Höndin – vel útrétt hönd Garðar Baldvinsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þegar maður lendir í áföllum eða erfiðleikum í lífinu þarf maður einhvern til að styðja við sig. Ég varð þeirrar heppni aðnjótandi síðastliðið vor að komast í kynni við samtökin Höndina sem veita einmitt sálrænan stuðning, m.a. með vikulegum fundum þar sem fólk deilir líðan sinni og baráttu við lífið og það sem það hefur upp á að bjóða. Höndin er mannræktarsamtök sem stofnuð voru fyrir tíu árum og eru alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Leitast samtökin við að skapa fólki vettvang til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Höndin aðstoðar og liðsinnir hinum þurfandi og styður þá sem til samtakanna leita. Margir eiga erfitt uppdráttar eftir áföll og hjálpar Höndin fólki í slíkum aðstæðum og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku. Kjörorð Handarinnar er: Hver og einn skiptir máli – allir með. Samtökin bjóða upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana. Höndin býður upp á fjárhagsstuðning, einstaklingsviðtöl, símaþjónustu, heimsóknir, kynningar á geðheilbrigði, ráðgjöf, málþing og margt fleira. Félagið starfar einnig í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra. Einn liður í því starfi er að samtökin halda vikulega fundi í Áskirkju með það fyrir augum að styrkja fólk til sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, styrkja sig og sitt eigið sjálf – fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, svo sem þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá sem eru einmana, eru að kljást við sorg eða missi. Síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda.Ná árangri Einu sinni í viku hittast síðan nokkrir félagar og ganga hressilega um Elliðaárdalinn og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Markmiðið er alltaf að hjálpa fólki að greina vanda sinn og finna eigin styrk og getu. Enda eru hlustun, samúð, hlýja og virðing grundvöllur starfsins. Hafa samtökin m.a. valið fyrirtæki ársins sem styðja við markmiðið um styrkingu og sjálfseflingu en einnig einstaklinga ársins. Einnig standa samtökin fyrir málþingum og hafa nokkur verið haldin. Er þá völdum gestum boðið að halda erindi um starf sitt eða líf með áherslu á sjálfsstyrkingu og árangursríka baráttu við áföll. Hefur ennfremur verið fjallað um tiltekin vandamál eins og kvíða, sem og starf annarra að mannrækt einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur aðsókn stundum verið mjög mikil. Bæði notendur þeirrar þjónustu sem Höndin veitir og fólk sem sjálft sinnir geðmálum hafa hrósað starfi Handarinnar fyrir að ná árangri þegar öll sund virtust lokuð hjá þeim sem kljást við áföll eða þurfa af öðrum ástæðum á hjálp að halda við að rísa aftur til sjálfstæðs lífs, má sem dæmi nefna fulltrúa notenda geðsviðs Landspítalans og aðra skjólstæðinga en þessu fólki ber saman um að þjónustan sé til fyrirmyndar og að heimsóknir til hinna þurfandi og einmana gegni gríðarmiklu hlutverki í lífi þeirra. Ég er afar feginn að hafa komist í kynni við Höndina sem á ríkan þátt í að hjálpa mér að ná andlegu jafnvægi á ný og hlakka ég til að geta endurgoldið það með því að gefa af mér á þeim vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar maður lendir í áföllum eða erfiðleikum í lífinu þarf maður einhvern til að styðja við sig. Ég varð þeirrar heppni aðnjótandi síðastliðið vor að komast í kynni við samtökin Höndina sem veita einmitt sálrænan stuðning, m.a. með vikulegum fundum þar sem fólk deilir líðan sinni og baráttu við lífið og það sem það hefur upp á að bjóða. Höndin er mannræktarsamtök sem stofnuð voru fyrir tíu árum og eru alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök. Leitast samtökin við að skapa fólki vettvang til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Höndin aðstoðar og liðsinnir hinum þurfandi og styður þá sem til samtakanna leita. Margir eiga erfitt uppdráttar eftir áföll og hjálpar Höndin fólki í slíkum aðstæðum og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku. Kjörorð Handarinnar er: Hver og einn skiptir máli – allir með. Samtökin bjóða upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana. Höndin býður upp á fjárhagsstuðning, einstaklingsviðtöl, símaþjónustu, heimsóknir, kynningar á geðheilbrigði, ráðgjöf, málþing og margt fleira. Félagið starfar einnig í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra. Einn liður í því starfi er að samtökin halda vikulega fundi í Áskirkju með það fyrir augum að styrkja fólk til sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, styrkja sig og sitt eigið sjálf – fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, svo sem þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá sem eru einmana, eru að kljást við sorg eða missi. Síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda.Ná árangri Einu sinni í viku hittast síðan nokkrir félagar og ganga hressilega um Elliðaárdalinn og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Markmiðið er alltaf að hjálpa fólki að greina vanda sinn og finna eigin styrk og getu. Enda eru hlustun, samúð, hlýja og virðing grundvöllur starfsins. Hafa samtökin m.a. valið fyrirtæki ársins sem styðja við markmiðið um styrkingu og sjálfseflingu en einnig einstaklinga ársins. Einnig standa samtökin fyrir málþingum og hafa nokkur verið haldin. Er þá völdum gestum boðið að halda erindi um starf sitt eða líf með áherslu á sjálfsstyrkingu og árangursríka baráttu við áföll. Hefur ennfremur verið fjallað um tiltekin vandamál eins og kvíða, sem og starf annarra að mannrækt einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur aðsókn stundum verið mjög mikil. Bæði notendur þeirrar þjónustu sem Höndin veitir og fólk sem sjálft sinnir geðmálum hafa hrósað starfi Handarinnar fyrir að ná árangri þegar öll sund virtust lokuð hjá þeim sem kljást við áföll eða þurfa af öðrum ástæðum á hjálp að halda við að rísa aftur til sjálfstæðs lífs, má sem dæmi nefna fulltrúa notenda geðsviðs Landspítalans og aðra skjólstæðinga en þessu fólki ber saman um að þjónustan sé til fyrirmyndar og að heimsóknir til hinna þurfandi og einmana gegni gríðarmiklu hlutverki í lífi þeirra. Ég er afar feginn að hafa komist í kynni við Höndina sem á ríkan þátt í að hjálpa mér að ná andlegu jafnvægi á ný og hlakka ég til að geta endurgoldið það með því að gefa af mér á þeim vettvangi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun