Viðskipti innlent

Stöðugleikaframlögin hafa 28 milljarða áhrif á greiðsluflæði ríkissjóðs

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórnvöld tilkynntu um aðgerðir sem leysa ættu 1.200 milljarða vanda í júní.
Stjórnvöld tilkynntu um aðgerðir sem leysa ættu 1.200 milljarða vanda í júní. vísir/GVA
Aðeins hluti 331 milljarðs króna stöðugleikaframlags föllnu bankanna þriggja koma inn í ríkissjóð á næsta ári sem fjármunir sem hægt er að nota. Með öðrum orðum hefur stöðugleikaframlagið mun minni áhrif á greiðsluflæði ríkissjóðs en upphæðin gæti gefið til kynna við fyrstu sín.

Uppistaða stöðugleikaframlagsins eru eignir sem ekki er auðvelt að koma í verð á stuttum tíma. Um þetta fjallar Hagfræðideild Landsbankans í dag. Þar er Íslandsbanki nefndur sem dæmi um eign sem tekur tíma að koma í verð en ekki er gert ráð fyrir að hann verði seldur á næsta ári.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um helgina er afgangur upp á 6,8 milljarða króna, sé ekki tekið tillit til stöðugleikaframlagsins, en 345 milljarðar með framlaginu. Aðeins er reiknað með 37,7 milljörðum króna áhrifum stöðugleikaframlagsins á greiðsluflæðið.


Tengdar fréttir

Aðhald í ríkisfjármálum nauðsynlegt

Staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og hún lítur út fyrir að vera þar sem stórar gjaldfærslur eiga eftir að falla á ríkið á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×