„Fáránlega mikil freisting“ að hlusta á símtöl sakborninga og verjenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2015 15:59 Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Jón Óttar ber vitni í hrunmáli en hann bar til að mynda vitni í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og Marple-máli Kaupþings. Vísir/Pjetur Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, bar vitni í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Jón Óttar ber vitni í hrunmáli en hann bar til að mynda vitni í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og Marple-máli Kaupþings. Björn Þorvaldsson, saksóknari, kallaði Jón Óttar fyrir dóminn. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá því í júní 2009 og þar til í desember 2011. Jón Óttar kom ekki að rannsókn CLN-málsins en vitnisburður frá honum um framkvæmd símhlustana hjá sérstökum saksóknara liggur fyrir í málinu í greinargerð Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, sem er einn af ákærðu. Ásakanir á embætti sérstaks saksóknara í hámarki Fyrir dómnum skýrði Jón Óttar hvernig það kom til að hann hefði unnið vitnisburðinn fyrir Sigurð sem liggur fyrir í málinu, en fram kom að hann hefði ekki fengið greitt fyrir þá vinnu. Sjá einnig: Kæran setti lífið úr skorðum „Ég var beðinn um þetta skjal því það átti að senda kæru til Strassbourgar út af Kaupþingsmálum. Það vantaði staðfestan vitnisburð á ýmsu því sem ég hef greint frá, meðal annars í fjölmiðlum, eftir að ég hætti störfum hjá sérstökum saksóknara,“ sagði Jón Óttar. Björn greip þetta á lofti og sagði að ásakanir Jóns Óttars á embætti sérstaks saksóknara hefðu stigmagnast og hafi náð ákveðnu hámarki í skjalinu sem hann vann fyrir Sigurð. Þar heldur Jón Óttar því fram að allir lögreglumenn og einhverjir saksóknarar hjá sérstökum hafi hlustað á símtöl sakborninga og verjenda þegar mál voru til rannsóknar hjá embættinu, en slíkt er ólöglegt. Kom á óvart að Gestur Jónsson hafi verið rödd skynseminnar Lýsir Jón því meðal annars að saksóknarar „báðu okkur um að spila sum símtölin við lögmenn og verjendur í hátalara í borðum í fundarherbergjum þannig að allir gætu heyrt hvað lögmönnum og skjólstæðingum þeirra fór á milli.“Aðspurður sagði Jón Óttar að hann myndi vel eftir þessu og nefndi sérstaklega eitt tilvik sem væri honum sérstaklega minnisstætt. „Það kemur maður sem er tengdur Kaupþingsrannsóknunum og nær í okkur [Jón Óttar og annan starfsmann hjá sérstökum] til að við getum hlustað á samtal milli Sigurðar Einarssonar og Gests Jónssonar. Í símtalinu Gestur er að reyna að sannfæra Sigurð um að koma til Íslands og gefa skýrslu af fúsum og frjálsum vilja hjá sérstökum saksóknara. Það þýði ekki að vera að setja lögreglunni einhver skilyrði því maður tapar því stríði alltaf. Þetta kom okkur á óvart því Gestur hafði komið okkur fyrir sjónir sem aggressívur verjandi en þarna var hann rödd skynseminnar,“ sagði Jón Óttar. Björn spurði þá hverjir hafi verið að hlusta á þetta símtal en Jón Óttar vildi ekki nefna nein nöfn.Enginn annar starfsmaður sérstaks kannast við að hlustað hafi verið á símtölinGestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði nánar út í dæmi sem hann þekkti til þar sem hlustað hefði verið á samtöl sakborninga og verjenda en fyrr við skýrslutökuna hafði Jón Óttar nefnt að Sigurður Tómas Magnússon hefði meðal annars hlustað á símtöl Gests við Sigurð.„Í þessum símtölum opnaðist innsýn inn í heim verjenda. [...] Þú hafðir verið í málum gegn starfsmönnum sem voru komnir til starfa hjá sérstökum og það segir sig sjálft að það er mikil freistni þegar loksins eru komin símtöl þar sem lögmennirnir fóru að tala í símann án þess að vita að hann væri hleraður. Freistingin var náttúrulega fáránlega mikil. Ég man að Sigurður Tómas var sérstaklega pirraður út í þig og fannst þú vera að samræma varnir,“ sagði Jón Óttar. Saksóknari kallaði fleiri lögreglumenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn til að spyrja út í símhlustanir en bæði var um að ræða núverandi og fyrrverandi starfsmenn embættisins. Kannaðist enginn þeirra við að hlustað hafi verið á símtöl sakborninga og verjenda eins og Jón Óttar hafði borið um.Það hefði verið alveg skýrt að hætta ætti að hlusta á símtalið þegar rannsakendur gerðu sér grein fyrir því að þar væru sakborningar að ræða við verjendur sína. Þá hefðu símtölin verið merkt þannig að það ætti að eyða þeim en Jón Óttar hafði ekki kannast við slíkt. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Tengdar fréttir Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46 Mundi ekkert um aðkomu Hreiðars að hundruð milljóna lánveitingum Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, taldi skuldabréfaviðskipti sem bankinn kom að vikuna fyrir hrun áhættulítil og góð fyrir bankann. 9. desember 2015 11:45 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, bar vitni í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Jón Óttar ber vitni í hrunmáli en hann bar til að mynda vitni í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og Marple-máli Kaupþings. Björn Þorvaldsson, saksóknari, kallaði Jón Óttar fyrir dóminn. Hann starfaði hjá sérstökum saksóknara frá því í júní 2009 og þar til í desember 2011. Jón Óttar kom ekki að rannsókn CLN-málsins en vitnisburður frá honum um framkvæmd símhlustana hjá sérstökum saksóknara liggur fyrir í málinu í greinargerð Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, sem er einn af ákærðu. Ásakanir á embætti sérstaks saksóknara í hámarki Fyrir dómnum skýrði Jón Óttar hvernig það kom til að hann hefði unnið vitnisburðinn fyrir Sigurð sem liggur fyrir í málinu, en fram kom að hann hefði ekki fengið greitt fyrir þá vinnu. Sjá einnig: Kæran setti lífið úr skorðum „Ég var beðinn um þetta skjal því það átti að senda kæru til Strassbourgar út af Kaupþingsmálum. Það vantaði staðfestan vitnisburð á ýmsu því sem ég hef greint frá, meðal annars í fjölmiðlum, eftir að ég hætti störfum hjá sérstökum saksóknara,“ sagði Jón Óttar. Björn greip þetta á lofti og sagði að ásakanir Jóns Óttars á embætti sérstaks saksóknara hefðu stigmagnast og hafi náð ákveðnu hámarki í skjalinu sem hann vann fyrir Sigurð. Þar heldur Jón Óttar því fram að allir lögreglumenn og einhverjir saksóknarar hjá sérstökum hafi hlustað á símtöl sakborninga og verjenda þegar mál voru til rannsóknar hjá embættinu, en slíkt er ólöglegt. Kom á óvart að Gestur Jónsson hafi verið rödd skynseminnar Lýsir Jón því meðal annars að saksóknarar „báðu okkur um að spila sum símtölin við lögmenn og verjendur í hátalara í borðum í fundarherbergjum þannig að allir gætu heyrt hvað lögmönnum og skjólstæðingum þeirra fór á milli.“Aðspurður sagði Jón Óttar að hann myndi vel eftir þessu og nefndi sérstaklega eitt tilvik sem væri honum sérstaklega minnisstætt. „Það kemur maður sem er tengdur Kaupþingsrannsóknunum og nær í okkur [Jón Óttar og annan starfsmann hjá sérstökum] til að við getum hlustað á samtal milli Sigurðar Einarssonar og Gests Jónssonar. Í símtalinu Gestur er að reyna að sannfæra Sigurð um að koma til Íslands og gefa skýrslu af fúsum og frjálsum vilja hjá sérstökum saksóknara. Það þýði ekki að vera að setja lögreglunni einhver skilyrði því maður tapar því stríði alltaf. Þetta kom okkur á óvart því Gestur hafði komið okkur fyrir sjónir sem aggressívur verjandi en þarna var hann rödd skynseminnar,“ sagði Jón Óttar. Björn spurði þá hverjir hafi verið að hlusta á þetta símtal en Jón Óttar vildi ekki nefna nein nöfn.Enginn annar starfsmaður sérstaks kannast við að hlustað hafi verið á símtölinGestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði nánar út í dæmi sem hann þekkti til þar sem hlustað hefði verið á samtöl sakborninga og verjenda en fyrr við skýrslutökuna hafði Jón Óttar nefnt að Sigurður Tómas Magnússon hefði meðal annars hlustað á símtöl Gests við Sigurð.„Í þessum símtölum opnaðist innsýn inn í heim verjenda. [...] Þú hafðir verið í málum gegn starfsmönnum sem voru komnir til starfa hjá sérstökum og það segir sig sjálft að það er mikil freistni þegar loksins eru komin símtöl þar sem lögmennirnir fóru að tala í símann án þess að vita að hann væri hleraður. Freistingin var náttúrulega fáránlega mikil. Ég man að Sigurður Tómas var sérstaklega pirraður út í þig og fannst þú vera að samræma varnir,“ sagði Jón Óttar. Saksóknari kallaði fleiri lögreglumenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn til að spyrja út í símhlustanir en bæði var um að ræða núverandi og fyrrverandi starfsmenn embættisins. Kannaðist enginn þeirra við að hlustað hafi verið á símtöl sakborninga og verjenda eins og Jón Óttar hafði borið um.Það hefði verið alveg skýrt að hætta ætti að hlusta á símtalið þegar rannsakendur gerðu sér grein fyrir því að þar væru sakborningar að ræða við verjendur sína. Þá hefðu símtölin verið merkt þannig að það ætti að eyða þeim en Jón Óttar hafði ekki kannast við slíkt. Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.
Tengdar fréttir Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46 Mundi ekkert um aðkomu Hreiðars að hundruð milljóna lánveitingum Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, taldi skuldabréfaviðskipti sem bankinn kom að vikuna fyrir hrun áhættulítil og góð fyrir bankann. 9. desember 2015 11:45 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46
Mundi ekkert um aðkomu Hreiðars að hundruð milljóna lánveitingum Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, taldi skuldabréfaviðskipti sem bankinn kom að vikuna fyrir hrun áhættulítil og góð fyrir bankann. 9. desember 2015 11:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun