Rekstur Reykjavíkurborgar neikvæður um 2,4 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:54 Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar er 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Vísir/GVA Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 2,4 milljarða króna á fyrsti níu mánuðum ársins .Áætlun gerði hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6,3 milljarða. Rekstrarniðurstaðan er því 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður neikvæðs reksturs má meðal annars rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldfærslu gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum vegna lækkandi álvers og hins vegar til lakari afkomu A hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæplega 6 milljarða sem er 7,7 milljörðum lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Í lok tímabilsins námu heildareignir samstæðunnar 515 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum námu 299 milljörðum króna og eigið fé nam 216 milljörðum króna, þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 42 prósent en var 43,1 prósent um síðustu áramót. Lakari rekstrarniðurstaða A-hluta sem nam 8,8 milljörðum króna, skýrist að langstærstum hluta af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 10 milljarða króna, eða 8,3 milljörðum króna umfram áætlun. Björn Blöndal segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Pjetur Niðurstaðan kemur ekki á óvartBjörn Blöndal, formaður borgarráðs, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Afkoman er í sjálfu sér að batna miðað við sex mánaða uppgjörið, það er í sjálfu sér jákvætt. Það sem er auðvitað að setja samstöðuna í neikvæða afkomu eru hlutir sem eru tengdir álverði og öðru hjá Orkuveitunni og svo lífeyrisskuldbindinginn. Mínusinn er um átta milljarða en gjaldfærslan á lífeyrisskuldbindingum er tíu miljarða. Þannig að það má segja að það sé ákveðið jafnvægi í sjálfum rekstrinum miðað við allt. En þessi lífeyrisskuldbinding er að slá okkur illa," segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að þetta sé reiknuð stærð. Björn segir að launahækkanir hafi haft áhrif á reksturinn. „Launaliðurinn hefur hækkað mikið. Það var búið að áætla fyrir honum að stóru leyti. En auðvitað eru launahækkanirnar orðnar mjög miklar og við erum ekki komnir með tekjur til að vega á móti þessari hækkun." „Það er ljóst að þetta ár verður erfitt og stefnir í að útkoman verði ekki góð. En við erum búin að setja upp mjög markvissa aðgerðaráætlun til að herða tökin á rekstrinum," segir Björn. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 2,4 milljarða króna á fyrsti níu mánuðum ársins .Áætlun gerði hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6,3 milljarða. Rekstrarniðurstaðan er því 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður neikvæðs reksturs má meðal annars rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldfærslu gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum vegna lækkandi álvers og hins vegar til lakari afkomu A hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæplega 6 milljarða sem er 7,7 milljörðum lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Í lok tímabilsins námu heildareignir samstæðunnar 515 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum námu 299 milljörðum króna og eigið fé nam 216 milljörðum króna, þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 42 prósent en var 43,1 prósent um síðustu áramót. Lakari rekstrarniðurstaða A-hluta sem nam 8,8 milljörðum króna, skýrist að langstærstum hluta af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 10 milljarða króna, eða 8,3 milljörðum króna umfram áætlun. Björn Blöndal segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Pjetur Niðurstaðan kemur ekki á óvartBjörn Blöndal, formaður borgarráðs, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Afkoman er í sjálfu sér að batna miðað við sex mánaða uppgjörið, það er í sjálfu sér jákvætt. Það sem er auðvitað að setja samstöðuna í neikvæða afkomu eru hlutir sem eru tengdir álverði og öðru hjá Orkuveitunni og svo lífeyrisskuldbindinginn. Mínusinn er um átta milljarða en gjaldfærslan á lífeyrisskuldbindingum er tíu miljarða. Þannig að það má segja að það sé ákveðið jafnvægi í sjálfum rekstrinum miðað við allt. En þessi lífeyrisskuldbinding er að slá okkur illa," segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að þetta sé reiknuð stærð. Björn segir að launahækkanir hafi haft áhrif á reksturinn. „Launaliðurinn hefur hækkað mikið. Það var búið að áætla fyrir honum að stóru leyti. En auðvitað eru launahækkanirnar orðnar mjög miklar og við erum ekki komnir með tekjur til að vega á móti þessari hækkun." „Það er ljóst að þetta ár verður erfitt og stefnir í að útkoman verði ekki góð. En við erum búin að setja upp mjög markvissa aðgerðaráætlun til að herða tökin á rekstrinum," segir Björn.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira