Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2015 19:34 Ágúst ásamt Einari Jónssyni, aðstoðarmanni sínum. vísir/valli Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. „Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við spiluðum úr okkar málum,“ sagði Ágúst þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Fyrirfram var kannski vitað að Frakkland á útivelli yrði erfiðasti leikurinn enda Frakkar með heimsklassa lið og eitt af bestu liðum í heimi. Við vissum að þetta yrði erfitt en hvernig við töpuðum leiknum og gáfum eftir í seinni hálfleik eru vonbrigði.“ Íslenska liðið spilaði flotta vörn í fyrri hálfleik og hélt Frökkum í aðeins 11 mörkum skoruðum. Sóknarleikurinn var hins vegar slakur eins og átta mörk skoruð í fyrri hálfleik gefa til kynna. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik og var mjög góður og við vorum kannski óheppnar að vera þremur mörkum undir í hálfleik. Við klikkum á sex upplögðum marktækifærum, sem var dýrt þar sem það voru ekki svo margar sóknir í fyrri hálfleiknum. „En því miður vantaði kraft í okkur í seinni hálfleiknum og það voru of margir leikmenn sem voru að spila undir getu hjá okkur í dag,“ sagði Ágúst. Meðal lykilmanna Íslands sem náðu sér ekki á strik í dag var Florentina Stanciu en að sögn Ágústs hefur markvörðurinn glímt við veikindi undanfarna daga. Íslenska liðið flýgur heim á morgun og mætir svo Þýskalandi í Vodafone-höllinni á sunnudaginn, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ágúst segir að íslenska liðið þurfi að spila betri sóknarleik og fá framlag frá fleiri leikmönnum gegn Þýskalandi. „Við þurfum að vera betri sóknarlega og fá framlag frá fleirum í sókninni. Við þurfum að vera ákveðnari og láta boltann ganga betur en það vantaði flæði í okkar leik í dag. Ef við náum að laga þetta á ég von á því að við fáum hörkuleik gegn Þýskalandi á sunnudaginn,“ sagði Ágúst sem segir þýska liðið öflugt. „Þjóðverjar unnu Sviss með einhverjum 10 mörkum í gær. Þær þýsku eru mjög hávaxnar og spila sterka 6-0 vörn. Þær eru álíka sterkar og Frakkarnir en spila öðruvísi handbolta og eru ekki jafn sterkar maður á móti manni,“ sagði Ágúst að endingu en leikurinn gegn Þýskalandi á sunnudaginn hefst klukkan 16:00. Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. „Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við spiluðum úr okkar málum,“ sagði Ágúst þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Fyrirfram var kannski vitað að Frakkland á útivelli yrði erfiðasti leikurinn enda Frakkar með heimsklassa lið og eitt af bestu liðum í heimi. Við vissum að þetta yrði erfitt en hvernig við töpuðum leiknum og gáfum eftir í seinni hálfleik eru vonbrigði.“ Íslenska liðið spilaði flotta vörn í fyrri hálfleik og hélt Frökkum í aðeins 11 mörkum skoruðum. Sóknarleikurinn var hins vegar slakur eins og átta mörk skoruð í fyrri hálfleik gefa til kynna. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik og var mjög góður og við vorum kannski óheppnar að vera þremur mörkum undir í hálfleik. Við klikkum á sex upplögðum marktækifærum, sem var dýrt þar sem það voru ekki svo margar sóknir í fyrri hálfleiknum. „En því miður vantaði kraft í okkur í seinni hálfleiknum og það voru of margir leikmenn sem voru að spila undir getu hjá okkur í dag,“ sagði Ágúst. Meðal lykilmanna Íslands sem náðu sér ekki á strik í dag var Florentina Stanciu en að sögn Ágústs hefur markvörðurinn glímt við veikindi undanfarna daga. Íslenska liðið flýgur heim á morgun og mætir svo Þýskalandi í Vodafone-höllinni á sunnudaginn, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ágúst segir að íslenska liðið þurfi að spila betri sóknarleik og fá framlag frá fleiri leikmönnum gegn Þýskalandi. „Við þurfum að vera betri sóknarlega og fá framlag frá fleirum í sókninni. Við þurfum að vera ákveðnari og láta boltann ganga betur en það vantaði flæði í okkar leik í dag. Ef við náum að laga þetta á ég von á því að við fáum hörkuleik gegn Þýskalandi á sunnudaginn,“ sagði Ágúst sem segir þýska liðið öflugt. „Þjóðverjar unnu Sviss með einhverjum 10 mörkum í gær. Þær þýsku eru mjög hávaxnar og spila sterka 6-0 vörn. Þær eru álíka sterkar og Frakkarnir en spila öðruvísi handbolta og eru ekki jafn sterkar maður á móti manni,“ sagði Ágúst að endingu en leikurinn gegn Þýskalandi á sunnudaginn hefst klukkan 16:00.
Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira