Nissan dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 09:05 Nissan GT-R LM Nismo. Autoblog Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent
Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent