Leikjavísir

Darth Vader trónir á toppinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn Youtube hafa unnið lista yfir tíu vinsælustu tölvuleikjastiklurnar sem birtar hafa verið á myndbandaveitunni á þessu ári. Fjöldi stórra leikja hafa verið gefnir út á árinu og því hefur verið úr nógu að moða.

Í efsta sæti á listanum er leikurinn Star Wars: Battlefront, en búið er að horfa á þá stiklu rúmlega 22 milljón sinnum. Í öðru sæti er Five Nights at Freddys 3, sem búið er að horfa á rúmlega 21,5 milljón sinnum. Þá er stiklan fyrir Call of Duty: Black Ops 3 í þriðja sæti.

Listann allan og stiklurnar má sjá hér að neðan.

1. Star Wars Battlefront 2. Five Nights at Freddy's 3 3. Call of Duty: Black Ops III 4. Pokémon GO 5. Destiny: The Taken King 6. Fallout 4 7. Final Fantasy VII 8. FIFA 16 9. Madden NFL 16 10. Halo 5 Guardians

Tengdar fréttir

OMAM og Kaleo verða í FIFA 16

Nú hefur verið gefin út einskonar „playlisti“ fyrir útgáfu FIFA 16 tölvuleikjarins sem kemur út í þessum mánuði og þar smá hlusta á þá tónlistarmenn sem eiga eftir að vera spilaðir í leiknum.

Skemmtileg en þunn Star Wars upplifun

Star Wars Battlefront er fínasta viðbót við hin gríðarlega stóra Star Wars og mun skemmta spilurum vel, í stutta stund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×