Lokun St. Jósefsspítala 2011 – vanvirðing við konur? Ámundi H. Ólafsson skrifar 18. desember 2015 00:00 Í árslok 2011 var St. Jósefsspítali sameinaður Landspítala. Það var búist við að þetta yrði kærkomin viðbót fyrir Landspítala. Þarna voru 50 sjúkrarúm í heildina, bæði var um að ræða 25 rýma handlækningadeild sem sérhæfði sig í að þjónusta konur og kvensjúkdóma og einnig 25 rýma lyflækningadeild. 400 milljóna fjárveiting fylgdi vegna rekstrarársins 2012. Reyndin varð sú, að rekstri St. Jósefsspítala var hætt strax í ársbyrjun 2012. Spítalinn var tæmdur. Nothæf tæki voru flutt á Landspítala. Öll sjúkrarúm fjarlægð og gefin til útlanda. Landspítali hefur síðan kvartað reglulega vegna skorts á legurýmum sem orsakast af langlegusjúklingum sem ekki er hægt að útskrifa. Hvað veldur því að St. Jósefsspítali er ekki nothæfur fyrir langlegusjúklinga? Spítalinn er byggður á svipuðum tíma og Landspítali og Vífilsstaðaspítali sem báðir eru nothæfir enn. Alltaf var haldið vel utan um viðhald á byggingum St. Jósefsspítala og aldrei fannst þar mygla og fúkki, sem er annað en á Landspítala nútímans. Á hinni sérhæfðu kvensjúkdómadeild St. Jósefsspítala var almennt lítill biðlisti og sú þjónusta mjög eftirsótt. Landspítalinn tók yfir alla þá þjónustu. Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins 19. nóvember sl. bíða 180 konur eftir greiningu, 238 bíða eftir aðgerð vegna blöðrusigs eða legsigs, 37 vegna þvagleka. Samkvæmt fréttinni getur bið eftir aðgerð verið nær tvö ár. Kristín Jónsdóttir er yfirlæknir á kvensjúkdómadeild. Hún segir þessa sjúkdóma mikið feimnismál. Kristín segir að fjöldi fyrrgreindra aðgerða hafi áður verið gerður á St. Jósefsspítala en við lokun hans fyrir fjórum árum hafi aðgerðirnar flust á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ segir yfirlæknir í fréttinni. Þegar St. Jósefsspítala var lokað vakti það engin viðbrögð hjá konum og kvennasamtökum. Að fenginni reynslu vekur það furðu að enn skuli engin viðbrögð merkjast meðal samtaka kvenna varðandi þetta stóra og vandmeðfarna vandamál þeirra. Samtök kvenna studdu stofnun Landspítalans verulega. Nú mega konur sjálfar líða mikið fyrir verulega skerta þjónustu sömu stofnunar. Það má vissulega minnast fleira en 100 ára afmælis kosningaréttar. Því mættu kvenfélagasamtök um næstu áramót minnast þessara fjögurra ára vonbrigða með niðurlagningu St. Jósefsspítala, sem þau hafa látið óátalda hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í árslok 2011 var St. Jósefsspítali sameinaður Landspítala. Það var búist við að þetta yrði kærkomin viðbót fyrir Landspítala. Þarna voru 50 sjúkrarúm í heildina, bæði var um að ræða 25 rýma handlækningadeild sem sérhæfði sig í að þjónusta konur og kvensjúkdóma og einnig 25 rýma lyflækningadeild. 400 milljóna fjárveiting fylgdi vegna rekstrarársins 2012. Reyndin varð sú, að rekstri St. Jósefsspítala var hætt strax í ársbyrjun 2012. Spítalinn var tæmdur. Nothæf tæki voru flutt á Landspítala. Öll sjúkrarúm fjarlægð og gefin til útlanda. Landspítali hefur síðan kvartað reglulega vegna skorts á legurýmum sem orsakast af langlegusjúklingum sem ekki er hægt að útskrifa. Hvað veldur því að St. Jósefsspítali er ekki nothæfur fyrir langlegusjúklinga? Spítalinn er byggður á svipuðum tíma og Landspítali og Vífilsstaðaspítali sem báðir eru nothæfir enn. Alltaf var haldið vel utan um viðhald á byggingum St. Jósefsspítala og aldrei fannst þar mygla og fúkki, sem er annað en á Landspítala nútímans. Á hinni sérhæfðu kvensjúkdómadeild St. Jósefsspítala var almennt lítill biðlisti og sú þjónusta mjög eftirsótt. Landspítalinn tók yfir alla þá þjónustu. Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins 19. nóvember sl. bíða 180 konur eftir greiningu, 238 bíða eftir aðgerð vegna blöðrusigs eða legsigs, 37 vegna þvagleka. Samkvæmt fréttinni getur bið eftir aðgerð verið nær tvö ár. Kristín Jónsdóttir er yfirlæknir á kvensjúkdómadeild. Hún segir þessa sjúkdóma mikið feimnismál. Kristín segir að fjöldi fyrrgreindra aðgerða hafi áður verið gerður á St. Jósefsspítala en við lokun hans fyrir fjórum árum hafi aðgerðirnar flust á Landspítalann. „Áður var í raun enginn biðlisti vegna slíkra aðgerða hjá kvennadeild Landspítalans. Núna er eins og við séum að hlaupa á eftir skottinu á okkur,“ segir yfirlæknir í fréttinni. Þegar St. Jósefsspítala var lokað vakti það engin viðbrögð hjá konum og kvennasamtökum. Að fenginni reynslu vekur það furðu að enn skuli engin viðbrögð merkjast meðal samtaka kvenna varðandi þetta stóra og vandmeðfarna vandamál þeirra. Samtök kvenna studdu stofnun Landspítalans verulega. Nú mega konur sjálfar líða mikið fyrir verulega skerta þjónustu sömu stofnunar. Það má vissulega minnast fleira en 100 ára afmælis kosningaréttar. Því mættu kvenfélagasamtök um næstu áramót minnast þessara fjögurra ára vonbrigða með niðurlagningu St. Jósefsspítala, sem þau hafa látið óátalda hingað til.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar