Merkjanleg söluaukning hjá fataverslunum sem hafa afnumið tolla Sæunn Gísladóttir skrifar 2. desember 2015 16:03 Jólaverslun fer vel af stað. vísir/ernir Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Þetta kemur fram í úttekt sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur unnið fyrir Samtök verslunar og þjónustu og nær yfir tímabilið frá 1. – 29. nóvember. Merkjanleg söluaukning er hjá þeim fataverslunum sem þegar hafa lækkað verð til samræmis við væntanlega niðurfellingu á tollum um áramótin. Sala á margvíslegri sérvöru í ár er töluvert umfram væntingar og að mati kaupmanna má rekja hana til bætts efnahags frekar en til jólanna, því söluaukningarinnar varð vart áður en hefðbundin jólaverslun hófst. Annað er uppi á teningnum hvað varðar almennar dagvörur. Þar er merkjanleg töluverð aukning í sölu sem helst ekki í hendur við söluverðsaukningu. Það gefur sterka vísbendingu um að fólk spari við sig í þessum vöruflokki og kaupi ódýrari vörur til daglegra nota en á síðasta ári. Gríðarmikil aukning hefur orðið í sölu á margvíslegum vörum til heimilisins, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Aukningin kemur bæði fram í sölu á smávöru sem og stærri hlutum. Þá virðist litlu skipta hvort um sé að ræða dýrari eða ódýrari vörur. Verslun með fatnað hefur ekki aukist jafn mikið og sala á annarri sérvöru. Þó greina kaupmenn söluaukningu á verðmeiri fatnaði s.s. yfirhöfnum og jökkum. Alla jafna er góð sala í verslunum á Íslandi í seinni hluta nóvember. Í ár varð mikil aukning milli ára og að mati kaupmanna er það einkanlega vegna útsala sem kenndar eru við Black Friday sem eru eftirtektarverðasta breytingin frá fyrra ári. Að mati kaupmanna geta breyttar reglur um kortatímabil seinkað verslun á aðventunni, en nýtt tímabil hefst ekki fyrr en 12. desember sem er viku seinna en á síðasta ári. Tengdar fréttir ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verslun fyrir jólin virðist vera líflegri nú og fara fyrr af stað en fyrir síðustu jól. Kaupmenn merkja aukningu í sölu allra vöruflokka, jafnt sérvöru sem dagvöru, raftækja og varnings fyrir heimilin. Þetta kemur fram í úttekt sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur unnið fyrir Samtök verslunar og þjónustu og nær yfir tímabilið frá 1. – 29. nóvember. Merkjanleg söluaukning er hjá þeim fataverslunum sem þegar hafa lækkað verð til samræmis við væntanlega niðurfellingu á tollum um áramótin. Sala á margvíslegri sérvöru í ár er töluvert umfram væntingar og að mati kaupmanna má rekja hana til bætts efnahags frekar en til jólanna, því söluaukningarinnar varð vart áður en hefðbundin jólaverslun hófst. Annað er uppi á teningnum hvað varðar almennar dagvörur. Þar er merkjanleg töluverð aukning í sölu sem helst ekki í hendur við söluverðsaukningu. Það gefur sterka vísbendingu um að fólk spari við sig í þessum vöruflokki og kaupi ódýrari vörur til daglegra nota en á síðasta ári. Gríðarmikil aukning hefur orðið í sölu á margvíslegum vörum til heimilisins, svo sem húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Aukningin kemur bæði fram í sölu á smávöru sem og stærri hlutum. Þá virðist litlu skipta hvort um sé að ræða dýrari eða ódýrari vörur. Verslun með fatnað hefur ekki aukist jafn mikið og sala á annarri sérvöru. Þó greina kaupmenn söluaukningu á verðmeiri fatnaði s.s. yfirhöfnum og jökkum. Alla jafna er góð sala í verslunum á Íslandi í seinni hluta nóvember. Í ár varð mikil aukning milli ára og að mati kaupmanna er það einkanlega vegna útsala sem kenndar eru við Black Friday sem eru eftirtektarverðasta breytingin frá fyrra ári. Að mati kaupmanna geta breyttar reglur um kortatímabil seinkað verslun á aðventunni, en nýtt tímabil hefst ekki fyrr en 12. desember sem er viku seinna en á síðasta ári.
Tengdar fréttir ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
ESPRIT bætist í hóp þeirra sem lækka vöruverð ESPRIT í Smáralind hefur lækkað verð á öllum vörum um 20 prósent. 24. nóvember 2015 11:09