Viðskipti innlent

Stjórn FA hvetur til lækkunar tryggingagjaldsins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Stjórn Félags atvinnurekenda lýsir miklum vonbrigðum með þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að lækka ekki tryggingagjald til að skapa forsendur fyrir áframhaldandi stöðugleika á vinnumarkaði. FA hvetur stjórnvöld til að endurskoða þessa afstöðu, segir í frétt á vef FA.

Tryggingagjaldið var hækkað mikið til að standa undir bótagreiðslum vegna stóraukins atvinnuleysis eftir bankahrunið. Nú hafi atvinnuleysið snarminnkað og þá sé að sjálfsögðu að lækka skattinn til samræmis í stað þess að taka tekjurnar af honum til annarra verkefna ríkisins.

Þegar horft sé til sanngjarns skattaumhverfis fyrirtækja nægi ekki að horfa til dæmis á tekjuskatta. Tryggingagjaldið sé ósanngjarn skattur sem hækki eftir því sem starfsmenn eru fleiri og launakostnaður hækkar. Það vinni þannig gegn því að fyrirtæki bæti við sig fólki og dregur úr getu þeirra til að standa undir launahækkunum. Lækkun tryggingagjaldsins sé ein forsenda þess að varðveita megi þann frið og stöðugleika á vinnumarkaðnum sem um samdist fyrr á þessu ári.


Tengdar fréttir

Tryggingargjaldið verður ekki lækkað

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×