Viðskipti innlent

Gætu sparað neytendum 162 milljónir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Innflutt snakk úr niðurneiddum kartöflum ber 59 prósenta toll.
Innflutt snakk úr niðurneiddum kartöflum ber 59 prósenta toll. vísir/stefán
Tollur á snakk er með síðustu dæmum um verndartoll fyrir iðnaðarframleiðslu úr innfluttu hráefni hér á landi. Á þetta bendir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Félagið birti nýverið skýrslu um matartolla.

Félagið fagnaði skömmu eftir mánaðamótin nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar þar sem lagt var til að tollar verði felldir niður af snakki. Nú hafi Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks sem sæti á í nefndinni, sagt að í kjölfar mikilla viðbragða frá innlendum snakkframleiðendum þurfi nefndin að skoða „víðtækari hagsmuni“.

Í umfjöllun á vef FA segir að ofurtollar á innflutta matvöru séu yfirleitt réttlættir með því að verið sé að vernda innlenda búvöruframleiðslu. „Það getur ekki átt við um snakktollana. Innlendir snakkframleiðendur, Iðnmark og Þykkvabæjar, anna aðeins litlu broti innanlandsmarkaðar fyrir snakk.“ Í kartöflusnakkið þeirra sé notað lítið sem ekkert af innlendum kartöflum. „Heldur er það eftir því sem næst verður komist að stærstum hluta búið til úr innfluttu kartöflumjöli sem ber lága eða enga tolla.“

Hagsmunir neytenda séu hins vegar umtalsverðir. Niðurfelling 59 prósenta tolls á snakk úr kartöflum myndi spara neytendum 162 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×