Fær verzlunin að njóta sannmælis? Ólafur Stephensen skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun