Íslendingar opna 100 ísbúðir í Kína Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Úr einni af ísbúðunum Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lúðvík Georgsson, Íslendingur sem rekur jógúrtísbúðirnar Yogiboost í Svíþjóð, hefur gert samning við kínverskt fyrirtæki um að hundrað Yogiboost-ísbúðir verði opnaðar í Kína á næstu fimm árum. Árlegar sölutekjur í búðunum í Kína gætu numið allt að 700 milljónum sænskra króna, jafnvirði rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Lúðvík Georgsson opnaði fyrstu Yogiboost-búðina í Svíþjóð í maí 2013, og hefur opnað fimm í viðbót síðan þá. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki, Lúðvík er stofnandi og stjórnarformaður, sonur hans David Engler Ludviksson er framkvæmdastjóri, og annar sonur hans er rekstrarstjóri búðanna. Lúðvík vann áður hjá IKEA í sextán ár og var einn af stofnendum Iceland Express. „Fyrir rúmlega þremur árum settumst við fjölskyldan niður og ræddum hvort væri ekki gaman að gera eitthvað saman. Við erum Íslendingar og erum óð í ís og fannst vanta eitthvað hérna í Svíþjóð sem við höfðum bæði rekist á á Íslandi og í Ameríku. Við gerðum svo viðskiptaáætlun og hönnuðum alla hugmyndina í kringum þetta,“ segir Lúðvík. Verslanirnar eru með sjálfsafgreiðslu og geta viðskiptavinir valið um tíu mismunandi bragðtegundir af jógúrtís og milli 70 mismunandi tegunda af kurli. „Möguleikarnir eru óendanlegir til að búa til það sem einstaklingurinn girnist. Við höfum svo tekið þetta aðeins lengra með því að bjóða upp á mjólkurhristing, smoothie, kaffi og kökur, svo að markhópurinn geti orðið breiðari,“ segir Lúðvík. Búðirnar í Kína eru með sérleyfi til að selja ísinn og verða búðirnar þar nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Yogiboost er einnig í viðræðum við aðila í öðrum Evrópulöndum og í Mið-Austurlöndum um að opna verslanir þar. „Samningurinn í Kína er búinn að eiga sér langan aðdraganda. Við höfum lært mikið af honum í sambandi við samningagerðir og reglugerðir, sem gerir það að verkum að við verðum miklu fljótari að ganga frá samningum við næstu lönd,“ segir Lúðvík.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira