Íslendingar opna 100 ísbúðir í Kína Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Úr einni af ísbúðunum Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík. Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira