Rafrettureykingar unglinga: Úlfur í sauðargæru? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að til að ala upp heilbrigðan einstakling. Meðal þeirra þátta sem hafa verndandi áhrif eru samvera fjölskyldunnar, stuðningur, umhyggja og hlýja. Þó að almenn vímuefnaneysla sé í lágmarki á meðal unglinga er alltaf hópur sem virðist neyta vímuefna. Sumir halda því fram að framleiðendur leitist sífellt við að koma á markað nýjum vörum til að lokka til sín viðskipti. Forvarnaraðilar streitast á móti með sínu starfi og með upplýsingagjöf til að koma í veg fyrir áætlað ætlunarverk framleiðenda. Rafrettur (e-cigarette) eða Vape er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. Rafretta er „stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi.“(http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/01/nr/5382) Vökvinn sem er reyktur er oft með bragðefni (t.d. ávaxtabragði) og er til með og án nikótíns. Skaðsemi rafrettna samanborið við sígarettur verður ekki tíunduð hér, heldur þær áhyggjur sem forvarnaraðilar hafa af rafrettunum. Nýleg rannsókn íslenskra félagsvísindamanna bendir til þess að unglingar sem hafa neytt rafrettna virðast líklegri til að neyta annarra vímuefna umfram þá sem ekki hafa prufað. Jafnvel er talað um að rafrettur séu nýtt milliþrep yfir í notkun á öðrum vímugjöfum. Unglingar sem hafa hingað til verið „forvarðir“ gagnvart vímuefnum virðast nú vera í ákveðinni áhættu. Mætti því segja að svokallað ætlunarverk markaðsaflanna (framleiðenda) um nýja viðskiptavini hafi tekist í gegnum framleiðslu rafrettna. Ef skoðaðar eru nýjustu niðurstöður könnunar, frá Rannsóknum og greiningu, sem framkvæmd var í febrúar 2015 þar sem fengust svör frá 84% unglinga af öllu landinu í 8., 9. og 10. bekk kemur í ljós að frekar stór hópur hefur prufað rafrettur. Sé litið til landsins í heild segjast 7% unglinga (245) í 8. bekk hafa prufað rafrettur að minnsta kosti einu sinni, 12% í 9. bekk (431) og 17% í 10. bekk (591). Miðað við smitáhrif jafningjahópa og hversu nýtt efnið er má áætla að aukning verði á milli ára, sérstaklega ef foreldrar og nærsamfélag vakna ekki til lífsins. Rafrettur án tóbaks virðast ekki jafn skaðlausar og sú hegðun að þykjast reykja banana, þó að vökvinn sé bara ávaxtasykur. Hegðunin sem slík, að herma eftir reykingum með því að „veipa“ (neyta rafrettna), virðist auka líkur á annars konar neyslu vímuefna. Í ofanálag ættu einstaklingar yngri en 18 ára ekki að geta keypt rafrettur. Miðað við ofangreindar upplýsingar hvet ég foreldra til þess að horfa ekki í gegnum fingur sér með notkun rafrettna og líta á „veipið“ sömu augum og aðra vímugjafa. Leyfir þú unglingnum þínum að reykja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafrettur Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að til að ala upp heilbrigðan einstakling. Meðal þeirra þátta sem hafa verndandi áhrif eru samvera fjölskyldunnar, stuðningur, umhyggja og hlýja. Þó að almenn vímuefnaneysla sé í lágmarki á meðal unglinga er alltaf hópur sem virðist neyta vímuefna. Sumir halda því fram að framleiðendur leitist sífellt við að koma á markað nýjum vörum til að lokka til sín viðskipti. Forvarnaraðilar streitast á móti með sínu starfi og með upplýsingagjöf til að koma í veg fyrir áætlað ætlunarverk framleiðenda. Rafrettur (e-cigarette) eða Vape er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. Rafretta er „stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi.“(http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/01/nr/5382) Vökvinn sem er reyktur er oft með bragðefni (t.d. ávaxtabragði) og er til með og án nikótíns. Skaðsemi rafrettna samanborið við sígarettur verður ekki tíunduð hér, heldur þær áhyggjur sem forvarnaraðilar hafa af rafrettunum. Nýleg rannsókn íslenskra félagsvísindamanna bendir til þess að unglingar sem hafa neytt rafrettna virðast líklegri til að neyta annarra vímuefna umfram þá sem ekki hafa prufað. Jafnvel er talað um að rafrettur séu nýtt milliþrep yfir í notkun á öðrum vímugjöfum. Unglingar sem hafa hingað til verið „forvarðir“ gagnvart vímuefnum virðast nú vera í ákveðinni áhættu. Mætti því segja að svokallað ætlunarverk markaðsaflanna (framleiðenda) um nýja viðskiptavini hafi tekist í gegnum framleiðslu rafrettna. Ef skoðaðar eru nýjustu niðurstöður könnunar, frá Rannsóknum og greiningu, sem framkvæmd var í febrúar 2015 þar sem fengust svör frá 84% unglinga af öllu landinu í 8., 9. og 10. bekk kemur í ljós að frekar stór hópur hefur prufað rafrettur. Sé litið til landsins í heild segjast 7% unglinga (245) í 8. bekk hafa prufað rafrettur að minnsta kosti einu sinni, 12% í 9. bekk (431) og 17% í 10. bekk (591). Miðað við smitáhrif jafningjahópa og hversu nýtt efnið er má áætla að aukning verði á milli ára, sérstaklega ef foreldrar og nærsamfélag vakna ekki til lífsins. Rafrettur án tóbaks virðast ekki jafn skaðlausar og sú hegðun að þykjast reykja banana, þó að vökvinn sé bara ávaxtasykur. Hegðunin sem slík, að herma eftir reykingum með því að „veipa“ (neyta rafrettna), virðist auka líkur á annars konar neyslu vímuefna. Í ofanálag ættu einstaklingar yngri en 18 ára ekki að geta keypt rafrettur. Miðað við ofangreindar upplýsingar hvet ég foreldra til þess að horfa ekki í gegnum fingur sér með notkun rafrettna og líta á „veipið“ sömu augum og aðra vímugjafa. Leyfir þú unglingnum þínum að reykja?
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun