Rekstur Reykjavíkurborgar neikvæður um 2,4 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:54 Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar er 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Vísir/GVA Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 2,4 milljarða króna á fyrsti níu mánuðum ársins .Áætlun gerði hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6,3 milljarða. Rekstrarniðurstaðan er því 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður neikvæðs reksturs má meðal annars rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldfærslu gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum vegna lækkandi álvers og hins vegar til lakari afkomu A hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæplega 6 milljarða sem er 7,7 milljörðum lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Í lok tímabilsins námu heildareignir samstæðunnar 515 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum námu 299 milljörðum króna og eigið fé nam 216 milljörðum króna, þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 42 prósent en var 43,1 prósent um síðustu áramót. Lakari rekstrarniðurstaða A-hluta sem nam 8,8 milljörðum króna, skýrist að langstærstum hluta af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 10 milljarða króna, eða 8,3 milljörðum króna umfram áætlun. Björn Blöndal segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Pjetur Niðurstaðan kemur ekki á óvartBjörn Blöndal, formaður borgarráðs, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Afkoman er í sjálfu sér að batna miðað við sex mánaða uppgjörið, það er í sjálfu sér jákvætt. Það sem er auðvitað að setja samstöðuna í neikvæða afkomu eru hlutir sem eru tengdir álverði og öðru hjá Orkuveitunni og svo lífeyrisskuldbindinginn. Mínusinn er um átta milljarða en gjaldfærslan á lífeyrisskuldbindingum er tíu miljarða. Þannig að það má segja að það sé ákveðið jafnvægi í sjálfum rekstrinum miðað við allt. En þessi lífeyrisskuldbinding er að slá okkur illa," segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að þetta sé reiknuð stærð. Björn segir að launahækkanir hafi haft áhrif á reksturinn. „Launaliðurinn hefur hækkað mikið. Það var búið að áætla fyrir honum að stóru leyti. En auðvitað eru launahækkanirnar orðnar mjög miklar og við erum ekki komnir með tekjur til að vega á móti þessari hækkun." „Það er ljóst að þetta ár verður erfitt og stefnir í að útkoman verði ekki góð. En við erum búin að setja upp mjög markvissa aðgerðaráætlun til að herða tökin á rekstrinum," segir Björn. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 2,4 milljarða króna á fyrsti níu mánuðum ársins .Áætlun gerði hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6,3 milljarða. Rekstrarniðurstaðan er því 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður neikvæðs reksturs má meðal annars rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldfærslu gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum vegna lækkandi álvers og hins vegar til lakari afkomu A hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæplega 6 milljarða sem er 7,7 milljörðum lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Í lok tímabilsins námu heildareignir samstæðunnar 515 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum námu 299 milljörðum króna og eigið fé nam 216 milljörðum króna, þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 42 prósent en var 43,1 prósent um síðustu áramót. Lakari rekstrarniðurstaða A-hluta sem nam 8,8 milljörðum króna, skýrist að langstærstum hluta af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 10 milljarða króna, eða 8,3 milljörðum króna umfram áætlun. Björn Blöndal segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Pjetur Niðurstaðan kemur ekki á óvartBjörn Blöndal, formaður borgarráðs, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Afkoman er í sjálfu sér að batna miðað við sex mánaða uppgjörið, það er í sjálfu sér jákvætt. Það sem er auðvitað að setja samstöðuna í neikvæða afkomu eru hlutir sem eru tengdir álverði og öðru hjá Orkuveitunni og svo lífeyrisskuldbindinginn. Mínusinn er um átta milljarða en gjaldfærslan á lífeyrisskuldbindingum er tíu miljarða. Þannig að það má segja að það sé ákveðið jafnvægi í sjálfum rekstrinum miðað við allt. En þessi lífeyrisskuldbinding er að slá okkur illa," segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að þetta sé reiknuð stærð. Björn segir að launahækkanir hafi haft áhrif á reksturinn. „Launaliðurinn hefur hækkað mikið. Það var búið að áætla fyrir honum að stóru leyti. En auðvitað eru launahækkanirnar orðnar mjög miklar og við erum ekki komnir með tekjur til að vega á móti þessari hækkun." „Það er ljóst að þetta ár verður erfitt og stefnir í að útkoman verði ekki góð. En við erum búin að setja upp mjög markvissa aðgerðaráætlun til að herða tökin á rekstrinum," segir Björn.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira