Undarlegur unglingafaraldur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 7. desember 2015 11:30 Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni Höfundur: Hilmar Örn Oddsson Myndir: Erla María Árnadóttir Útgefandi: Bókabeitan 144 bls. Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni er fjórða bókin um hina málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn Óskarsson. Í þessari bók mætir hún mikilli ógn, sem margir eiga erfitt með að skilja og kljást við -- nefnilega unglingum. Kamilla á einkar auðvelt með að koma sér í klandur enda á hún erfitt með að láta ósagt hvað það sem henni dettur í hug. Í þessari bók leggst vinahópur Kamillu á eitt þegar Katla orðar við þau áhyggjur sínar af eldri systur sinni, Karítas, sem er farin að haga sér vægast sagt stórfurðulega. Svo heppilega vill til að Felix, einn úr vinahópnum, er einmitt að rannsaka þennan dularfulla þjóðfélagshóp. Þegar hópurinn leggst á eitt, ásamt vísindamanninum Elías Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að færast í leikinn. Bókin er, líkt og fyrri bækurnar, full af skemmtilegum persónum. Vinahópurinn hennar Kamillu leikur aðalhlutverkið, auk vísindamannsins Elíasar Emils. Hópurinn samanstendur af kostulegum persónum sem ólíklegt er að vinni vinsældakeppnir í grunnskólanum sínum, enda jafnólíklegt að þær sækist eftir því. Hugsanlega mætti lýsa Kamillubókunum sem einhvers konar furðulegri blöndu af Bertbókunum og Fimmbókunum með örlitlum keim af Línu langsokk. Fyrri bækur um Kamillu einkenndust af orðagríni og stöðugum leik með tungumálið. Hér hefur höfundur aðeins slakað á í orðagríninu en slær ekkert af í húmor. Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast áhyggjum, það er enn nógur forði af orðaglensi.Niðurstaða: Líkt og fyrri bækurnar um Kamillu vindmyllu er þessi full af gríni og glensi og skemmtilegum persónum. Hress bók sem ætti ekki að svíkja Kamilluaðdáendur. Menning Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni Höfundur: Hilmar Örn Oddsson Myndir: Erla María Árnadóttir Útgefandi: Bókabeitan 144 bls. Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni er fjórða bókin um hina málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn Óskarsson. Í þessari bók mætir hún mikilli ógn, sem margir eiga erfitt með að skilja og kljást við -- nefnilega unglingum. Kamilla á einkar auðvelt með að koma sér í klandur enda á hún erfitt með að láta ósagt hvað það sem henni dettur í hug. Í þessari bók leggst vinahópur Kamillu á eitt þegar Katla orðar við þau áhyggjur sínar af eldri systur sinni, Karítas, sem er farin að haga sér vægast sagt stórfurðulega. Svo heppilega vill til að Felix, einn úr vinahópnum, er einmitt að rannsaka þennan dularfulla þjóðfélagshóp. Þegar hópurinn leggst á eitt, ásamt vísindamanninum Elías Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að færast í leikinn. Bókin er, líkt og fyrri bækurnar, full af skemmtilegum persónum. Vinahópurinn hennar Kamillu leikur aðalhlutverkið, auk vísindamannsins Elíasar Emils. Hópurinn samanstendur af kostulegum persónum sem ólíklegt er að vinni vinsældakeppnir í grunnskólanum sínum, enda jafnólíklegt að þær sækist eftir því. Hugsanlega mætti lýsa Kamillubókunum sem einhvers konar furðulegri blöndu af Bertbókunum og Fimmbókunum með örlitlum keim af Línu langsokk. Fyrri bækur um Kamillu einkenndust af orðagríni og stöðugum leik með tungumálið. Hér hefur höfundur aðeins slakað á í orðagríninu en slær ekkert af í húmor. Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast áhyggjum, það er enn nógur forði af orðaglensi.Niðurstaða: Líkt og fyrri bækurnar um Kamillu vindmyllu er þessi full af gríni og glensi og skemmtilegum persónum. Hress bók sem ætti ekki að svíkja Kamilluaðdáendur.
Menning Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira