Seðlabankastjóri segir vexti í nágrannalöndum of lága Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 14:19 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að vextir á Íslandi séu ekki endilega of háir. Vextir í nágrannalöndunum séu of lágir og það skapi vandamál fyrir peningastefnuna þar. Það auki hættuna á bólumyndun í hagkerfinu, ýti undir áhættuhegðun og sé almennt hættulegt fyrir fjármálastöðugleika. Menn hafa gagnrýnt vaxtaokur á Íslandi, meðal annars forsætisráðherra landsins. Bent er á að lagðir séu háir vextir á verðtryggingu og slíkt sé ekki eðlilegt. Algengt er að bera vaxtastigið hér saman við Norðurlönd, þar sem vextir séu almennt mjög lágir. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sem var gestur í þættinum Sprengisandi í morgun er á annarri skoðun. „Ég held kannski sérstaklega í Danmörku og Svíþjóð að þá er það bara þannig að þeir hafa mjög miklar áhyggjur af þessari stöðu mjög eðlilega. Vegna hvers? Því hvað eru vextir? Jú, vextir eru afgjald fyrir að nota lánsfjármagn. Við þekkjum það bara á sögunni að lánsfjármagn getur verið hættulegt og getur verið hættulegt í of miklu magni. Ef að vextirnir eru of lágir þá er sú freistni og tilhneiging að skuldsetja sig of mikið og þú ræður kannski við það á meðan vextirnir eru á þessu lága stigi en svo kemur að því að þeir hækka og þá ertu kominn í vandræði,“ sagði Már. Hann sagði Svía til að mynda neyðast til að hafa svo lága vexti vegna þrýstings frá peningastefnu Evrópska seðlabankans. „Það eru lægri vextir en myndu henta sænska þjóðarbúinu og sama á við um Danmörku en þó aðeins í minna mæli. Á sama tíma er fasteignamarkaðurinn í Svíþjóð yfirspenntur og skuldir heimila vaxa á ógnarhraða og af þessu hafa menn bara miklar áhyggjur.“ Tengdar fréttir Miklu betri vaxtakjör með öðrum gjaldmiðli en krónu Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að Íslendingar fengju miklu betri kjör á íbúðalánum ef hér væri notaður annar gjaldmiðill, til dæmis evra. Vaxtakjör á hinum Norðurlöndunum eru mun betri, en víða bjóðast þar 1,3 til 1,5 prósent nafnvextir á húsnæðislánum. 26. október 2015 18:30 Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. 5. nóvember 2015 09:00 Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00 Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári í morgun. 4. nóvember 2015 12:49 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að vextir á Íslandi séu ekki endilega of háir. Vextir í nágrannalöndunum séu of lágir og það skapi vandamál fyrir peningastefnuna þar. Það auki hættuna á bólumyndun í hagkerfinu, ýti undir áhættuhegðun og sé almennt hættulegt fyrir fjármálastöðugleika. Menn hafa gagnrýnt vaxtaokur á Íslandi, meðal annars forsætisráðherra landsins. Bent er á að lagðir séu háir vextir á verðtryggingu og slíkt sé ekki eðlilegt. Algengt er að bera vaxtastigið hér saman við Norðurlönd, þar sem vextir séu almennt mjög lágir. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sem var gestur í þættinum Sprengisandi í morgun er á annarri skoðun. „Ég held kannski sérstaklega í Danmörku og Svíþjóð að þá er það bara þannig að þeir hafa mjög miklar áhyggjur af þessari stöðu mjög eðlilega. Vegna hvers? Því hvað eru vextir? Jú, vextir eru afgjald fyrir að nota lánsfjármagn. Við þekkjum það bara á sögunni að lánsfjármagn getur verið hættulegt og getur verið hættulegt í of miklu magni. Ef að vextirnir eru of lágir þá er sú freistni og tilhneiging að skuldsetja sig of mikið og þú ræður kannski við það á meðan vextirnir eru á þessu lága stigi en svo kemur að því að þeir hækka og þá ertu kominn í vandræði,“ sagði Már. Hann sagði Svía til að mynda neyðast til að hafa svo lága vexti vegna þrýstings frá peningastefnu Evrópska seðlabankans. „Það eru lægri vextir en myndu henta sænska þjóðarbúinu og sama á við um Danmörku en þó aðeins í minna mæli. Á sama tíma er fasteignamarkaðurinn í Svíþjóð yfirspenntur og skuldir heimila vaxa á ógnarhraða og af þessu hafa menn bara miklar áhyggjur.“
Tengdar fréttir Miklu betri vaxtakjör með öðrum gjaldmiðli en krónu Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að Íslendingar fengju miklu betri kjör á íbúðalánum ef hér væri notaður annar gjaldmiðill, til dæmis evra. Vaxtakjör á hinum Norðurlöndunum eru mun betri, en víða bjóðast þar 1,3 til 1,5 prósent nafnvextir á húsnæðislánum. 26. október 2015 18:30 Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. 5. nóvember 2015 09:00 Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00 Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári í morgun. 4. nóvember 2015 12:49 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Miklu betri vaxtakjör með öðrum gjaldmiðli en krónu Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að Íslendingar fengju miklu betri kjör á íbúðalánum ef hér væri notaður annar gjaldmiðill, til dæmis evra. Vaxtakjör á hinum Norðurlöndunum eru mun betri, en víða bjóðast þar 1,3 til 1,5 prósent nafnvextir á húsnæðislánum. 26. október 2015 18:30
Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. 5. nóvember 2015 09:00
Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00
Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári í morgun. 4. nóvember 2015 12:49