Alvarleg staða tónlistarskóla í Reykjavík – hvar liggur ábyrgðin? Kristinn Örn Kristinsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Árið 2011 var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms, sem fól í sér að ríkið setti aukafjármagn til framhaldsnáms í tónlist, meðal annars til að jafna aðstöðumun vegna búsetu. Þess þurfti með vegna þess að nemendur úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og utan af landi gátu ekki lengur stundað framhaldsnám í höfuðborginni ef þeir áttu ekki þar lögheimili. Fjárframlag ríkisins fór í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem síðan deildi fjárframlögum til sveitarfélaganna og þau áfram til skólanna. Fljótt kom í ljós að fjármagnið dugði ekki til að standa undir launakostnaði við alla framhaldsnemendur á landinu. Einnig varð ljóst að framkvæmd samkomulagsins þróaðist á þann veg að tónlistarskólunum í Reykjavík sem kenndu á efri stigum stóð stórhætta af.Samkomulag til eflingar tónlistarnámi snerist í andhverfu sína Reykjavíkurborg túlkaði samkomulagið á þann veg að ríkið hefði tekið yfir ábyrgð á fjármögnun framhaldsstigs í hljóðfæraleik og miðstigs í söng og tók fjármagn þess málaflokks út af sínum fjárlögum. Þar með var „efling tónlistarnáms“ úr sögunni. Útfærslunni hefur verið líkt við hengingaról tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna á efri stigum. Það versta við framkvæmdina í Reykjavík er að skólarnir hafa ekki fengið að vita hve hátt hlutfall af kostnaði hvers nemanda þeir fá greitt fyrr en í desember ár hvert, þegar sex mánuðir eru liðnir frá inntöku nemenda, þrír mánuðir búnir af skólaárinu og þrír mánuðir í viðbót bundnir samkvæmt kjarasamningum. Það gefur augaleið að við slíka rekstraróvissu geta skólarnir ekki búið. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa ítrekað leitað eftir að gerðir yrðu þjónustusamningar um framhaldsstigið til að eyða þessari óvissu en á það hefur ekki verið hlustað. Einhver kynni að spyrja, af hverju fækka skólarnir þá ekki nemendum? Vegna þess að það er engin trygging fyrir betri afkomu; ef nemendum fjölgar utan Reykjavíkur minnkar framlag á hvern nemanda í Reykjavík, auk þess sem skólagjöld tapast. Með þjónustusamningi um fulla fjármögnun lágmarksfjölda nemenda hefðu skólarnir getað gert raunhæfar rekstraráætlanir, við aðstæður undanfarinna fjögurra ára hefur það verið ógerlegt. Á hverjum lendir svo aukinn kostnaður vegna kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerir ásamt öðrum sveitarfélögum við stéttarfélög kennara? Á skólunum sjálfum, Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að ríkið beri ábyrgð á fjármögnun þessa námstigs. Reykjavíkurborg er því aðili að hækkun á kjarasamningum sem hún neitar að bera kostnað af! Í fjögur ár hefur STÍR barist fyrir að leiðrétta þetta ástand, og svör Reykjavíkurborgar hafa ávallt verið á þann veg að nú væri þetta á ábyrgð ríkisins og vísað til lögfræðiálits. Á endanum kom í ljós við nánari athugun að umrætt lögfræðiálit var ekki til.Kúvending – seglum hagað eftir vindi? En bíðum við. Svo fer Tónlistarskólinn í Reykjavík í mál við borgina vegna vangoldinna launastyrkja, til að fá úr því skorið hver beri ábyrgð á skólunum. [Mál nr. E-1033/2015] Þá ber svo við að málflutningur borgarlögmanns byggist á því að enda þótt sveitarfélögin beri ábyrgð á tónlistarskólunum, sé ekki í lögum lögð skylda á sveitarfélög að bjóða upp á tónlistarnám og þau geti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu sé háttað! Reykjavíkurborg var sýknuð af fjárkröfum. Hins vegar segir í dómnum að sú ákvörðun fjárframlags sem borgin viðhafði með því að binda það við fjárhæð þeirrar greiðslu sem íslenska ríkið hafði fallist á að styrkja sveitarfélagið um vegna umræddrar kennslu geti vart talist í samræmi við fyrirmæli laga. Enda óupplýst í málinu hvaða tengsl sú fjárhæð hafi haft við rekstraráætlun skólans eða rekstrarforsendur eins og reiknað er með í lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Samkvæmt þessu var það meðvituð ákvörðun borgarinnar að styðja ekki framhaldsstigið, sem hún vissi þó að væri á þeirra ábyrgð. Á meðan var fulltrúum tónlistarskólanna sagt að þeim væri nær að aðstoða borgina við að sækja þessa peninga til ríkisins, fremur en að herja á borgina, þar sem ábyrgðin lægi hjá ríkinu. Undirritaður sat í rýnihópi um rekstrar- og fjárhagsúttekt á tónlistarskólunum í Reykjavík í júní 2014. Þar segir um veikleika tónlistarskólanna: „Fjárhagslegur rekstrargrundvöllur ýmist að bresta eða brostinn.“ Þetta var fyrir átján mánuðum og ástandið hefur ekki skánað síðan, það hefur sett dapurlegan svip á starf þeirra skóla sem kenna mest á efri stigum. Þegar hefur einn skóli sagt upp öllum kennurum sínum. Hver ber ábyrgð? Samkvæmt málflutningi borgarlögmanns nú nýverið hefur samkomulagið frá 2011 ekki breytt ábyrgð borgarinnar gagnvart tónlistarskólunum, samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Til grundvallar liggi meðvituð ákvörðun borgarinnar um að leggja ekki fé úr eigin sjóðum til tónlistarkennslu á framhaldsstigi. Hvar og með hvaða hætti sú ákvörðun var tekin liggur ekki ljóst fyrir. Er þetta formleg stefna þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Árið 2011 var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms, sem fól í sér að ríkið setti aukafjármagn til framhaldsnáms í tónlist, meðal annars til að jafna aðstöðumun vegna búsetu. Þess þurfti með vegna þess að nemendur úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og utan af landi gátu ekki lengur stundað framhaldsnám í höfuðborginni ef þeir áttu ekki þar lögheimili. Fjárframlag ríkisins fór í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem síðan deildi fjárframlögum til sveitarfélaganna og þau áfram til skólanna. Fljótt kom í ljós að fjármagnið dugði ekki til að standa undir launakostnaði við alla framhaldsnemendur á landinu. Einnig varð ljóst að framkvæmd samkomulagsins þróaðist á þann veg að tónlistarskólunum í Reykjavík sem kenndu á efri stigum stóð stórhætta af.Samkomulag til eflingar tónlistarnámi snerist í andhverfu sína Reykjavíkurborg túlkaði samkomulagið á þann veg að ríkið hefði tekið yfir ábyrgð á fjármögnun framhaldsstigs í hljóðfæraleik og miðstigs í söng og tók fjármagn þess málaflokks út af sínum fjárlögum. Þar með var „efling tónlistarnáms“ úr sögunni. Útfærslunni hefur verið líkt við hengingaról tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna á efri stigum. Það versta við framkvæmdina í Reykjavík er að skólarnir hafa ekki fengið að vita hve hátt hlutfall af kostnaði hvers nemanda þeir fá greitt fyrr en í desember ár hvert, þegar sex mánuðir eru liðnir frá inntöku nemenda, þrír mánuðir búnir af skólaárinu og þrír mánuðir í viðbót bundnir samkvæmt kjarasamningum. Það gefur augaleið að við slíka rekstraróvissu geta skólarnir ekki búið. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa ítrekað leitað eftir að gerðir yrðu þjónustusamningar um framhaldsstigið til að eyða þessari óvissu en á það hefur ekki verið hlustað. Einhver kynni að spyrja, af hverju fækka skólarnir þá ekki nemendum? Vegna þess að það er engin trygging fyrir betri afkomu; ef nemendum fjölgar utan Reykjavíkur minnkar framlag á hvern nemanda í Reykjavík, auk þess sem skólagjöld tapast. Með þjónustusamningi um fulla fjármögnun lágmarksfjölda nemenda hefðu skólarnir getað gert raunhæfar rekstraráætlanir, við aðstæður undanfarinna fjögurra ára hefur það verið ógerlegt. Á hverjum lendir svo aukinn kostnaður vegna kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerir ásamt öðrum sveitarfélögum við stéttarfélög kennara? Á skólunum sjálfum, Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að ríkið beri ábyrgð á fjármögnun þessa námstigs. Reykjavíkurborg er því aðili að hækkun á kjarasamningum sem hún neitar að bera kostnað af! Í fjögur ár hefur STÍR barist fyrir að leiðrétta þetta ástand, og svör Reykjavíkurborgar hafa ávallt verið á þann veg að nú væri þetta á ábyrgð ríkisins og vísað til lögfræðiálits. Á endanum kom í ljós við nánari athugun að umrætt lögfræðiálit var ekki til.Kúvending – seglum hagað eftir vindi? En bíðum við. Svo fer Tónlistarskólinn í Reykjavík í mál við borgina vegna vangoldinna launastyrkja, til að fá úr því skorið hver beri ábyrgð á skólunum. [Mál nr. E-1033/2015] Þá ber svo við að málflutningur borgarlögmanns byggist á því að enda þótt sveitarfélögin beri ábyrgð á tónlistarskólunum, sé ekki í lögum lögð skylda á sveitarfélög að bjóða upp á tónlistarnám og þau geti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu sé háttað! Reykjavíkurborg var sýknuð af fjárkröfum. Hins vegar segir í dómnum að sú ákvörðun fjárframlags sem borgin viðhafði með því að binda það við fjárhæð þeirrar greiðslu sem íslenska ríkið hafði fallist á að styrkja sveitarfélagið um vegna umræddrar kennslu geti vart talist í samræmi við fyrirmæli laga. Enda óupplýst í málinu hvaða tengsl sú fjárhæð hafi haft við rekstraráætlun skólans eða rekstrarforsendur eins og reiknað er með í lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Samkvæmt þessu var það meðvituð ákvörðun borgarinnar að styðja ekki framhaldsstigið, sem hún vissi þó að væri á þeirra ábyrgð. Á meðan var fulltrúum tónlistarskólanna sagt að þeim væri nær að aðstoða borgina við að sækja þessa peninga til ríkisins, fremur en að herja á borgina, þar sem ábyrgðin lægi hjá ríkinu. Undirritaður sat í rýnihópi um rekstrar- og fjárhagsúttekt á tónlistarskólunum í Reykjavík í júní 2014. Þar segir um veikleika tónlistarskólanna: „Fjárhagslegur rekstrargrundvöllur ýmist að bresta eða brostinn.“ Þetta var fyrir átján mánuðum og ástandið hefur ekki skánað síðan, það hefur sett dapurlegan svip á starf þeirra skóla sem kenna mest á efri stigum. Þegar hefur einn skóli sagt upp öllum kennurum sínum. Hver ber ábyrgð? Samkvæmt málflutningi borgarlögmanns nú nýverið hefur samkomulagið frá 2011 ekki breytt ábyrgð borgarinnar gagnvart tónlistarskólunum, samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Til grundvallar liggi meðvituð ákvörðun borgarinnar um að leggja ekki fé úr eigin sjóðum til tónlistarkennslu á framhaldsstigi. Hvar og með hvaða hætti sú ákvörðun var tekin liggur ekki ljóst fyrir. Er þetta formleg stefna þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn?
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun