Friður í Jerúsalem á aðventu Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Það eru forréttindi að vera boðið að taka þátt í friðarráðstefnu á aðventu í borginni helgu. Saman voru komnir trúarleiðtogar innan gyðingdóms, kristni og íslam. Borgin stendur 800 metrum yfir sjávarmáli í Júdeuhæðum. Í vestur er stutt niður á Miðjarðarhafsströndina. Í austur liggur leiðin rúma þúsund metra bratt niður á við. Þar í Jórdandalnum 250 metrum undir sjávarmáli er að finna Jeríkó, elstu borg á jörðu.Borg Friðar Á hebresku er orðið Jerúsalem dregið af sömu rót og orðið friður „Shalom“ og „Salam“ á arabísku. Miklar aðventu-friðarvonir eru bundnar borginni bæði innan gyðingdóms sem kristni. Þó hefur líklegast ekki verið eins mikið tekist á og barist um neina borg og þessa borg friðarins sem á sér um fjögur þúsund ára sögu. Jerúsalem er helgasta borg á jörðu í hugum gyðinga og kristinna manna og íslam gerir einnig tilkall til hennar. Borgin er skurðpunktur þrennra stóru eingyðistrúarbragða heimsins.Bræðurnir þrír Gamla testamentið er bakgrunnur eingyðistrúarhefðanna þriggja. Guðinn er aðeins einn þó svo að trúarritin eða túlkunargleraugun; Talmúd, Nýja testamentið og Kóraninn séu ólík. Trúarritin hafa orðið til á afar ólíkum tímum og við gjörólíkar aðstæður og eru því ekki samhljóma. Hver siðurinn fyrir sig hefur reynt að eigna sér almættið og sníða það að eigin sérþörfum. Með einstrengingshætti, afbrýðisemi og bókstafstrú hafa bræðurnir gert guð að vopni. Trúin, hefðin, siðurinn hefur verið notaður til að upphefja ættina, ættbálkinn, héraðið, landsvæðið, þjóðina, ríkið. Og með sama hætti útiloka aðra, refsa, skapa ótta og jafnvel fremja níðingsleg hryðjuverk. Krossfarirnar á miðöldum, helför gyðinga í hinu kristna Þýskalandi, hlutskipti Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza undir herstjórn Ísraelsmanna, sem og hryðjuverkin í París fyrir skömmu, tala sínu máli.Tilvistaröryggi En trúarhefðunum þrem var og er ekki ætlað að boða þrjá ólíka Guði. Það sem tengir saman er margfalt fleira og mikilvægara en það sem sundrar. Þar ber hæst áhersluna á samhygð, náungakærleika og samhjálp. Þann grunn er að finna í sjálfu Gamla testamentinu. Kjarni trúarbragðanna er ekki hin eina sanna opinberun í okkar helgiritum, eða boð og bönn til að greina okkur frá hinum. Nei. Kjarni trúarbragðanna er að veita okkur öllum tilvistaröryggi. Trúarþörf fólks er yfirleitt leit að tilvistaröryggi. Að við fáum tilfinningu fyrir því hvaðan við komum, hver við erum, hvert við stefnum og að við séum hluti af stærri heild. En trúarstofnanir og misvitrir trúarleiðtogar hafa gert út á þessa eðlisþörf okkar og snúið göfugum gildum á hvolf.Er trúin vandinn eða lausnin? Þegar fulltrúar trúarhefðanna setjast niður og tala saman þá verða allir að gefa aðeins eftir. Hluti vandans liggur hjá trúarleiðtogum og í því hvernig þeir skilja sitt hlutverk. Margir leggja alla áherslu á sína einu réttu trúarhefð og fornu rit sem Guð einn talar í gegnum og engum öðrum er gefinn. Leiðtogarnir; rabbínar, ímamar eða prestar geta einir túlkað Guðs eina heilaga orð. Það gefur þeim völd og áhrif. Það getur verið erfitt fyrir áhrifamikla og volduga trúarleiðtoga að viðurkenna þetta.Lausn – ný viðmið Trúarlegir leiðtogar þurfa að temja sér ný viðmið og læra að hugsa út fyrir kassalagaðar hefðir. Mikilvægt er að forðast allt tal um algildan sannleika eða endanlegar opinberanir. Aðeins Guð einn er óbreytanlegur. Allt annað er breytingum háð. Meira að segja hugmyndir okkar um Guð, þær eiga að breytast því að Guð er stöðugt að og okkur er ætlað að læra nýja hluti. Þannig uppgötvum við ný sannindi um okkur sjálf, um náungann og um Guð í gegnum samskipti okkar við náungann. Því þar er jú Guð að finna samkvæmt orðum Jesú frá Nazaret.Að brjóta niðuraðskilnaðarmúrinn Trúarbrögðunum er ekki einum um að kenna. En þau þurfa að kannast við sína ábyrgð. Hvernig þau hafa vissulega verið notuð til að reisa aðskilnaðarmúra í stað þess að byggja friðarbrýr. Við eigum að draga lærdóm af biturri átakasögu. Þegar helgar ritningar eru misnotaðar þá þurfum við að leita Guðs handan ritninganna. Við leitum Guðs handan útilokandi trúarjátninga, handan einstrengingslegra hefða, handan þröngsýnnar bókstafshyggju og jafnvel handan trúarbragða þegar þau eru misnotuð. Við þurfum að opna friðarvoninni leið í gegnum múrinn. Við þurfum að brjóta niður múra haturs og tortryggni. Skapa aðventu eftirvæntingar um sátt og samlyndi milli hefðanna þriggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að vera boðið að taka þátt í friðarráðstefnu á aðventu í borginni helgu. Saman voru komnir trúarleiðtogar innan gyðingdóms, kristni og íslam. Borgin stendur 800 metrum yfir sjávarmáli í Júdeuhæðum. Í vestur er stutt niður á Miðjarðarhafsströndina. Í austur liggur leiðin rúma þúsund metra bratt niður á við. Þar í Jórdandalnum 250 metrum undir sjávarmáli er að finna Jeríkó, elstu borg á jörðu.Borg Friðar Á hebresku er orðið Jerúsalem dregið af sömu rót og orðið friður „Shalom“ og „Salam“ á arabísku. Miklar aðventu-friðarvonir eru bundnar borginni bæði innan gyðingdóms sem kristni. Þó hefur líklegast ekki verið eins mikið tekist á og barist um neina borg og þessa borg friðarins sem á sér um fjögur þúsund ára sögu. Jerúsalem er helgasta borg á jörðu í hugum gyðinga og kristinna manna og íslam gerir einnig tilkall til hennar. Borgin er skurðpunktur þrennra stóru eingyðistrúarbragða heimsins.Bræðurnir þrír Gamla testamentið er bakgrunnur eingyðistrúarhefðanna þriggja. Guðinn er aðeins einn þó svo að trúarritin eða túlkunargleraugun; Talmúd, Nýja testamentið og Kóraninn séu ólík. Trúarritin hafa orðið til á afar ólíkum tímum og við gjörólíkar aðstæður og eru því ekki samhljóma. Hver siðurinn fyrir sig hefur reynt að eigna sér almættið og sníða það að eigin sérþörfum. Með einstrengingshætti, afbrýðisemi og bókstafstrú hafa bræðurnir gert guð að vopni. Trúin, hefðin, siðurinn hefur verið notaður til að upphefja ættina, ættbálkinn, héraðið, landsvæðið, þjóðina, ríkið. Og með sama hætti útiloka aðra, refsa, skapa ótta og jafnvel fremja níðingsleg hryðjuverk. Krossfarirnar á miðöldum, helför gyðinga í hinu kristna Þýskalandi, hlutskipti Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza undir herstjórn Ísraelsmanna, sem og hryðjuverkin í París fyrir skömmu, tala sínu máli.Tilvistaröryggi En trúarhefðunum þrem var og er ekki ætlað að boða þrjá ólíka Guði. Það sem tengir saman er margfalt fleira og mikilvægara en það sem sundrar. Þar ber hæst áhersluna á samhygð, náungakærleika og samhjálp. Þann grunn er að finna í sjálfu Gamla testamentinu. Kjarni trúarbragðanna er ekki hin eina sanna opinberun í okkar helgiritum, eða boð og bönn til að greina okkur frá hinum. Nei. Kjarni trúarbragðanna er að veita okkur öllum tilvistaröryggi. Trúarþörf fólks er yfirleitt leit að tilvistaröryggi. Að við fáum tilfinningu fyrir því hvaðan við komum, hver við erum, hvert við stefnum og að við séum hluti af stærri heild. En trúarstofnanir og misvitrir trúarleiðtogar hafa gert út á þessa eðlisþörf okkar og snúið göfugum gildum á hvolf.Er trúin vandinn eða lausnin? Þegar fulltrúar trúarhefðanna setjast niður og tala saman þá verða allir að gefa aðeins eftir. Hluti vandans liggur hjá trúarleiðtogum og í því hvernig þeir skilja sitt hlutverk. Margir leggja alla áherslu á sína einu réttu trúarhefð og fornu rit sem Guð einn talar í gegnum og engum öðrum er gefinn. Leiðtogarnir; rabbínar, ímamar eða prestar geta einir túlkað Guðs eina heilaga orð. Það gefur þeim völd og áhrif. Það getur verið erfitt fyrir áhrifamikla og volduga trúarleiðtoga að viðurkenna þetta.Lausn – ný viðmið Trúarlegir leiðtogar þurfa að temja sér ný viðmið og læra að hugsa út fyrir kassalagaðar hefðir. Mikilvægt er að forðast allt tal um algildan sannleika eða endanlegar opinberanir. Aðeins Guð einn er óbreytanlegur. Allt annað er breytingum háð. Meira að segja hugmyndir okkar um Guð, þær eiga að breytast því að Guð er stöðugt að og okkur er ætlað að læra nýja hluti. Þannig uppgötvum við ný sannindi um okkur sjálf, um náungann og um Guð í gegnum samskipti okkar við náungann. Því þar er jú Guð að finna samkvæmt orðum Jesú frá Nazaret.Að brjóta niðuraðskilnaðarmúrinn Trúarbrögðunum er ekki einum um að kenna. En þau þurfa að kannast við sína ábyrgð. Hvernig þau hafa vissulega verið notuð til að reisa aðskilnaðarmúra í stað þess að byggja friðarbrýr. Við eigum að draga lærdóm af biturri átakasögu. Þegar helgar ritningar eru misnotaðar þá þurfum við að leita Guðs handan ritninganna. Við leitum Guðs handan útilokandi trúarjátninga, handan einstrengingslegra hefða, handan þröngsýnnar bókstafshyggju og jafnvel handan trúarbragða þegar þau eru misnotuð. Við þurfum að opna friðarvoninni leið í gegnum múrinn. Við þurfum að brjóta niður múra haturs og tortryggni. Skapa aðventu eftirvæntingar um sátt og samlyndi milli hefðanna þriggja.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar