Aðför mennta- og menningar- málaráðuneytis að heilsu og velferð íslenskra ungmenna Erlingur Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2015 11:00 Í kjölfar styttingar framhaldsskólans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskólakerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í námsgreininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einnig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslustundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónarmiðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhaldsskólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega.Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menningarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari námsgrein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem framkvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísindasviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rannsókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóðarannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri uppfyllir ráðleggingar um daglega hreyfingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamálaráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veruleika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikilvægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar styttingar framhaldsskólans í þrjú ár hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt til róttækar breytingar á umfangi námsgreina í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að umfang flestra námsgreina muni minnka um 15 til 20 prósent í kjölfar styttingar námstímans. Frá þessu er þó sú undantekning að umfang námsgreinarinnar „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ minnkar um 65%. Framhaldsskólaeiningar í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ voru átta í gamla kerfinu og síðar þrettán einingar þegar annað einingakerfi var tekið í notkun árið 2008. Í þessum tillögum er lagt til að einingar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ verði að lágmarki fjórar og hámarki sex. Í fjögurra ára framhaldsskólakerfinu fengu nemendur að jafnaði tvær kennslustundir á viku í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Í nýjum tillögum ráðuneytisins er lagt til að framhaldsskólarnir geti skipulagt þessar sex einingar í námsgreininni þannig að nemendur fái eina kennslustund á viku í sex annir. Kennslustundum fækkar enn frekar í námsgreininni ef skólastjórnendur velja að hafa fjórar námseiningar í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Framhaldsskólarnir geta sem sagt með þessu fyrirkomulagi haft alla kennslu í „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á þremur eða fjórum önnum. Í þessu samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndum okkar. Í Noregi hefur framhaldsskólanám í marga áratugi verið þriggja ára nám og í aðalnámskrá framhaldsskóla þar kemur skýrt fram að lögbundið sé að nemendur fái tvær kennslustundir í námsgreininni á viku öll þrjú árin í framhaldsskóla. Mennta- og heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa einnig lýst því yfir að þau vilji fjölga kennslustundum í námsgreininni „Íþróttir, líkams- og heilsurækt“ á komandi árum. Þessi afstaða er mjög skiljanleg þar sem tveir tímar í heilsurækt á viku fyrir þennan aldurshóp verður að teljast algjört lágmark út frá lýðheilsusjónarmiðum, en í ráðleggingum Embættis landlæknis er lagt til að framhaldsskólanemar hreyfi sig að minnsta kosti í 60 mínútur daglega.Óráðlegt og óskiljanlegt Það verður að teljast mjög óráðlegt og í raun óskiljanlegt að mennta- og menningarálaráðuneytið leggi til að fækka kenndum stundum í þessari námsgrein umfram aðrar greinar í kjölfar styttingar náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar breytingar eru í hrópandi andstöðu við þá þróun sem boðuð hefur verið í menntamálum undanfarin ár þar sem heilbrigði og velferð eru mikilvægar stoðir. Í þessu samhengi er skólakerfið mikilvægur vettvangur til að fylgja eftir þessum markmiðum og stuðla að jákvæðari þróun. Þessar tillögur eru einnig mjög á skjön við niðurstöður rannsókna á heilsu, hreyfihegðun og velferð íslenskra framhaldsskólanema. Í nýlegri íslenskri rannsókn sem framkvæmd var 2011 af vísindamönnum og framhaldsnemum á Menntavísindasviði HÍ var þróun og breytingar á hreyfivirkni íslenskra ungmenna skoðuð á átta ára tímabili. Í rannsókninni var hreyfing níu ára barna og fimmtán ára unglinga fyrst skoðuð 2003 og sömu einstaklingar voru svo mældir aftur þegar yngri hópurinn var 17 ára og sá eldri 23 ára. Á þessu átta ára tímabili minnkaði hreyfing beggja aldurshópa um 60%. Þessar rannsóknarniðurstöður eru mjög sambærilegar við aðrar alþjóðarannsóknir sem sýna að hreyfivirkni ungmenna minnkar um u.þ.b. 7% á hverju aldursári. Samfara þessu eykst kyrrseta ungmenna mikið. Í þessu sambandi má nefna að samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein kemur fram að eingöngu fimmta hvert ungmenni í Evrópu á framhaldsskólaaldri uppfyllir ráðleggingar um daglega hreyfingu. Niðurstöður rannsókna gefa tilefni til þess að auka, frekar en að draga úr, tækifæri framhaldsskólanema til hreyfingar og heilsuræktar. Að lokum skora ég á menntamálaráðherra og samstarfsfólk hans að endurskoða þessar tillögur og setja fram nýjar sem byggja á þeim veruleika sem ungt fólk lifir við í nútíma þjóðfélagi. Sennilega er enn mikilvægara nú en áður að standa vörð um heilsu og velferð íslenskra ungmenna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar