Friðarganga fyrir alla eða kirkjuheimsókn fyrir suma? Bjarni Jónsson skrifar 21. desember 2015 00:00 Prestarnir Arna Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir skrifa grein í Fréttablaðið þann 17. desember og eru kirkjuheimsóknir skólabarna umræðuefnið. Þær hvetja öll trúar- og lífsskoðunarfélög til að bjóða skólabörnum í heimsókn til sín á hátíðum viðkomandi safnaða. Ég tek heilshugar undir hvatningu þeirra. Ég tel mikilvægt fyrir öll börn að kynnast trúarbragðasögu sem kennd er í skólum. Ég tel hins vegar ekki að slíkar heimsóknir eigi að fara fram á skólatíma og eru ástæður margar. Opinberir skólar eru griðastaður barna okkar þar sem foreldrar eiga að vera öruggir um að fram fari kennsla en ekki innræting. Hlutverk og verkefni trúfélaga er að boða trú í hvaða formi sem það er gert. Þar skilur að skóla og trúfélög. Það sem prestar virðast eiga erfitt með að skilja er að með því að skipuleggja heimsóknir skóla í kirkjur er verið að ganga á rétt foreldra til að ala barn sitt í þeirri trúar- eða lífsskoðun sem það kýs. Annað sem virðist stundum gleymast er að í skólunum eru börn foreldra sem eru trúlaus en einnig börn innflytjenda sem eru af allt annarri trú eða jafnvel engri. Með því að skikka heilu skólana í heimsókn í kirkjur er verið að aðgreina nemendur eftir lífsskoðun. En það eru töluvert margir foreldrar sem eiga mjög erfitt með að stíga fram og andmæla. Þau eru hrædd um að börn þeirra verði fyrir aðkasti samnemenda eða starfsfólks skólans. Okkur hjá Siðmennt berst töluvert af slíkum kvörtunum á hverju ári. Ég tek því heilshugar undir áskorun prestanna um kirkjuferðir. Þau trúfélög sem vilja ná til barna bjóði foreldrum þeirra að sækja kirkjur utan skólatíma. Þá er tryggt að heimsóknin valdi ekki endalausri neikvæðri umræðu, óþarfa rifrildi og sundrungu á meðal foreldra og starfsfólks, því það eru ekki allir starfsmenn sáttir. Förum að fallegu fordæmi skólastjórnenda í Langholtsskóla sem skipulögðu friðargöngu fyrir alla en hættu við kirkjuheimsókn fyrir suma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Prestarnir Arna Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir skrifa grein í Fréttablaðið þann 17. desember og eru kirkjuheimsóknir skólabarna umræðuefnið. Þær hvetja öll trúar- og lífsskoðunarfélög til að bjóða skólabörnum í heimsókn til sín á hátíðum viðkomandi safnaða. Ég tek heilshugar undir hvatningu þeirra. Ég tel mikilvægt fyrir öll börn að kynnast trúarbragðasögu sem kennd er í skólum. Ég tel hins vegar ekki að slíkar heimsóknir eigi að fara fram á skólatíma og eru ástæður margar. Opinberir skólar eru griðastaður barna okkar þar sem foreldrar eiga að vera öruggir um að fram fari kennsla en ekki innræting. Hlutverk og verkefni trúfélaga er að boða trú í hvaða formi sem það er gert. Þar skilur að skóla og trúfélög. Það sem prestar virðast eiga erfitt með að skilja er að með því að skipuleggja heimsóknir skóla í kirkjur er verið að ganga á rétt foreldra til að ala barn sitt í þeirri trúar- eða lífsskoðun sem það kýs. Annað sem virðist stundum gleymast er að í skólunum eru börn foreldra sem eru trúlaus en einnig börn innflytjenda sem eru af allt annarri trú eða jafnvel engri. Með því að skikka heilu skólana í heimsókn í kirkjur er verið að aðgreina nemendur eftir lífsskoðun. En það eru töluvert margir foreldrar sem eiga mjög erfitt með að stíga fram og andmæla. Þau eru hrædd um að börn þeirra verði fyrir aðkasti samnemenda eða starfsfólks skólans. Okkur hjá Siðmennt berst töluvert af slíkum kvörtunum á hverju ári. Ég tek því heilshugar undir áskorun prestanna um kirkjuferðir. Þau trúfélög sem vilja ná til barna bjóði foreldrum þeirra að sækja kirkjur utan skólatíma. Þá er tryggt að heimsóknin valdi ekki endalausri neikvæðri umræðu, óþarfa rifrildi og sundrungu á meðal foreldra og starfsfólks, því það eru ekki allir starfsmenn sáttir. Förum að fallegu fordæmi skólastjórnenda í Langholtsskóla sem skipulögðu friðargöngu fyrir alla en hættu við kirkjuheimsókn fyrir suma.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar