Æfir uppistandið í bílnum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. október 2015 09:00 Anna Þóra er ekki stressuð fyrir sýningu kvöldsins enda var hún búin að gleyma henni. Hún steig fyrst á svið í gullbuxum og kemur fram í silfurbuxum í Silfurbergi í kvöld. Vísir/Stefán Anna Þóra Björnsdóttir, fimmtíu og þriggja ára móðir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í miðbænum er einn þeirra uppistandara sem koma fram á opnunarsýningu Reykjavík Comedy Festival í kvöld. Anna Þóra leiddist hálf óvart út í uppistand í desember síðastliðnum þegar hún ákvað að skella sér á námskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni. Nú söðlar hún um og það er nóg að gera en hún segir samt ekki já við hvaða verkefni sem er. „Ég er bara búin að hafa fullt að gera þannig. Ég segi ekkert já við öllu, bara því sem mig langar að gera,“ segir hún og hlær en hún hefur meðal annars verið að troða upp í gæsa- og steggjapartýum og árshátíðum.Gert margt miklu erfiðara Anna Þóra segir að hún hafi hlotið talsverða athygli í kjölfar uppistandana og fólki finnist stundum skrýtið að kona á hennar aldri standi upp á sviði og segi brandara. „Þetta hefur bara spurst út og fólki virðist finnast það alveg ofboðslega fyndið að kona komin yfir fimmtugt geti sagt brandara,“ segir hún ögn hneyksluð en bætir við að hún hafi rosalega gaman af uppistandinu. Hún neitar þó ekki að hún verði vör við örlítið stress áður en hún stígur á svið. Það örlar þó ekki á því fyrir kvöldið, að minnsta kosti ekki ennþá en að hennar sögn er það aðallega vegna þess að hún var búin að gleyma sýningunni. „Ég er ekkert búin að hugsa um þetta. Ég var hreinlega búin að gleyma þessu þar til frænka mín minnti mig á þetta og sagði mér að ég þyrfti að fara að æfa mig,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég hef nú gert margt miklu erfiðara en þetta.“ Anna Þóra notar bílinn oft sem vettvang til æfinga en einnig prufar hún efnið á nákomnum. „Ég æfi mig mikið í bílnum og er líka alltaf að tala við sjálfan mig í hausnum og reyni svo bara að þrusa þessu út. Svo æfi ég mig á manninum, strákunum mínum og vinkonunum. Strákarnir mínir eru mjög kritískir en vinkonum mínum finnst allt sem ég segi fyndið.“Í silfurbuxum í Silfurbergi Líkt og áður sagði fór Anna Þóra á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni á síðasta ári, það var þó hálf óvart og hún hafði aldrei látið sig dreyma um feril sem uppistandir fyrir námskeiðið. „Ég hef oft verið að taka völdin í selskap og svoleiðis. Mér finnst voð gaman að sjokkera og ganga fram af fólki. Mér finnst gaman að dansa á þessari línu og sjá viðbrögðin,“ segir Anna Þóra og bætir við að hún sæki yfirleitt innblástur í atburði úr eigin lífi. „Maður þarf að geta gert grín að sjálfum sér.“ Í kvöld stígur Anna Þóra á svið í silfurbuxum sem voru sérstaklega keyptar fyrir tilefnið. „Ég var í gullbuxum þegar ég fór á svið í fyrsta skipti og nú verð ég í silfrinu og á bleikum skóm. Þetta eru voða pælingar og daman verður tekin á þetta,“ segir hún hlæjandi og segir hugmyndir um að konur eigi að vera dömur stundum trufla sig og oft hafi verið haft orð á því á hennar yngri árum að hún væri ekki nógu dömuleg. „Ég vona að það sé að grotna upp úr þessum staðalímyndum. Ég held að ég sé bara fædd tuttugu árum of snemma.“ Opnunarsýning Reykjavík Comedy Festival fer fram í Silfurbergi klukkan 20.00 í kvöld og munu þau Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga, Laddi, Ólafía Hrönn, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín og Júlíana Sara stíga á svið ásamt Önnu Þóru. Anna Þóra er að vonum spennt fyrir kvöldinu og segist fá mikið kikk út úr því að standa upp á sviði. Hún bætir við að hún hafi nú ekki enn lent í því að vera púuð niður en stressar sig ekki mikið á því að það gæti komið fyrir. „Það hafa víst allir lent í því, kannski gerist það á morgun,“ segir hún og skellir upp úr. Tengdar fréttir Segir brandara á líknardeild Anna Þóra Björnsdóttir sér björtu hliðarnar. 11. júlí 2015 10:00 52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Björnsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. 8. desember 2014 12:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Anna Þóra Björnsdóttir, fimmtíu og þriggja ára móðir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í miðbænum er einn þeirra uppistandara sem koma fram á opnunarsýningu Reykjavík Comedy Festival í kvöld. Anna Þóra leiddist hálf óvart út í uppistand í desember síðastliðnum þegar hún ákvað að skella sér á námskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni. Nú söðlar hún um og það er nóg að gera en hún segir samt ekki já við hvaða verkefni sem er. „Ég er bara búin að hafa fullt að gera þannig. Ég segi ekkert já við öllu, bara því sem mig langar að gera,“ segir hún og hlær en hún hefur meðal annars verið að troða upp í gæsa- og steggjapartýum og árshátíðum.Gert margt miklu erfiðara Anna Þóra segir að hún hafi hlotið talsverða athygli í kjölfar uppistandana og fólki finnist stundum skrýtið að kona á hennar aldri standi upp á sviði og segi brandara. „Þetta hefur bara spurst út og fólki virðist finnast það alveg ofboðslega fyndið að kona komin yfir fimmtugt geti sagt brandara,“ segir hún ögn hneyksluð en bætir við að hún hafi rosalega gaman af uppistandinu. Hún neitar þó ekki að hún verði vör við örlítið stress áður en hún stígur á svið. Það örlar þó ekki á því fyrir kvöldið, að minnsta kosti ekki ennþá en að hennar sögn er það aðallega vegna þess að hún var búin að gleyma sýningunni. „Ég er ekkert búin að hugsa um þetta. Ég var hreinlega búin að gleyma þessu þar til frænka mín minnti mig á þetta og sagði mér að ég þyrfti að fara að æfa mig,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég hef nú gert margt miklu erfiðara en þetta.“ Anna Þóra notar bílinn oft sem vettvang til æfinga en einnig prufar hún efnið á nákomnum. „Ég æfi mig mikið í bílnum og er líka alltaf að tala við sjálfan mig í hausnum og reyni svo bara að þrusa þessu út. Svo æfi ég mig á manninum, strákunum mínum og vinkonunum. Strákarnir mínir eru mjög kritískir en vinkonum mínum finnst allt sem ég segi fyndið.“Í silfurbuxum í Silfurbergi Líkt og áður sagði fór Anna Þóra á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni á síðasta ári, það var þó hálf óvart og hún hafði aldrei látið sig dreyma um feril sem uppistandir fyrir námskeiðið. „Ég hef oft verið að taka völdin í selskap og svoleiðis. Mér finnst voð gaman að sjokkera og ganga fram af fólki. Mér finnst gaman að dansa á þessari línu og sjá viðbrögðin,“ segir Anna Þóra og bætir við að hún sæki yfirleitt innblástur í atburði úr eigin lífi. „Maður þarf að geta gert grín að sjálfum sér.“ Í kvöld stígur Anna Þóra á svið í silfurbuxum sem voru sérstaklega keyptar fyrir tilefnið. „Ég var í gullbuxum þegar ég fór á svið í fyrsta skipti og nú verð ég í silfrinu og á bleikum skóm. Þetta eru voða pælingar og daman verður tekin á þetta,“ segir hún hlæjandi og segir hugmyndir um að konur eigi að vera dömur stundum trufla sig og oft hafi verið haft orð á því á hennar yngri árum að hún væri ekki nógu dömuleg. „Ég vona að það sé að grotna upp úr þessum staðalímyndum. Ég held að ég sé bara fædd tuttugu árum of snemma.“ Opnunarsýning Reykjavík Comedy Festival fer fram í Silfurbergi klukkan 20.00 í kvöld og munu þau Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga, Laddi, Ólafía Hrönn, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín og Júlíana Sara stíga á svið ásamt Önnu Þóru. Anna Þóra er að vonum spennt fyrir kvöldinu og segist fá mikið kikk út úr því að standa upp á sviði. Hún bætir við að hún hafi nú ekki enn lent í því að vera púuð niður en stressar sig ekki mikið á því að það gæti komið fyrir. „Það hafa víst allir lent í því, kannski gerist það á morgun,“ segir hún og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Segir brandara á líknardeild Anna Þóra Björnsdóttir sér björtu hliðarnar. 11. júlí 2015 10:00 52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Björnsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. 8. desember 2014 12:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu Anna Þóra Björnsdóttir, þriggja barna móðir, sagði staðalímyndum stríði á hendur og tók þátt í námskeiði. 8. desember 2014 12:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög