TiSA-samningurinn og lýðræði á útsölu Bergsveinn Birgisson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun