Gleðileg jól allra barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun