Ræða Katrínar Jakobsdóttur á Austurvelli Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. desember 2015 18:10 Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Ræða Unnar Aspar á Austurvelli 15. desember 2015 18:02 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags.
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun