Merkjanleg söluaukning hjá fataverslunum sem hafa afnumið tolla Sæunn Gísladóttir skrifar 2. desember 2015 16:03 Jólaverslun fer vel af stað. vísir/ernir Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Þetta kemur fram í úttekt sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur unnið fyrir Samtök verslunar og þjónustu og nær yfir tímabilið frá 1. – 29. nóvember. Merkjanleg söluaukning er hjá þeim fataverslunum sem þegar hafa lækkað verð til samræmis við væntanlega niðurfellingu á tollum um áramótin. Sala á margvíslegri sérvöru í ár er töluvert umfram væntingar og að mati kaupmanna má rekja hana til bætts efnahags frekar en til jólanna, því söluaukningarinnar varð vart áður en hefðbundin jólaverslun hófst. Annað er uppi á teningnum hvað varðar almennar dagvörur. Þar er merkjanleg töluverð aukning í sölu sem helst ekki í hendur við söluverðsaukningu. Það gefur sterka vísbendingu um að fólk spari við sig í þessum vöruflokki og kaupi ódýrari vörur til daglegra nota en á síðasta ári. Gríðarmikil aukning hefur orðið í sölu á margvíslegum vörum til heimilisins, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Aukningin kemur bæði fram í sölu á smávöru sem og stærri hlutum. Þá virðist litlu skipta hvort um sé að ræða dýrari eða ódýrari vörur. Verslun með fatnað hefur ekki aukist jafn mikið og sala á annarri sérvöru. Þó greina kaupmenn söluaukningu á verðmeiri fatnaði s.s. yfirhöfnum og jökkum. Alla jafna er góð sala í verslunum á Íslandi í seinni hluta nóvember. Í ár varð mikil aukning milli ára og að mati kaupmanna er það einkanlega vegna útsala sem kenndar eru við Black Friday sem eru eftirtektarverðasta breytingin frá fyrra ári. Að mati kaupmanna geta breyttar reglur um kortatímabil seinkað verslun á aðventunni, en nýtt tímabil hefst ekki fyrr en 12. desember sem er viku seinna en á síðasta ári. Tengdar fréttir ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Þetta kemur fram í úttekt sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur unnið fyrir Samtök verslunar og þjónustu og nær yfir tímabilið frá 1. – 29. nóvember. Merkjanleg söluaukning er hjá þeim fataverslunum sem þegar hafa lækkað verð til samræmis við væntanlega niðurfellingu á tollum um áramótin. Sala á margvíslegri sérvöru í ár er töluvert umfram væntingar og að mati kaupmanna má rekja hana til bætts efnahags frekar en til jólanna, því söluaukningarinnar varð vart áður en hefðbundin jólaverslun hófst. Annað er uppi á teningnum hvað varðar almennar dagvörur. Þar er merkjanleg töluverð aukning í sölu sem helst ekki í hendur við söluverðsaukningu. Það gefur sterka vísbendingu um að fólk spari við sig í þessum vöruflokki og kaupi ódýrari vörur til daglegra nota en á síðasta ári. Gríðarmikil aukning hefur orðið í sölu á margvíslegum vörum til heimilisins, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Aukningin kemur bæði fram í sölu á smávöru sem og stærri hlutum. Þá virðist litlu skipta hvort um sé að ræða dýrari eða ódýrari vörur. Verslun með fatnað hefur ekki aukist jafn mikið og sala á annarri sérvöru. Þó greina kaupmenn söluaukningu á verðmeiri fatnaði s.s. yfirhöfnum og jökkum. Alla jafna er góð sala í verslunum á Íslandi í seinni hluta nóvember. Í ár varð mikil aukning milli ára og að mati kaupmanna er það einkanlega vegna útsala sem kenndar eru við Black Friday sem eru eftirtektarverðasta breytingin frá fyrra ári. Að mati kaupmanna geta breyttar reglur um kortatímabil seinkað verslun á aðventunni, en nýtt tímabil hefst ekki fyrr en 12. desember sem er viku seinna en á síðasta ári.
Tengdar fréttir ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09