Félagsmálaráðherra fullyrðir að uppbyggingin sé sú mesta í 50 ár Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2015 20:27 Af blaðamannafundinum í dag þar sem aðgerðir voru kynntar. Vísir/GVA Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir byggingu tvö þúsund og þrjú hundruð ódýrra félagslegra íbúða á næstu fjórum árum í samstarfi við aðila vinnumarkaðrins og sveitarfélaga í landinu. Milliskattsstig í staðgreiðslu verður lagt niður í áföngum og ungu fólki gert léttara að kaupa fystu íbúð. Formenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í ellefu liðum í dag. Skattprósentan í milliskattsþrepi staðgreiðslu verður lækkað um 0,18 prósentustig um næstu áramót og þrepið að full afnumið um áramótin 2016 og 2017. Þá lækkar einnig skattprósentan í neðra þrepinu og í efra þrepinu og verður 9,3 prósenta munur á skattþrepunum þegar upp verður staðið. Þessar aðgerðir kosta ríkissjóð um níu til ellefu milljarða en að meðtöldum skatttalækkunum þessa árs verður ríkissjóður af 16 milljörðum. Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót og gripið verður til ýmissra vinnumarkaðsaðgerða og í tengslum við kjör öryrkja. Af einstökum aðgerðum munar mest um áform um byggingu 2.300 íbúða í samvinu við Reykjavíkurborg og nokkur sveitarfélög ásamt aðilum vinnumarkaðrins. En ekki hafa náðst samningar um slíkar aðgerðir frá því samið var um uppbygginguna í Breiðholti. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í í 50 ár. Þá var farið í mikið átak. Við erum að gera enn betur núna,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. En byggðar verða um 600 íbúðir á ári í fjögur ár frá og með næsta ári í samstarfi við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðrins. Þá verður ungu fólki auðveldað að kaupa sína fyrstu íbúð með skattfrelsi sparnaðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir kjarasamningana og aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna vel saman. Samningarnir styrki stöðu fólks með lægstu launin og það geri aðgerðir ríkisstjórnarinnar líka en komi jafnframt millitekjufólki til góða. „Við skulum segja að það sé verið að tefla á tæpasta vað varðandi verðbólguþrýsting með þessu. En ef okkur unast að auka verðmætasköpun í landinu sem allar forsendur eru að skapast fyrir á þetta ekki að þurfa að raska efnahagslegum stöðugleika verulega og þessar launahækaknir eiga að getað skilað sér að langmestu leyti í auknum kaupmætti,“ segir Sigmundur Davíð. „Ég tek undir með forsætisráðherra þegar hann segir að ljóst sé að verið sé að gera samninga sem munu setja aukinn verðbólguþrýsting á kerfið. En þó verð ég að segja að þetta er í raun og veru mild lending miðað við það sem manni sýndist stefna í lengi framan af,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Með rafmagnsvopn í unglingapartíi Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir byggingu tvö þúsund og þrjú hundruð ódýrra félagslegra íbúða á næstu fjórum árum í samstarfi við aðila vinnumarkaðrins og sveitarfélaga í landinu. Milliskattsstig í staðgreiðslu verður lagt niður í áföngum og ungu fólki gert léttara að kaupa fystu íbúð. Formenn stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í ellefu liðum í dag. Skattprósentan í milliskattsþrepi staðgreiðslu verður lækkað um 0,18 prósentustig um næstu áramót og þrepið að full afnumið um áramótin 2016 og 2017. Þá lækkar einnig skattprósentan í neðra þrepinu og í efra þrepinu og verður 9,3 prósenta munur á skattþrepunum þegar upp verður staðið. Þessar aðgerðir kosta ríkissjóð um níu til ellefu milljarða en að meðtöldum skatttalækkunum þessa árs verður ríkissjóður af 16 milljörðum. Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót og gripið verður til ýmissra vinnumarkaðsaðgerða og í tengslum við kjör öryrkja. Af einstökum aðgerðum munar mest um áform um byggingu 2.300 íbúða í samvinu við Reykjavíkurborg og nokkur sveitarfélög ásamt aðilum vinnumarkaðrins. En ekki hafa náðst samningar um slíkar aðgerðir frá því samið var um uppbygginguna í Breiðholti. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í í 50 ár. Þá var farið í mikið átak. Við erum að gera enn betur núna,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. En byggðar verða um 600 íbúðir á ári í fjögur ár frá og með næsta ári í samstarfi við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðrins. Þá verður ungu fólki auðveldað að kaupa sína fyrstu íbúð með skattfrelsi sparnaðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir kjarasamningana og aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna vel saman. Samningarnir styrki stöðu fólks með lægstu launin og það geri aðgerðir ríkisstjórnarinnar líka en komi jafnframt millitekjufólki til góða. „Við skulum segja að það sé verið að tefla á tæpasta vað varðandi verðbólguþrýsting með þessu. En ef okkur unast að auka verðmætasköpun í landinu sem allar forsendur eru að skapast fyrir á þetta ekki að þurfa að raska efnahagslegum stöðugleika verulega og þessar launahækaknir eiga að getað skilað sér að langmestu leyti í auknum kaupmætti,“ segir Sigmundur Davíð. „Ég tek undir með forsætisráðherra þegar hann segir að ljóst sé að verið sé að gera samninga sem munu setja aukinn verðbólguþrýsting á kerfið. En þó verð ég að segja að þetta er í raun og veru mild lending miðað við það sem manni sýndist stefna í lengi framan af,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Með rafmagnsvopn í unglingapartíi Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira