Bjóðum flóttafólk velkomið til Akureyrar Lilja Björk Ómarsdóttir skrifar 15. desember 2015 13:03 Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna voru ríflega 51,2 milljónir manna á flótta árið 2013. Þá hafði þeim fjölgað um sex milljónir frá árinu þar á undan. Eins og mikið hefur verið rætt um í fréttum bæði hér og annars staðar í heiminum er mikið um flóttafólk sem leitar sér að nýjum samastað. Akureyrarbær hefur tekið ákvörðun um að taka á móti flóttamönnum og var fyrsti bærinn á Íslandi til að senda frá sér formlegt bréf til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna til að bjóða fram aðstoð. Akureyri er stórt bæjarfélag og ef allir hjálpast að ætti ekki að vera mikið mál fyrir þetta fólk að koma sér vel fyrir og eignast eins eðlilegt líf og kostur er. Það sem flóttafólk óskar helst eftir er öryggi, húsnæði og flestir vilja vera sjálfstæðir og hafa atvinnu þar sem hælisleitendur búa oft við mikla félagslega einangrun og eru undir miklu andlegu álagi. Það er ýmislegt sem við á Akureyri getum gert til þess að aðstoða þetta fólk. Til dæmis væri hægt að byrja á því að kynna þau fyrir bænum okkar, kenna þeim tungumálið og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Rauði krossinn er með mjög góða starfsemi þegar kemur að flóttamönnum og veitir þeim stuðning og félagsskap. Til þess að hjálpa þessu fólki að kynnast okkur og okkar tungumáli þá er mikilvægt fyrir það að fá grunnkennslu í íslensku. En ég held að það sé samt best fyrir krakka á grunnskóla- og leikskólaaldri að komast sem fyrst inn í skólakerfið því þeir læra best af því að vera með krökkum á svipuðum aldri. Mér finnst líka sniðugt að búa til hópa af sjálfboðaliðum sem hittir fólkið og veitir því félagslegan stuðning og þannig lærir það kannski betur íslenskuna. Þetta fólk þurfti að flýja heimili sín út af stríðsástandinu sem er í Sýrlandi og á því ekki neitt nema kannski föt til skiptana. Hvað getum við gert til að aðstoða flóttafólk við að koma sér fyrir í okkar samfélagi til að geta lifað sem eðlilegustu lífi? Við gætum til dæmis tekið okkur saman með því að búa til síðu til að safna fötum, húsgögnum og öðru sem fólk þarf til heimilishalds. Þá gætu íbúar á Akureyri skráð sig inn á þessa síðu ef þeir hafa eitthvað að gefa til þessa hóps. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þetta fólk að þurfa að flýja heimili sitt og hvað þá landið sitt þar sem það hefur jafnvel búið allt sitt líf og fara til ókunnugs lands. Í þessu nýja landi þarf það að læra margt upp á nýtt og koma undir sig fótunum frá grunni þar sem það hefur misst allt sitt. Það að veita flóttamönnum aðstoð og bjóða þau velkomin í bæinn okkar gerir okkur að betra fólki og kennir okkur að bera virðingu fyrir náunganum. Ef við stöndum saman og hjálpumst að getum við gert flóttamönnum lífið svo miklu auðveldara.Heimildaskráhttps://www.ruv.is/frett/akureyri-tekur-fyrst-a-moti-flottamonnumhttp://www.raudikrossinn.is/page/rki hvad haelisleitendur fjoldiflottamannahttp://www.raudikrossinn.is/page/rki hvad haelisleitendur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna voru ríflega 51,2 milljónir manna á flótta árið 2013. Þá hafði þeim fjölgað um sex milljónir frá árinu þar á undan. Eins og mikið hefur verið rætt um í fréttum bæði hér og annars staðar í heiminum er mikið um flóttafólk sem leitar sér að nýjum samastað. Akureyrarbær hefur tekið ákvörðun um að taka á móti flóttamönnum og var fyrsti bærinn á Íslandi til að senda frá sér formlegt bréf til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna til að bjóða fram aðstoð. Akureyri er stórt bæjarfélag og ef allir hjálpast að ætti ekki að vera mikið mál fyrir þetta fólk að koma sér vel fyrir og eignast eins eðlilegt líf og kostur er. Það sem flóttafólk óskar helst eftir er öryggi, húsnæði og flestir vilja vera sjálfstæðir og hafa atvinnu þar sem hælisleitendur búa oft við mikla félagslega einangrun og eru undir miklu andlegu álagi. Það er ýmislegt sem við á Akureyri getum gert til þess að aðstoða þetta fólk. Til dæmis væri hægt að byrja á því að kynna þau fyrir bænum okkar, kenna þeim tungumálið og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Rauði krossinn er með mjög góða starfsemi þegar kemur að flóttamönnum og veitir þeim stuðning og félagsskap. Til þess að hjálpa þessu fólki að kynnast okkur og okkar tungumáli þá er mikilvægt fyrir það að fá grunnkennslu í íslensku. En ég held að það sé samt best fyrir krakka á grunnskóla- og leikskólaaldri að komast sem fyrst inn í skólakerfið því þeir læra best af því að vera með krökkum á svipuðum aldri. Mér finnst líka sniðugt að búa til hópa af sjálfboðaliðum sem hittir fólkið og veitir því félagslegan stuðning og þannig lærir það kannski betur íslenskuna. Þetta fólk þurfti að flýja heimili sín út af stríðsástandinu sem er í Sýrlandi og á því ekki neitt nema kannski föt til skiptana. Hvað getum við gert til að aðstoða flóttafólk við að koma sér fyrir í okkar samfélagi til að geta lifað sem eðlilegustu lífi? Við gætum til dæmis tekið okkur saman með því að búa til síðu til að safna fötum, húsgögnum og öðru sem fólk þarf til heimilishalds. Þá gætu íbúar á Akureyri skráð sig inn á þessa síðu ef þeir hafa eitthvað að gefa til þessa hóps. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þetta fólk að þurfa að flýja heimili sitt og hvað þá landið sitt þar sem það hefur jafnvel búið allt sitt líf og fara til ókunnugs lands. Í þessu nýja landi þarf það að læra margt upp á nýtt og koma undir sig fótunum frá grunni þar sem það hefur misst allt sitt. Það að veita flóttamönnum aðstoð og bjóða þau velkomin í bæinn okkar gerir okkur að betra fólki og kennir okkur að bera virðingu fyrir náunganum. Ef við stöndum saman og hjálpumst að getum við gert flóttamönnum lífið svo miklu auðveldara.Heimildaskráhttps://www.ruv.is/frett/akureyri-tekur-fyrst-a-moti-flottamonnumhttp://www.raudikrossinn.is/page/rki hvad haelisleitendur fjoldiflottamannahttp://www.raudikrossinn.is/page/rki hvad haelisleitendur
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar