Ræða Katrínar Jakobsdóttur á Austurvelli Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. desember 2015 18:10 Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Ræða Unnar Aspar á Austurvelli 15. desember 2015 18:02 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags.
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun