Draga til baka afnám snakktolls Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2015 11:14 Vísir/Stefán Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur dregið til baka þá tillögu að fella niður 59 prósenta toll á innfluttu kartöflusnakki. Félag atvinnurekenda segir það vera gert vegna þrýstings frá innlendum framleiðendum. Þá bendir FA á að Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lagt tillöguna fram í eigin nafni. Í tilkynningu frá Félagi Atvinnurekenda segir að félagið harmi að stjórnarmeirihlutinn skuli guggna á því að afnema þennan verndartoll og hvetur félagið þingmenn til að samþykkja tillögu Sigríðar Andersen. Sjá einnig: Gætu sparað neytendum 162 milljónir „Verndartollar fyrir iðnað áttu að heyra sögunni til fyrir löngu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Ofurtollur á kartöflusnakk hefur verið réttlættur með því að hann sé hluti af tollvernd fyrir landbúnaðinn. Staðreyndin er hins vegar sú að engar íslenskar kartöflur eru notaðar í framleiðslu tveggja iðnfyrirtækja, sem framleiða snakk. Þau framleiða úr innfluttu hráefni, sem ber litla sem enga tolla. Snakktollurinn er þannig verndartollur fyrir iðnað, dulbúinn sem tollvernd fyrir landbúnað.“ Ólafur bendir á að neytendur greiddu á síðasta ári yfir 160 milljónir króna í toll af kartöflusnakki. „Fram hefur komið að 20 manns starfi við snakkframleiðslu á Íslandi. Þetta eru þá átta milljónir á hvert starf. Það væri hagstæðara fyrir neytendur að fá snakkið án tolla og borga þessum tuttugu starfsmönnum meðallaun í landinu fyrir að gera ekki neitt.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur dregið til baka þá tillögu að fella niður 59 prósenta toll á innfluttu kartöflusnakki. Félag atvinnurekenda segir það vera gert vegna þrýstings frá innlendum framleiðendum. Þá bendir FA á að Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi lagt tillöguna fram í eigin nafni. Í tilkynningu frá Félagi Atvinnurekenda segir að félagið harmi að stjórnarmeirihlutinn skuli guggna á því að afnema þennan verndartoll og hvetur félagið þingmenn til að samþykkja tillögu Sigríðar Andersen. Sjá einnig: Gætu sparað neytendum 162 milljónir „Verndartollar fyrir iðnað áttu að heyra sögunni til fyrir löngu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Ofurtollur á kartöflusnakk hefur verið réttlættur með því að hann sé hluti af tollvernd fyrir landbúnaðinn. Staðreyndin er hins vegar sú að engar íslenskar kartöflur eru notaðar í framleiðslu tveggja iðnfyrirtækja, sem framleiða snakk. Þau framleiða úr innfluttu hráefni, sem ber litla sem enga tolla. Snakktollurinn er þannig verndartollur fyrir iðnað, dulbúinn sem tollvernd fyrir landbúnað.“ Ólafur bendir á að neytendur greiddu á síðasta ári yfir 160 milljónir króna í toll af kartöflusnakki. „Fram hefur komið að 20 manns starfi við snakkframleiðslu á Íslandi. Þetta eru þá átta milljónir á hvert starf. Það væri hagstæðara fyrir neytendur að fá snakkið án tolla og borga þessum tuttugu starfsmönnum meðallaun í landinu fyrir að gera ekki neitt.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun