Framtaksamur frændi sló upp balli til styrktar fjögurra ára frænku með hvítblæði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 08:15 Sverrir er strax farinn að huga að næsta styrktarballi. mynd/sverrir ómar „Þessi hugmynd spratt í sumar, þegar ég fór að hugsa hvað ég gæti gert til að gleðja litlu stelpuna í gegnum þessi erfiðu veikindi,“ segir Sverrir Ómar Victorsson, sem á föstudag í síðustu viku sló upp balli til styrktar frænku sinni, hinni fjögurra ára Tönju Kolbrúnu Fannarsdóttur, sem greindist með hvítblæði fyrr í ár.Sjá einnig: Slappleiki reyndist hvítblæði Hátt í fjögur hundruð ungmenni mættu á styrktarballið, sem haldið var í Hvíta húsinu á Selfossi, og söfnuðust alls 450 þúsund krónur. „Ég fékk glæsilega tónlistarmenn til að styrkja mig og þetta heppnaðist alveg gríðarlega vel,“ segir Sverrir. Tanja Kolbrún greindist með hvítblæði fyrr á þessu ári. Tanja Kolbrún greindist með hvítblæði í mars síðastliðnum, þá þriggja ára gömul. Faðir hennar, Fannar Geir Ólafsson, féllst á að segja Vísi frá veikindum dóttur sinnar, í apríl. Tanja hafði verið slöpp í nokkra daga, áður en foreldrar hennar fóru með hana til læknis. Vakthafandi læknir sendi hana í blóðprufu sem vakti grun um að um hvítblæði væri að ræða. Grunur hans var staðfestur skömmu síðar á Barnaspítalanum. Fannar segir fregnirnar hafa verið fjölskyldunni áfall, en að þeim verði tekið með jákvæðnina að vopni, enda hafi fjölskyldan fundið fyrir miklum stuðningi allt í kring. Mikið þakklæti Sverrir Ómar segir fjölskylduna afar þakkláta fyrir þennan mikla stuðning. Nær allir Selfyssingar séu boðnir og búnir til að leggja þeim lið. „Það þekkjast flest allir á Selfossi og hér ríkir mikil samstaða. Til dæmis voru fjölmörg fyrirtæki sem höfðu samband við mig og buðust til að gefa gjafabréf í happadrættið, og rútufyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar bauðst til að gefa vinnu sína og sækja ungmenni í uppsveitum til að koma þeim til og frá Hvíta húsinu,“ segir hann. „Ég talaði við Fannar, pabba Tönju, hann var alveg í skýjunum með þetta allt saman – hann eiginlega bara trúði þessu ekki. Hún hefur verið á spítalanum undanfarna daga þannig að það var bara gaman að gleðja þau svona," segir Sverrir. Sverrir bætir við að hann vilji halda áfram að aðstoða litlu frænku sína. Því sé hann þegar farinn að huga að næstu styrktartónleikum, sem fyrirhugaðir séu í byrjun næsta árs. Tengdar fréttir Slappleiki þriggja ára stúlku á Selfossi reyndist vera hvítblæði Tanja Kolbrún Fannarsdóttir er þriggja ára hugrökk stúlka sem nýlega greindist með hvítblæði. Tveggja og hálfs árs lyfjameðferð er á næsta leyti hjá henni 10. apríl 2015 14:12 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Þessi hugmynd spratt í sumar, þegar ég fór að hugsa hvað ég gæti gert til að gleðja litlu stelpuna í gegnum þessi erfiðu veikindi,“ segir Sverrir Ómar Victorsson, sem á föstudag í síðustu viku sló upp balli til styrktar frænku sinni, hinni fjögurra ára Tönju Kolbrúnu Fannarsdóttur, sem greindist með hvítblæði fyrr í ár.Sjá einnig: Slappleiki reyndist hvítblæði Hátt í fjögur hundruð ungmenni mættu á styrktarballið, sem haldið var í Hvíta húsinu á Selfossi, og söfnuðust alls 450 þúsund krónur. „Ég fékk glæsilega tónlistarmenn til að styrkja mig og þetta heppnaðist alveg gríðarlega vel,“ segir Sverrir. Tanja Kolbrún greindist með hvítblæði fyrr á þessu ári. Tanja Kolbrún greindist með hvítblæði í mars síðastliðnum, þá þriggja ára gömul. Faðir hennar, Fannar Geir Ólafsson, féllst á að segja Vísi frá veikindum dóttur sinnar, í apríl. Tanja hafði verið slöpp í nokkra daga, áður en foreldrar hennar fóru með hana til læknis. Vakthafandi læknir sendi hana í blóðprufu sem vakti grun um að um hvítblæði væri að ræða. Grunur hans var staðfestur skömmu síðar á Barnaspítalanum. Fannar segir fregnirnar hafa verið fjölskyldunni áfall, en að þeim verði tekið með jákvæðnina að vopni, enda hafi fjölskyldan fundið fyrir miklum stuðningi allt í kring. Mikið þakklæti Sverrir Ómar segir fjölskylduna afar þakkláta fyrir þennan mikla stuðning. Nær allir Selfyssingar séu boðnir og búnir til að leggja þeim lið. „Það þekkjast flest allir á Selfossi og hér ríkir mikil samstaða. Til dæmis voru fjölmörg fyrirtæki sem höfðu samband við mig og buðust til að gefa gjafabréf í happadrættið, og rútufyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar bauðst til að gefa vinnu sína og sækja ungmenni í uppsveitum til að koma þeim til og frá Hvíta húsinu,“ segir hann. „Ég talaði við Fannar, pabba Tönju, hann var alveg í skýjunum með þetta allt saman – hann eiginlega bara trúði þessu ekki. Hún hefur verið á spítalanum undanfarna daga þannig að það var bara gaman að gleðja þau svona," segir Sverrir. Sverrir bætir við að hann vilji halda áfram að aðstoða litlu frænku sína. Því sé hann þegar farinn að huga að næstu styrktartónleikum, sem fyrirhugaðir séu í byrjun næsta árs.
Tengdar fréttir Slappleiki þriggja ára stúlku á Selfossi reyndist vera hvítblæði Tanja Kolbrún Fannarsdóttir er þriggja ára hugrökk stúlka sem nýlega greindist með hvítblæði. Tveggja og hálfs árs lyfjameðferð er á næsta leyti hjá henni 10. apríl 2015 14:12 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Slappleiki þriggja ára stúlku á Selfossi reyndist vera hvítblæði Tanja Kolbrún Fannarsdóttir er þriggja ára hugrökk stúlka sem nýlega greindist með hvítblæði. Tveggja og hálfs árs lyfjameðferð er á næsta leyti hjá henni 10. apríl 2015 14:12