Aðhald í ríkisfjármálum nauðsynlegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2015 09:49 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/anton brink Staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og hún lítur út fyrir að vera þar sem stórar gjaldfærslur eiga eftir að falla á ríkið á næstu árum. Þeirra á meðal eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar Íbúðalánasjóðs, en þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í Hagsjánni kemur fram að staða ríkissjóðs sé mjög mismunandi eftir því hvort stöðugleikaframlög föllnu bankanna eru tekin með í reikninginn eða ekki. Þannig er nú gert ráð fyrir 6,8 milljarði afgangi í fjárlögum næsta árs en séu stöðugleikaframlögin með verður tekjuafgangur ríkissjóðs 2016 345 milljarðar króna. Þó er á það bent í Hagsjánni að uppistaða stöðugleikaframlaganna eru eignir sem ekki er auðvelt að koma í verð á stuttum tíma. Þannig sé ekki gert ráð fyrir því að Íslandsbanki verði seldur á næsta ári en þó megi gera ráð fyrir auknum arðtekjum ríkissjóðs á næsta ári þar sem bankinn verði að fullu í eigu ríkisins. Þá er einnig minnt á það í Hagsjá bankans að næstu fjárlög verða lögð fram í aðdraganda Alþingiskosninga sem verða vorið 2017: „[...] sagan segir að við slíkar aðstæður losni jafnan um aðhald í opinberum fjármálum. Miðað við aðstæður í hagkerfinu í dag er mjög mikilvægt að ríkisfjármálunum sé biett þannig að þau séu í takti við peningamálastjórn Seðlabankans í baráttu við verðbólgu og þenslu,“ segir í Hagsjánni sem sjá má í heild sinni hér. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og hún lítur út fyrir að vera þar sem stórar gjaldfærslur eiga eftir að falla á ríkið á næstu árum. Þeirra á meðal eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar Íbúðalánasjóðs, en þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í Hagsjánni kemur fram að staða ríkissjóðs sé mjög mismunandi eftir því hvort stöðugleikaframlög föllnu bankanna eru tekin með í reikninginn eða ekki. Þannig er nú gert ráð fyrir 6,8 milljarði afgangi í fjárlögum næsta árs en séu stöðugleikaframlögin með verður tekjuafgangur ríkissjóðs 2016 345 milljarðar króna. Þó er á það bent í Hagsjánni að uppistaða stöðugleikaframlaganna eru eignir sem ekki er auðvelt að koma í verð á stuttum tíma. Þannig sé ekki gert ráð fyrir því að Íslandsbanki verði seldur á næsta ári en þó megi gera ráð fyrir auknum arðtekjum ríkissjóðs á næsta ári þar sem bankinn verði að fullu í eigu ríkisins. Þá er einnig minnt á það í Hagsjá bankans að næstu fjárlög verða lögð fram í aðdraganda Alþingiskosninga sem verða vorið 2017: „[...] sagan segir að við slíkar aðstæður losni jafnan um aðhald í opinberum fjármálum. Miðað við aðstæður í hagkerfinu í dag er mjög mikilvægt að ríkisfjármálunum sé biett þannig að þau séu í takti við peningamálastjórn Seðlabankans í baráttu við verðbólgu og þenslu,“ segir í Hagsjánni sem sjá má í heild sinni hér.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira