Nýsjálendingar hafa valið fána til að keppa gegn núverandi fána Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2015 10:45 Vinningstillagan er hér neðst í hægra horninu. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands Nýsjálendingar hafa gengið til atkvæða og kosið um hvaða fáni muni etja kappi gegn núverandi fána Nýja-Sjálands í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars 2016. Kosið var á milli fimm fána og munaði minna en einu prósenti á milli efstu tveggja fánanna. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kunngjörðar fyrr í dag og fékk tillaga Kyle Lockwood flest atkvæði, alls 552.827. Líkt og sjá má hér til hliðar er um að ræða silfurburkna á bláum og svörtum grunni ásamt Suðurkrossinum sem allir ættu að kannast við af núverandi fána Nýja-Sjálands.Vinningstillagan er stórglæsileg og er eftir Kyle Lockwood.Ríkisstjórn Nýja-SjálandsÖnnur tillaga Lockwood lenti í öðru sæti og aðeins munaði um 21 þúsund atkvæðum á henni og sigurtillögunni. Eins og sjá má hér fyrir neðan svipar henni mjög til vinningstilögunnar en silfurburkninn er á rauðum og bláum grunni. Alls kusu um 1,5 milljón íbúar Nýja-Sjálands í atkvæðagreiðslunni en í landinu búa nú um 4,6 milljónir. Eftir á að telja utankjörfundaratkvæði sem gæti breytt niðurstöðunni vegna þess hversu mjótt er á munum. Í öllu falli mun þó Kyle Lockwood eiga vinningstillöguna.Sjá einnig: Nefnd um nýjan þjóðfána Nýja-Sjálands skilar af sérTillagan sem lenti í öðru sæti, einnig eftir Kyle Lockwood.Ríkisstjórn Nýja-SjálandsVinningstillagan mun svo etja kappi gegn núverandi fána Nýja-Sjálands í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í mars á næsta ári. Fánanum þykir svipa mjög til ástralska fánans en þar eru stjörnurnar sex og hvítar að lit. Mörgum þykir einnig ekki við hæfi að hafa breska fánann á sínum eigin enda sé hann minnisvarði um nýlendutímann og kúgun sem því fylgdi. Í sumar velti forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key, upp þeim möguleika hvort að skipta ætti um fána. Í kjölfarið bárust 10.300 tillögur sem sérstök nefnd valdi úr fjórar tillögur. Einum fána var svo bætt sérstaklega við en nú liggja niðurstöðurnar fyrir og er afar spennandi að sjá hvort að Ný-Sjálendingar velji nýjan fána næsta vor. Tengdar fréttir Nefnd um nýjan þjóðfána Nýja-Sjálands skilar af sér Ein tillagan var mjög lík íslenska fánanum og margar áhugaverðar tillögur bárust. 10. ágúst 2015 15:02 Fjórir fánar koma nú til greina sem nýr þjóðfáni Nýja-Sjálands Þrír fánanna sem eftir standa eru með burkna á mismunandi grunni en einn fáninn er svartur og hvítur spírall. 1. september 2015 07:04 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Nýsjálendingar hafa gengið til atkvæða og kosið um hvaða fáni muni etja kappi gegn núverandi fána Nýja-Sjálands í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars 2016. Kosið var á milli fimm fána og munaði minna en einu prósenti á milli efstu tveggja fánanna. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kunngjörðar fyrr í dag og fékk tillaga Kyle Lockwood flest atkvæði, alls 552.827. Líkt og sjá má hér til hliðar er um að ræða silfurburkna á bláum og svörtum grunni ásamt Suðurkrossinum sem allir ættu að kannast við af núverandi fána Nýja-Sjálands.Vinningstillagan er stórglæsileg og er eftir Kyle Lockwood.Ríkisstjórn Nýja-SjálandsÖnnur tillaga Lockwood lenti í öðru sæti og aðeins munaði um 21 þúsund atkvæðum á henni og sigurtillögunni. Eins og sjá má hér fyrir neðan svipar henni mjög til vinningstilögunnar en silfurburkninn er á rauðum og bláum grunni. Alls kusu um 1,5 milljón íbúar Nýja-Sjálands í atkvæðagreiðslunni en í landinu búa nú um 4,6 milljónir. Eftir á að telja utankjörfundaratkvæði sem gæti breytt niðurstöðunni vegna þess hversu mjótt er á munum. Í öllu falli mun þó Kyle Lockwood eiga vinningstillöguna.Sjá einnig: Nefnd um nýjan þjóðfána Nýja-Sjálands skilar af sérTillagan sem lenti í öðru sæti, einnig eftir Kyle Lockwood.Ríkisstjórn Nýja-SjálandsVinningstillagan mun svo etja kappi gegn núverandi fána Nýja-Sjálands í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í mars á næsta ári. Fánanum þykir svipa mjög til ástralska fánans en þar eru stjörnurnar sex og hvítar að lit. Mörgum þykir einnig ekki við hæfi að hafa breska fánann á sínum eigin enda sé hann minnisvarði um nýlendutímann og kúgun sem því fylgdi. Í sumar velti forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key, upp þeim möguleika hvort að skipta ætti um fána. Í kjölfarið bárust 10.300 tillögur sem sérstök nefnd valdi úr fjórar tillögur. Einum fána var svo bætt sérstaklega við en nú liggja niðurstöðurnar fyrir og er afar spennandi að sjá hvort að Ný-Sjálendingar velji nýjan fána næsta vor.
Tengdar fréttir Nefnd um nýjan þjóðfána Nýja-Sjálands skilar af sér Ein tillagan var mjög lík íslenska fánanum og margar áhugaverðar tillögur bárust. 10. ágúst 2015 15:02 Fjórir fánar koma nú til greina sem nýr þjóðfáni Nýja-Sjálands Þrír fánanna sem eftir standa eru með burkna á mismunandi grunni en einn fáninn er svartur og hvítur spírall. 1. september 2015 07:04 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Nefnd um nýjan þjóðfána Nýja-Sjálands skilar af sér Ein tillagan var mjög lík íslenska fánanum og margar áhugaverðar tillögur bárust. 10. ágúst 2015 15:02
Fjórir fánar koma nú til greina sem nýr þjóðfáni Nýja-Sjálands Þrír fánanna sem eftir standa eru með burkna á mismunandi grunni en einn fáninn er svartur og hvítur spírall. 1. september 2015 07:04