Nýja löggjöf í kynferðisbrotamálum, strax! Dagný Ósk Aradóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 2015. Byltingarárið. Þúsundir kvenna hafa á þessu ári deilt reynslu sinni af ofbeldi. Konur hafa risið upp og vakið athygli á því misrétti og ofbeldi sem þær verða fyrir, krafist yfirráða yfir eigin líkama. Konur verða fyrir ofbeldi á hverjum einasta degi í samfélagi okkar. Og sjaldnast er refsað fyrir þetta ofbeldi. Hvernig má það vera? Helmingur þjóðarinnar verður reglulega fyrir ofbeldi og við gerum ekki neitt. Eða allavega ekki nóg. Umræðan er að þróast, en við þurfum að taka fleiri skref. Við þurfum að gera raunverulegar breytingar. Fjöldi kynferðisbrotamála fer aldrei fyrir dóm. Undanfarið hafa einnig fallið sýknudómar sem margir eru hugsi yfir. Viðkvæðið er yfirleitt að þetta sé erfiður málaflokkur, sönnunarstaðan erfið, orð gegn orði o.s.frv. Þetta eru ekki nógu góð svör. Við getum ekki leyft þessu að vera svona lengur. Má vera að það sé í grundvallaratriðum eitthvað rangt við það hvernig bæði menningin okkar og lagaákvæðin eru? Refsiákvæði hegningarlaga Íslendinga gera þá kröfu að ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung sé beitt við samræði eða kynferðismök: þá er það nauðgun. Nauðgun er því ekki skilgreind sem ofbeldi sem slík, það verður að vera auka ofbeldi. Svona eru refsiákvæði fyrir nauðgun almennt í landslögum annarra ríkja heimsins, eða þá að krafist sé skorts á samþykki. Alþjóðalög og samningar hafa þróast lengra en lög flestra ríkja og ekki er gerð þessi ofbeldiskrafa eða samþykkiskrafa. Í stuttu máli er nauðgun í alþjóðalögum skilgreind sem kynferðisleg innrás í þvingandi aðstæðum. Þvingunin getur verið sálfræðileg, efnahagsleg eða misnotkun á trausti. Gengið er út frá því að kynlíf sé almennt gagnkvæmt, og að skortur á gagnkvæmni leiði til þess að um nauðgun sé að ræða. Lög eru meira en bara einhver tæknileg ákvæði sem lögmenn og dómarar beita. Lögin móta viðhorf okkar, hegðun okkar og menningu okkar. Það er kominn tími til að breyta lögunum, að semja nýja kynferðisbrotalöggjöf sem verndar okkur öll.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
2015. Byltingarárið. Þúsundir kvenna hafa á þessu ári deilt reynslu sinni af ofbeldi. Konur hafa risið upp og vakið athygli á því misrétti og ofbeldi sem þær verða fyrir, krafist yfirráða yfir eigin líkama. Konur verða fyrir ofbeldi á hverjum einasta degi í samfélagi okkar. Og sjaldnast er refsað fyrir þetta ofbeldi. Hvernig má það vera? Helmingur þjóðarinnar verður reglulega fyrir ofbeldi og við gerum ekki neitt. Eða allavega ekki nóg. Umræðan er að þróast, en við þurfum að taka fleiri skref. Við þurfum að gera raunverulegar breytingar. Fjöldi kynferðisbrotamála fer aldrei fyrir dóm. Undanfarið hafa einnig fallið sýknudómar sem margir eru hugsi yfir. Viðkvæðið er yfirleitt að þetta sé erfiður málaflokkur, sönnunarstaðan erfið, orð gegn orði o.s.frv. Þetta eru ekki nógu góð svör. Við getum ekki leyft þessu að vera svona lengur. Má vera að það sé í grundvallaratriðum eitthvað rangt við það hvernig bæði menningin okkar og lagaákvæðin eru? Refsiákvæði hegningarlaga Íslendinga gera þá kröfu að ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung sé beitt við samræði eða kynferðismök: þá er það nauðgun. Nauðgun er því ekki skilgreind sem ofbeldi sem slík, það verður að vera auka ofbeldi. Svona eru refsiákvæði fyrir nauðgun almennt í landslögum annarra ríkja heimsins, eða þá að krafist sé skorts á samþykki. Alþjóðalög og samningar hafa þróast lengra en lög flestra ríkja og ekki er gerð þessi ofbeldiskrafa eða samþykkiskrafa. Í stuttu máli er nauðgun í alþjóðalögum skilgreind sem kynferðisleg innrás í þvingandi aðstæðum. Þvingunin getur verið sálfræðileg, efnahagsleg eða misnotkun á trausti. Gengið er út frá því að kynlíf sé almennt gagnkvæmt, og að skortur á gagnkvæmni leiði til þess að um nauðgun sé að ræða. Lög eru meira en bara einhver tæknileg ákvæði sem lögmenn og dómarar beita. Lögin móta viðhorf okkar, hegðun okkar og menningu okkar. Það er kominn tími til að breyta lögunum, að semja nýja kynferðisbrotalöggjöf sem verndar okkur öll.Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun