Horfur á erlendum hlutabréfamörkuðum Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 16. desember 2015 08:00 Rúmum sjö árum eftir að fjármagnshöft voru sett á eru teikn á lofti um að á þeim verði verulega slakað á næsta ári eða þeim jafnvel aflétt að fullu. Við það opnast á ný tækifæri fyrir sparifjáreigendur til að dreifa sparnaði sínum erlendis. Það ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir almenning enda hafa innlend hlutabréf mikla fylgni sín á milli og þá sérstaklega þegar innlend efnahagsleg áföll eiga sér stað, en með því að fjárfesta erlendis að hluta minnkar kerfisáhætta hlutabréfasafnsins verulega. Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Helstu drifkraftar ársins hafa verið peningastefna seðlabanka í heiminum, miklar lækkanir á olíuverði, styrking Bandaríkjadals gagnvart flestum myntum og áhyggjur af Grikklandi og Kína. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að stutt sé í fyrstu vaxtahækkun þar síðan árið 2006 en á sama tíma hefur evrópski seðlabankinn verið að lækka vexti og hóf í mars á þessu ári að kaupa skuldabréf á evrusvæðinu fyrir 60 milljarða evra í hverjum mánuði með það að markmiði að ýta undir lánveitingar og örva hagvöxt. Ástæða þessara andstæðu aðgerða er að hagkerfi Evrópu hefur verið tregt til að sýna merki um bata í samanburði við Bandaríkin. Erfitt er að spá með vissu um hvar tækifæri næsta árs liggja. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að evrópsk hlutabréf muni skila betri ávöxtun en bandarísk. Þessi skoðun er rökstudd með nokkrum atriðum. Evrópska hagkerfið virðist vera á upphafsstigum uppsveiflu en Bandaríkin eru lengra komin í sinni hagsveiflu. Auk þess er Seðlabanki Bandaríkjanna við það að hefja vaxtahækkunarferli sitt á meðan evrópski seðlabankinn mun að öllum líkindum halda vöxtum lágum og halda áfram uppkaupum á evrópskum skuldabréfum. Verðlagning er einnig hagstæðari í Evrópu, en skýringin á því er sú að væntingar um vöxt í hagnaði eru hærri fyrir evrópsk fyrirtæki en bandarísk. Helstu óvissuþættir næsta árs eru tengdir peningastefnu seðlabanka beggja vegna Atlantshafsins og lakari hagvaxtarhorfum í Kína. Þá þurfa íslenskir fjárfestar að hafa gjaldeyrishreyfingar sérstaklega í huga þar sem töluverðar sveiflur geta orðið á íslensku krónunni gagnvart öðrum myntum ef fjármagnshöftum verður aflétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rúmum sjö árum eftir að fjármagnshöft voru sett á eru teikn á lofti um að á þeim verði verulega slakað á næsta ári eða þeim jafnvel aflétt að fullu. Við það opnast á ný tækifæri fyrir sparifjáreigendur til að dreifa sparnaði sínum erlendis. Það ætti að vera mikið hagsmunamál fyrir almenning enda hafa innlend hlutabréf mikla fylgni sín á milli og þá sérstaklega þegar innlend efnahagsleg áföll eiga sér stað, en með því að fjárfesta erlendis að hluta minnkar kerfisáhætta hlutabréfasafnsins verulega. Árið 2015 hefur verið viðburðaríkt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Helstu drifkraftar ársins hafa verið peningastefna seðlabanka í heiminum, miklar lækkanir á olíuverði, styrking Bandaríkjadals gagnvart flestum myntum og áhyggjur af Grikklandi og Kína. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að stutt sé í fyrstu vaxtahækkun þar síðan árið 2006 en á sama tíma hefur evrópski seðlabankinn verið að lækka vexti og hóf í mars á þessu ári að kaupa skuldabréf á evrusvæðinu fyrir 60 milljarða evra í hverjum mánuði með það að markmiði að ýta undir lánveitingar og örva hagvöxt. Ástæða þessara andstæðu aðgerða er að hagkerfi Evrópu hefur verið tregt til að sýna merki um bata í samanburði við Bandaríkin. Erfitt er að spá með vissu um hvar tækifæri næsta árs liggja. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að evrópsk hlutabréf muni skila betri ávöxtun en bandarísk. Þessi skoðun er rökstudd með nokkrum atriðum. Evrópska hagkerfið virðist vera á upphafsstigum uppsveiflu en Bandaríkin eru lengra komin í sinni hagsveiflu. Auk þess er Seðlabanki Bandaríkjanna við það að hefja vaxtahækkunarferli sitt á meðan evrópski seðlabankinn mun að öllum líkindum halda vöxtum lágum og halda áfram uppkaupum á evrópskum skuldabréfum. Verðlagning er einnig hagstæðari í Evrópu, en skýringin á því er sú að væntingar um vöxt í hagnaði eru hærri fyrir evrópsk fyrirtæki en bandarísk. Helstu óvissuþættir næsta árs eru tengdir peningastefnu seðlabanka beggja vegna Atlantshafsins og lakari hagvaxtarhorfum í Kína. Þá þurfa íslenskir fjárfestar að hafa gjaldeyrishreyfingar sérstaklega í huga þar sem töluverðar sveiflur geta orðið á íslensku krónunni gagnvart öðrum myntum ef fjármagnshöftum verður aflétt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar