Mundi ekkert um aðkomu Hreiðars að hundruð milljóna lánveitingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2015 11:45 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, taldi að skuldabréfaviðskipti sem bankinn kom að á vikunum fyrir hrunið 2008 væru góð fyrir bankann og myndu styrkja stöðu hans. Þá taldi hann að þau vera áhættulítil fyrir Kaupþing. Þetta kom fram þegar Guðmundur bar vitni í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir 510 milljóna evra lán sem bankinn veitti eignalitlum eignarhaldsfélögum frá ágúst til október 2008. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.Bjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi.vísir/ernirSagði Hreiðar og Bjarka hafa almennt gefið fyrirmæli um útgreiðslu lánaÞremenningarnir eru ákærðir fyrir nokkrar lánveitingar, þar á meðal þrjú lán Kaupþings á Íslandi til þriggja félaga í eigu vildarviðskiptavina bankans sem veitt voru þann 29. ágúst 2008. Félögin notuðu peningana til að greiða upp lán við Kaupþing í Lúxemborg en þau lán voru notuð sem eiginfjárframlög í nýtt eignarhaldsfélag, Chesterfield, sem keypti skuldabréf af Deutsche Bank en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings.Guðmundur kvaðst fyrir dómi í dag ekki vita hver fyrirskipaði lánveitingar Kaupþings á Íslandi til félaganna þriggja. Hann sagði að almennt hefði það þó verið þannig að Hreiðar Már eða Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlánasviðs, gæfu fyrirmæli um útgreiðslu lána. Aðspurður hvort hann vissi hvernig lánin voru tryggð sagði Guðmundur ekki muna nákvæmlega hver strúktúrinn í viðskiptunum hafi verið. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán„Ég hef bara Hreiðar Má“Björn Þorvaldsson, saksóknari, spilaði símtal sem hlerað var við rannsókn málsins en þar ræddu Guðmundur Þór og Bjarki Diego um lánveitingarnar:BD: Þannig að Halldór hafi sem sagt fengið staðfestingu frá Hreiðari um að það mætti greiða þetta út?GÞG: Já, mér finnst það líklegt.Aðspurður hvers vegna honum hafi þótt líklegt að fyrirmæli um útgreiðslu hafi komið frá Hreiðari Má sagðist Guðmundur ekki vita það. Í öðru símtali, sem er frá því í ágúst 2008, ræddi Guðmundur um lánin við Sölva Sölvason, lögfræðing hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þar sagðist hann þurfa að ræða málið við Hreiðar og Magnús og Sölvi segir honum að gera það endilega en bætti við að Magnús hafi sagt sér að vera í sambandi við Guðmund. GÞG: Já, ég veit það. Ég hef bara Hreiðar Má.SS: Já [hlær] og þá segir Hreiðar, já talaðu bara við Magga.Hörður Felix Harðarson, Hreiðar Már SIgurðsson og Gestur Jónsson.Vísir/Pjetur„Bankastjórinn er búinn að samþykkja það“Í kjölfar símtalsins ítrekaði saksóknari spurningu sína um hvort að fyrirmæli um lánveitingarnar hafi komið frá Hreiðar en Guðmundur mundi það ekki. Þá mundi hann ekki heldur hvort hann hafi mest verið í sambandi við Hreiðar Má vegna viðskiptanna.Í enn öðru símtali við Sölva í ágúst 2008 segir Guðmundur að Hreiðar Már vilji ekki taka lánin til eignarhaldsfélaga fyrir í lánanefnd en fyrir dómi útskýrði hann orð sín þannig að hann taldi þetta hafa verið spurningu um tíma. Í símtalinu segir Guðmundur jafnframt við Sölva að Kaupþing í Lúxemborg verði að framlengja lán sín til eignarhaldsfélaganna um viku og bætti við: „Bankastjórinn er búinn að samþykkja það.“ Fyrir dómi mundi Guðmundur ekkert eftir þessu. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði Guðmund hvort að hann hafi einhvern tímann á ferli sínum hjá Kaupþingi fengið fyrirmæli frá Hreiðari um að veita lán og þá með þeim formerkjum að samþykki lánanefndar væri óþarft. Svaraði Guðmundur því neitandi og bætti við að hann væri nokkuð viss um að hafa aldrei fengið slík fyrirmæli. Tengdar fréttir „Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. 8. desember 2015 13:07 Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34 Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, taldi að skuldabréfaviðskipti sem bankinn kom að á vikunum fyrir hrunið 2008 væru góð fyrir bankann og myndu styrkja stöðu hans. Þá taldi hann að þau vera áhættulítil fyrir Kaupþing. Þetta kom fram þegar Guðmundur bar vitni í CLN-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Í málinu eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir 510 milljóna evra lán sem bankinn veitti eignalitlum eignarhaldsfélögum frá ágúst til október 2008. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.Bjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi.vísir/ernirSagði Hreiðar og Bjarka hafa almennt gefið fyrirmæli um útgreiðslu lánaÞremenningarnir eru ákærðir fyrir nokkrar lánveitingar, þar á meðal þrjú lán Kaupþings á Íslandi til þriggja félaga í eigu vildarviðskiptavina bankans sem veitt voru þann 29. ágúst 2008. Félögin notuðu peningana til að greiða upp lán við Kaupþing í Lúxemborg en þau lán voru notuð sem eiginfjárframlög í nýtt eignarhaldsfélag, Chesterfield, sem keypti skuldabréf af Deutsche Bank en bréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings.Guðmundur kvaðst fyrir dómi í dag ekki vita hver fyrirskipaði lánveitingar Kaupþings á Íslandi til félaganna þriggja. Hann sagði að almennt hefði það þó verið þannig að Hreiðar Már eða Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlánasviðs, gæfu fyrirmæli um útgreiðslu lána. Aðspurður hvort hann vissi hvernig lánin voru tryggð sagði Guðmundur ekki muna nákvæmlega hver strúktúrinn í viðskiptunum hafi verið. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán„Ég hef bara Hreiðar Má“Björn Þorvaldsson, saksóknari, spilaði símtal sem hlerað var við rannsókn málsins en þar ræddu Guðmundur Þór og Bjarki Diego um lánveitingarnar:BD: Þannig að Halldór hafi sem sagt fengið staðfestingu frá Hreiðari um að það mætti greiða þetta út?GÞG: Já, mér finnst það líklegt.Aðspurður hvers vegna honum hafi þótt líklegt að fyrirmæli um útgreiðslu hafi komið frá Hreiðari Má sagðist Guðmundur ekki vita það. Í öðru símtali, sem er frá því í ágúst 2008, ræddi Guðmundur um lánin við Sölva Sölvason, lögfræðing hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þar sagðist hann þurfa að ræða málið við Hreiðar og Magnús og Sölvi segir honum að gera það endilega en bætti við að Magnús hafi sagt sér að vera í sambandi við Guðmund. GÞG: Já, ég veit það. Ég hef bara Hreiðar Má.SS: Já [hlær] og þá segir Hreiðar, já talaðu bara við Magga.Hörður Felix Harðarson, Hreiðar Már SIgurðsson og Gestur Jónsson.Vísir/Pjetur„Bankastjórinn er búinn að samþykkja það“Í kjölfar símtalsins ítrekaði saksóknari spurningu sína um hvort að fyrirmæli um lánveitingarnar hafi komið frá Hreiðar en Guðmundur mundi það ekki. Þá mundi hann ekki heldur hvort hann hafi mest verið í sambandi við Hreiðar Má vegna viðskiptanna.Í enn öðru símtali við Sölva í ágúst 2008 segir Guðmundur að Hreiðar Már vilji ekki taka lánin til eignarhaldsfélaga fyrir í lánanefnd en fyrir dómi útskýrði hann orð sín þannig að hann taldi þetta hafa verið spurningu um tíma. Í símtalinu segir Guðmundur jafnframt við Sölva að Kaupþing í Lúxemborg verði að framlengja lán sín til eignarhaldsfélaganna um viku og bætti við: „Bankastjórinn er búinn að samþykkja það.“ Fyrir dómi mundi Guðmundur ekkert eftir þessu. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði Guðmund hvort að hann hafi einhvern tímann á ferli sínum hjá Kaupþingi fengið fyrirmæli frá Hreiðari um að veita lán og þá með þeim formerkjum að samþykki lánanefndar væri óþarft. Svaraði Guðmundur því neitandi og bætti við að hann væri nokkuð viss um að hafa aldrei fengið slík fyrirmæli.
Tengdar fréttir „Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. 8. desember 2015 13:07 Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34 Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008. 8. desember 2015 13:07
Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Ólafur gaf skýrslu í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju 8. desember 2015 14:34
Segir starfsmenn Kaupþings hafa litið svo á að samþykki Hreiðars jafngilti formlegu samþykki lánanefndar Bjarki Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, bar vitni í CLN-málinu við aðalmeðferð þess í dag. 8. desember 2015 17:46