fleiri flóttamenn en fimmtíu og fimm – og það núna. Það er líka óhætt að fullyrða að rými sé fyrir marga af þeim einstaklingum og margar af þeim fjölskyldum sem sótt hafa um hæli á undanförnum vikum og mánuðum. Á sama tíma og íslensk stjórnvöld eru að hreykja sér af því afreki að taka á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi og á sama tíma og margar þjóðir heimsins eru að taka á móti öllum þessum fjölda af flóttafólki eru íslensk stjórnvöld önnum kafin við að vísa fólki úr landi, einkum fólki frá Albaníu – en einnig Sýrlandi – sem hefur sótt um hæli hér á landi vegna bágra aðstæðna heima fyrir. Oft liggja þessar aðstæður fyrir. Og oft eru þær einfaldlega hunsaðar á grunni lagabókstafs sem segir að senda skuli fólk til baka þaðan sem það kom ríki ekki styrjöld í viðkomandi landi. Þetta fólk er sent heim án tillits til þess hvaða aðstæður bíða þess í gamla heimalandinu. Þetta eru litlar fjölskyldur, lítil börn, sum veik, sum nýbyrjuð í skóla hér á landi, fólk sem þegar er byrjað að aðlagast aðstæðum á landinu. Á sama tíma er uppgangur í íslensku samfélagi og rými nægilegt fyrir fólk úr öðrum heimshlutum, fólk sem gerir ekkert annað en að glæða samfélag okkar lífi og fallegum litum.Sameiginlegt átak Hvað getum við gert? Við getum mundað pennann, tekið þátt í friðsamlegum mótmælum eða þrýst á stjórnvöld með öðrum hætti. Með sameiginlegu átaki er hægt að hafa áhrif á ráðamenn þjóðarinnar, því mikill fjöldi af fólki sem er einhuga í vilja sínum er sterkt afl. Atburðir síðustu daga í málefnum tveggja fjölskyldna frá Albaníu eru góð dæmi um það hverju er hægt að áorka með sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld. Því það var eingöngu fyrir tilstilli almennings í landinu sem stjórnvöld kúventu í þessum málum og sýndu um leið að flest er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta sýnir okkur líka að almenningur getur ekki sofið á verði sínum þegar kemur að því að veita stjórnvöldum aðhald og minna þau á gildi samúðar og mannréttinda. Þetta væri einn lærdómur sem við getum dregið af jólaguðspjalli Matteusar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar