Graskerssúpa Rikka skrifar 11. desember 2015 15:00 visir/RósaGuðbjarts Graskerssúpa Grasker eru ekki beint algeng á borðum landsmanna. Helst að stóru graskerin hafi verið flutt inn og fengist í verslunum hérlendis í október og nóvember í kringum hrekkjavöku- og þakkargjarðarhátíðirnar útlensku sem Íslendingar hafa í vaxandi mæli farið að halda upp á. En sú tegund graskerja sem algengust er í matargerð er svokallað „butternut squash” sem er mun minna en þau stóru og öðruvísi í laginu. Þau hafa á undanförnum árum einnig fengist í sumum verslunum hérlendis og fólk að byrja að fikra sig áfram við notkun þeirra. Eftir eldun minnir það nokkuð á sætar kartöflur en graskerið er gott bakað í ofni sem meðlæti, í pottrétti, salöt og ýmislegt annað. Og síðast en ekki síst í súpur. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, sneiddur 1 epli, skrælt og skorið í bita 1 tsk. rósmarín þurrkað eða 1 msk. ferskt 1 tsk. kanilduft 700 g grasker(butternut squash), skrælt og skorið í bita 750 ml grænmetissoð salt og pipar Meðlæti og skraut ristuð graskersfræ léttþeyttur rjómi eða sýrður rjómi, ef vill 1. Mýkið lauk og epli í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið síðan rósmarín og kanildufti vel saman við. 3. Bætið síðan graskeri út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Saltið og piprið. 4. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt og fulleldað. 5. Takið af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til verður slétt og mjúk. Ef þið viljið þynna súpuna bætið þá aðeins við grænmetissoði eða vatni. Smakkið til og bætið í kryddið að smekk. 6. Berið fram með ristuðum graskersfræjum og rjóma ef vill. Tilbreyting Gott er að bæta einni lítilli dós af kókosmjólk saman við súpuna og um 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi. Engiferið er þá sett í grunninn strax í upphafi með lauknum og kókosmjólkinni bætt út í við lok suðutímans. Minnkið þá grænmetissoðið í súpunni um 100 ml. Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Graskerssúpa Grasker eru ekki beint algeng á borðum landsmanna. Helst að stóru graskerin hafi verið flutt inn og fengist í verslunum hérlendis í október og nóvember í kringum hrekkjavöku- og þakkargjarðarhátíðirnar útlensku sem Íslendingar hafa í vaxandi mæli farið að halda upp á. En sú tegund graskerja sem algengust er í matargerð er svokallað „butternut squash” sem er mun minna en þau stóru og öðruvísi í laginu. Þau hafa á undanförnum árum einnig fengist í sumum verslunum hérlendis og fólk að byrja að fikra sig áfram við notkun þeirra. Eftir eldun minnir það nokkuð á sætar kartöflur en graskerið er gott bakað í ofni sem meðlæti, í pottrétti, salöt og ýmislegt annað. Og síðast en ekki síst í súpur. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, sneiddur 1 epli, skrælt og skorið í bita 1 tsk. rósmarín þurrkað eða 1 msk. ferskt 1 tsk. kanilduft 700 g grasker(butternut squash), skrælt og skorið í bita 750 ml grænmetissoð salt og pipar Meðlæti og skraut ristuð graskersfræ léttþeyttur rjómi eða sýrður rjómi, ef vill 1. Mýkið lauk og epli í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið síðan rósmarín og kanildufti vel saman við. 3. Bætið síðan graskeri út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Saltið og piprið. 4. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt og fulleldað. 5. Takið af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til verður slétt og mjúk. Ef þið viljið þynna súpuna bætið þá aðeins við grænmetissoði eða vatni. Smakkið til og bætið í kryddið að smekk. 6. Berið fram með ristuðum graskersfræjum og rjóma ef vill. Tilbreyting Gott er að bæta einni lítilli dós af kókosmjólk saman við súpuna og um 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi. Engiferið er þá sett í grunninn strax í upphafi með lauknum og kókosmjólkinni bætt út í við lok suðutímans. Minnkið þá grænmetissoðið í súpunni um 100 ml.
Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira